Bókasafnið - 01.01.2003, Page 35
Ásdís H. Hafstað og Stefanía Arnórsdóttir
Upplýsingalæsi og
kennarahlutverk
bókasafnsfræðingsins
Inngangur
í þessari grein munum við greina frá nokkrum helstu
atriðum sem fjallað var um í Norræna sumar-
skólanum á námskeiðinu „Informationskompetence
og bibliotekarens pædagogiske rolle“ eða „Upplýs-
ingalæsi og kennarahlutverk bókasafnsfræðingsins"
sem haldið var í Danmarks Biblioteksskole í Kaup-
mannahöfn í júní 2002. Inn á milli munu slæðast
hugmyndir okkar og vangaveltur sem gerjast hafa í
þessu sambandi í millitíðinni. í Freqnum, 3. tbl. 2002,
sögðum við frá námskeiðinu í stuttu máli og einnig
höfum við kynnt nokkra þætti þess á fundum með
Vinnuhópi um notendafræðslu í háskólabókasöfnum
og í Samstarfshópi bókasafnsfræðinga í framhalds-
skólum.
Upplýsingalæsi
ALA skilgreinir upplýsingalæsi þannig:
„Upplýsingalœs einstaklingur getur dœmt huenœr
upplýsinga erþörfog erfœr um aðfinna, meta og nota
nauðsynlegar upplýsingar á árangursríkan hátt.“
Á námskeiðinu var fjallað um upplýsingalæsi og
þjálfun í því í nokkrum háskólum á Norðurlöndum.
Aðalfyrirlesari fyrsta daginn var Claus Poulsen og
sagði hann frá „Godin projectet" þar sem hann var
verkefnisstjóri. Þetta var tveggja ára verkefni við
háskólann í Hróarskeldu sem hófst í nóvember 1999
og var hluti af tilrauna- og þróunarverkefni í PBL
(Problem-Based Learning) í Hróarskelduháskóla sem
hófst árið 1995. Á dönsku heitir Godin projectet fullu
nafni: „Problembaseret undervisning i auanceret informa-
tions- og literaturspgning og anvendelse af virtuelle
fagbibiioteker." Verkefnið var kennsla í upplýsingaleit
fyrir fyrsta og annars árs nemendur í tveggja ára
undirstöðunámi í félags-, hug- og náttúruvísindum.
Nýjungin í þessu verkefni var aðferðin, PBL eða
lausnaleitarnám eins og þetta hugtak hefur verið þýtt
á íslensku. Markmiðið með því var að kennslan yrði
beinskeyttari, tengdist betur námi nemenda - og yrði
skemmtilegri fyrir kennara.
Lokaskýrsla um verkefnið „Problembaseret under-
visning i informationsspgning: Teori, erfaringer, metoder og
undervisningsmateriale" var gefin út vorið 2002. Stuðst
er að nokkru leyti við skýrsluna í þessari grein.
(Skýrslan er til útláns á Landsbókasafni íslands - Há-
skólabókasafni.)
Markmiðið með Godin-verkefninu var að auka
áhuga nemenda og þar með þátttöku í upplýsinga-
leitarnámskeiðum, en hún hafði verið fremur dræm
og brottfallið mikið. Mismunandi leiðir voru farnar í
deildunum þremur, en aðeins er fjallað um náttúru-
fræðideildina, þar sem ekki fékkst fé til úrvinnslu á
gögnum úr hinum. í náttúrufræði kenndu bókasafns-
fræðingar og fagbókaverðir, menntaðir í náttúruvís-
indum og var PBL-aðferðin notuð. Nemendur fengu
verkefni til að leysa, en enga sérstaka kennslu í með-
ferð leitarverkfæra, en á vef safnsins var búið að
auðvelda aðgang að gögnum með faggáttum og þar
var líka hægt að læra leitaraðferðir. Nemendum var
skylt að gera grein fyrir leitarferlinu í tengslum við
verkefnin. Reynslan af fyrstu önninni var í stuttu
máli:
• Nemendur skildu betur mikilvægi námskeiðsins,
vegna aukinnar fagmennsku.
• Virðing safnkennslunnar jókst.
• Kynning á faglega hlutanum tók of langan tíma
og var of erfið fyrir kennara án menntunar í
náttúruvísindum.
• Nemendum fannst þeir ekki taka nógu miklum
framförum.
• Brottfall minnkaði mikið.
• Vegna skorts á undirbúningi nemenda í tengsl-
um við fagleg verkefni var vandasamt að leið-
beina þeim.
Aðalvandamálið var að kennarar sem voru bóka-
safnsfræðingar gáfust upp á kennslunni, vegna fag-
legra erfiðleika þegar unnið var með raunveruleg
verkefni nemenda.
Árið 2000 var byggt á reynslu næstliðins árs og
breytt um aðferð og stefnt að því að stúdentar lærðu
almennt nothæfa aðferð sem hægt væri að nýta í
heimildaleit við lausn ákveðins verkefnis. Árangur
þessa árs var:
• Mæting var mjög léleg.
• Aðeins 2 af 25 hópum notuðu sér aðstoð við
heimildaleit við fagverkefni.
BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
33