Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 12

Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 12
um slíkt má finna hvað varðar frönsku klerkastéttina í grein sem Diderot skrifaði um brahmana. Sjálf útgáfan gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Þegar eftir að annað bindið kom út lét ritskoðunin til sín taka og útgáfan var stöðvuð. Talið er að Jesúítar, sem voru sjálfir að gefa út alfræðiritið Dictionnaire de Tréuoux (6. útg. 1752) hefðu farið fram á það. Útgáfan var stöðvuð í annað sinn árið 1757 þegar sjöunda bindið var nýkomið út og tveimur árum síðar var ritið sett á lista kaþólsku kirkjunnar yfir bannaðar bækur, Index librorum prohibitorum. Síðustu ellefu bindin voru prentuð í París með leynd en þó með leyfi yfirvalda sem vildu ekki missa tekjurnar af þessu vinsæla riti úr landi. Vegna leyndarinnar lentu þau ekki í sömu ritskoðun og hin fyrri. Aftur á móti tók útgefandinn, André Le Breton, að eigin frumkvæði að sér að ritskoða verkið og sleppti ýmsu úr, jafnvel heilum greinum, sem hann óttaðist að yfirvöldum myndi mislíka. Þetta gerði hann eftir að Diderot hafði lesið síðustu próförk svo það kom ekki í ljós fyrr en eftir prentun að margar greinar höfðu verið eyðilagðar. Var það mikið áfall fyrir Diderot þegar upp komst. Upphaflegu prófark- irnar fundust reyndar árið 1933 aftast í útgáfu sem hafði borist til Bandaríkjanna eftir ýmsum króka- leiðum. Encyclopédie var mjög vinsælt rit og hafði þegar í upphafi rúmlega 4.000 áskrifendur. Greinarnar ein- kenndust af umburðarlyndi í trúmálum og frjálslyndi í pólitík. Er útgáfa verksins jafnan talin hafa haft mikil áhrif á framvindu sögulegra atburða á næstu árum, m.a. frönsku stjórnarbyltinguna. Um miðja 19. öld var forlagið Librairie Larousse stofnað í Frakklandi af Pierre Larousse. Hóf það útgáfu margs konar handbóka en þekktust er alfræði- orðabókin sem hefur verið gefin út aftur og aftur allt fram á þennan dag. Fyrsta stóra verkið sem gefið var út var Grand Dictionnaire universel du XIXe siécle og kom það út á árunum 1866-76 í fimmtán bindum. Þetta verk varð fyrirmynd síðari Larousse útgáfna, en þær eru dæmigerðar alfræðiorðabækur. Frönsk orð eru útskýrð í stuttu máli og dæmi gefin um notkun þeirra með tilvitnunum úr bókmenntum. Ef þurfa þykir eru svo gefnar ítarlegri upplýsingar í stuttum greinum. Um aldamótin kom út Nouveau Larousse illustré í sjö bindum (1897-1904). Á árunum 1971-1977 var brotið blað þegar La qrande encyclopédie kom út í 21 bindi. í þeirri útgáfu var orðabókarefni að mestu sleppt og til marks um muninn má nefna að greinar í þessu verki voru um 8.000 en höfðu verið 15.000 í útgáfunni frá 1961-1964 sem kom þó einungis út í tíu bindum. Frönsk alfræðirit einkennast þó enn af mörgum stuttum greinum um margvíslegt efni frekar en af fáum, löngum greinum. Annað sem einkennir út- gáfur Larousse er óvenjumikið myndefni. Dæmi um fleiri tegundir alfræðirita frá Larousse eru Petit Larousse illustré, myndskreytt útgáfa sem kom fyrst út 1978 í einu bindi og svo enn minni útgáfa Le plus petit Larousse en stærð hennar er aðeins 5,8x8 sm. Að sjálfsögðu eru svo komnar útgáfur á CD-ROM og Netið. England og Bandaríkin Nokkru áður en Bayle og Diderot hófu útgáfu alfræði- rita sinna í Frakklandi var enski kortagerðamaðurinn Ephraim Chambers (1680-1740) búinn að gefa út alfræðirit sem hann nefndi Cyclopœdia (1728). Hann hefur verið kallaður faðir nútímaalfræðiritsins ekki síst vegna þess að hann var fyrstur til að taka með greinar um hugvísindi. Hann not- aði líka millivísanir (eins og Francis Bacon) til að tengja saman greinar. Þetta rit er talið vera mikilvægur undanfari Encyclopédie, en fýrirhuguð þýðing þess á frönsku sem kom reyndar aldrei út er talin hafa verið kveikjan að riti Diderot. Sömuleiðis var fyrsta útgáfa Encyclopœdia Britannica að mörgu leyti byggð á þessu riti. Encyclopœdia Britannica kom fyrst út í Edinborg á árunum 1768-1771 í þremur bindum. Hún var gefin út af „A Society of Gentlemen in Scotland" eins og það er orðað á titilsíðunni en herramennirnir þrír voru William Smellie, Colin MacFarquhar og Andrew Bell. Þeir höfðu allir lagt stund á prentaraiðn og Smellie hafði auk þess sótt tíma í háskóla og var hann aðalritstjóri verksins. Bell sá um að afla fjár og gerði þar að auki 160 koparstungur í verkið. Fyrsta útgáfan var ekki að öllu leyti frumlegt verk því þeir notuðu efni úr öllum tiltækum ritum samtímans, svo sem Cyclopœdia Chambers sem nefnd er að ofan. En þeir skrifuðu vissulega heilmikið sjálfir. í þessari fyrstu útgáfu var mest áhersla lögð á náttúruvísindi og listir. Þeir slepptu sagnfræðilegum greinum og það var heldur ekki að finna nein ævi- ágrip frægra manna. Úr þessu var þó bætt strax í annarri útgáfunni sem var heil tíu bindi (1777-1784). Greinarnar voru mislangar, stundum var bara stutt skýring en þar voru einnig að minnsta kosti 75 lengri greinar. Sú lengsta var um skurðlækningar, náði yfir 238 blaðsíður og hefði hæglega getað verið gefin út sem sérstök bók. Ekki er hægt að segja að upplýs- ingarnar hafi alltaf verið fræðilega réttar og stundum gætir vissra fordóma. Útskýringin á orðinu kona hljóðar til að mynda á þennan veg: The female of 10 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.