Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 15
voru gefm út 21 rit á árunum 1965-68 og fjölluðu þau um ýmislegt efni svo sem frumuna, mannslíkamann, könnun geimsins, veðrið, flug, hljóð og heyrn, reiki- stjörnurnar, hjólið svo dæmi séu nefnd. Um var að ræða rit sem voru þýdd úr ensku og upphaflega gefin út af bandaríska tímaritinu Life magazine. Fyrsta tilraunin til að gefa út heildstætt alfræðirit að erlendri fyrirmynd verður samt að teljast útgáfa sú sem Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið stóð að í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Upphaflega var ætlunin sú að gefa út eitt alfræðirit í einu bindi en útgáfan tafðist og þess í stað var ákveðið að gefa út sérbækur um hvert efnissvið. Var ritröðin nefnd Al/rœði Menningarsjóðs. Til þessarar útgáfu teljast eftirfarandi rit: Bókmenntir eftir Hannes Pétursson, Haqfræöi eftir Ólaf Björnsson, íslandssaga I-II eftir Einar Laxness, íslenzkt skáldatal I-II eftir Hannes Pétursson og Helga Sæmundsson, íþróttir I-ÍI eftir Ingimar Jóns- son, Lœknisfræði eftir Guðstein Þengilsson, Lyfjafrœði eftir Vilhjálm G. Skúlason, Stjörnufrœði - Rímfræði eftir Þorstein Sæmundsson og Tónmenntir I-II eftir Hallgrím Helgason. Þessar bækur voru fyrstu uppsláttarritin sem gefin voru út á íslensku þar sem upplýsingunum var raðað á kerfisbundinn hátt (í stafrófsröð) ef frá eru taldar orðabækur. Voru þau mikið notuð og hafa enn gildi þó að um það bil aldarfjórðungur sé liðinn frá nýjustu prentun þeirra yngstu. Á svipuðum tíma gaf bókaforlagið Bjallan út nokkrar þýddar bækur í ritröð sem nefnd var Alfræði barnanna. Eins og flestum lesendum er eflaust kunnugt var tilgangur Bjöllunar fyrst og fremst sá að gefa út fræðsluefni fyrir börn og unglinga. Fimm konur í bókasafnsfræðinga- og kennarastétt stofnuðu forlagið í mars 1973 og byrjuðu á því að gefa út áðurnefnda ritröð og urðu ritin alls tólf. Samkvæmt upplýsingum frá skólabókavörðum er enn eftirspurn eftir þessum bókum. Árið 1977 kom svo fyrsta frum- samda íslenska fræðibókin fyrir börn út hjá Bjöllunni en það var Þorskurinn eftir Hjálmar Vilhjálmsson og Kolbrúnu Sigurðardóttur. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið. Á níunda áratugi síðustu aldar var enn farið að undirbúa útgáfu heildstæðs alfræðirits að erlendri fyrirmynd sem átti að koma út sem ein bók. Stóð bókaútgáfan Örn og Örlygur að þeirri útgáfu og kom íslenska alfrœðiorðabókin út í þremur bindum árið 1990. Hún var byggð á dönsku alfræðiriti, Fakta, Gyldendals etbinds leksikon og var sérdönsku efni sleppt en íslensku bætt við í staðinn. Má því segja að hún sé réttnefnd íslensk alfræðibók. Hefur hún reynst ómetanlegt hjálpargagn jafnt á heimilum íslendinga sem í skólum og á bókasöfnum. Fjórum árum síðar kom svo út Alfrœði ungafólksins hjá sama útgefenda. Var hún einnigbyggð á erlendri fyrirmynd, í þetta sinn The Dorling Kindersley Children’s IUustrated Encyclopedia. Efni hennar var að mestu leyti þýtt úr ensku en frumsömdu íslensku efni fléttað saman við. Þannig eignuðust íslendingar loks á tíunda áratug síðustu aldar alhliða uppflettirit sem standast fylli- lega samanburð við sambærilegar erlendar útgáfur. Við eigum þó enn eftir að eignast íslenskt alfræði- rit á Netinu. Netið Aðgangur íslendinga að alfræðiefni á Netinu batnaði til muna eftir að samningar náðust árið 1999 um landsaðgang að Britannica Online. Á heimasíðu huar.is er þar að auki að finna tengla á eftirfarandi alfræðigagnasöfn: Grove’s Dictionary o/ Art, The New Groue Dictionary ofMusic and Musicians, The New Groue Dictionary of Opera, Caplex (norskt alfræðisafn), ENCARTA og World Fact Book. Að sjálfsögðu úir og grúir af ýmisskonar alfræði- ritum á Netinu. Á heimasíðu Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns eru tenglar í mörg gagnasöfn, bæði almenn og sérhæfð. Ef farið er inn á google.com og slegið inn orðið encyclopedias þá koma upp ótal alfræðirit sem hægt er að skoða og fletta upp í en aðeins örfá hafa samt unnið sér sess sem áreiðan- legar og umfangsmiklar nethandbækur. í þessu stutta yfirliti hefur verið stiklað á stóru í sögu alfræðirita. Ég hef aðeins nefnt örfá rit af því tagi en mér finnst viðeigandi að enda þennan pistil með því að taka undir fleyg orð Aristótelesar: Þráin eftir þekkingu er hverjum manni í blóð borin. Heimildaskrá 1. Alfrœði íslenzfe = Islandsk encyclopœdisk litteratur. Koben- havn: Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litter- atur, 1908-1918. 3 b. 2. Alfrceði unga fólksins. Fróðleiksnáman. Sigríður Harðar- dóttir, Hálfdan Ómar Hálfdansson (ritstj.) [Reykjavík]: Örn og Örlygur, 1994. 3. Andersen, Axel. Handbpgernes hándbog. Kobenhavn: Sesam, 1979. 4. Bartlett, John. Familiar Quotations. A Collection of Passages, Phrases and Prouerbs Traced to their Sources in Ancient and Modern Literature. 13th ed. Boston: Little, Brown and Co., [1955]. 5. Brondums Encyklopœdi. Redaktion: Peer Bentzen ...[et al.]. Kobenhavn: Brondum, 1994. 6. Darnton, Robert. The Business of Enlightenment. A Publishing History o/ the Encyclopédie 1775-1800. Cam- bridge, MA: Belknap Press of Harvard University Press, C1979. 7. Diderot, Denis.-Encyclopédie ou Dictionnaire raisonné des Sciences, des Arts et des Métiers 1751-1772. Les.articles les plus significatifs de Diderot, d’Alembert ... Choisis et présentés par Alain Pons. [Paris]: J’ai lu, [1963]. 8. Dóra Hafsteinsdóttir. „íslenska alfræðiorðabókin. Lýsing á viðamiklu orðabókarverkefni." Orð og tunga, 5. árg. 2001, bls. 13-22 9. Einar Laxness. íslandssaga I-II. Reykjavík: Menningar- sjóður, 1974-77. 10. Einbinder, Harvey. The Myth o/ the Britannica. London: MacGibbon & Kee, 1964. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.