Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 22
Aðgangur Tilvist sérhvers þjóðbókasafns byggist annars vegar á safnkostinum og varðveislu hans og hins vegar á góðum aðgangi að honum. Vefsafn er engin undan- tekning en það er ekki sjálfgefið hvernig aðgangi skuli háttað því um er að ræða sjálfstæðan stafrænan miðil og erfitt að veita samskonar aðgang og að hefðbundnu safnefni. Efnið höfðar bæði til fræði- manna og almennings en aðgangur verður að vera samkvæmt réttmætum þörfum og höfundarréttar- lögum. Því þarf að tryggja að reglum verði fylgt en tilsvarandi við annað efni er ekki gert ráð fyrir að tekið verði gjald fyrir aðganginn. Ennfremur verður að tryggja að ekki verði hægt að misnota vefsafnið til að fá aðgang að efni sem eingöngu er til afnota gegn gjaldi. Bókasöfn leggja mikla áherslu á bókfræðilega skráningu safnkostsins og því er eðlilegt að skoða hvort hægt er að beita þeirri aðferð við vefsafn. Bók- fræðileg skráning er tímafrek en vissulega möguleg ef safnið er mjög lítið, t.d. eins og í Ástralíu þar sem vefsafnið er hluti af áströlsku bókaskránni og í Library of Congress þar sem um er að ræða tak- markað efni. Þegar vefsafnið verður mjög fjölbreytt og stórt eins og það íslenska er bókfræðileg skráning alltof tímafrek og verður því að nota aðrar aðferðir en það varð einmitt niðurstaðan í lokaskýrslu [12]sem gerð var um Minerva verkefnið hjá Library of Congress. Þess ber einnig að gæta að áhugasvið þeirra sem væntanlega hafa áhuga á að fá aðgang að vefsafninu eru margvísleg. Almenningur, fræðimenn, blaðamenn og fleiri hafa áhuga á efnisinnihaldi vefsafnsins og munu hafa þörf fyrir að skoða það í tíma og rúmi. Sumir notendur hafa áhuga á að rannsaka miðilinn sjálfan og þróun hans, og aðrir hafa áhuga á að rannsaka vefsafnið m.t.t. þeirra margvíslegu gagna sem þar er að finna og draga þaðan fram ýmsa tölfræði og gögn, hvort heldur er í fræðilegum- eða viðskiptalegum tilgangi. Safnið þarf að huga að því hvernig það verði framkvæmt, t.d. hvort það veitir ákveðna þjónustu á þessu sviði. Fyrir umsjónarmenn vefsafnsins er aðgangur bráðnauð- synlegur til að þeir geti fylgst með hvernig til tekst með að safna efni Vefsins. Eins og áður er getið ákváðu norrænu þjóð- bókasöfnin árið 2000 að sameinast um að þróa forrit (NWA) og aðferðir til að veita aðgang að vefsafni sem byggir á sömu aðferðum og notaðar eru við aðgang að Vefnum. Allur texti sem finnst í þeim vefskjölum sem safnað hefur verið, hvort sem þau eru á HTML eða öðru lesbæru formi eða hluti af myndskjölum, er dreginn út og fluttur í sérstaka skrá sem notuð er til að gera efnisyfirlit yfir allan textann. Til er fjöldi forrita til að gera efnisyfirlit yfir vefsíður, en fæst þeirra er hægt að fá til afnota og ráða mörg þeirra jafnvel ekki við það mikla gagnamagn sem um ræðir. NWA verkefnið notar leitarforrit frá norsku fyrirtæki, Fast Search & Transfer (FAST) [13] og hefur það verið aðlagað að þörfum NWA svoþað ráði við margar útgáfur af sömu vefsíðunum. Einnig var hannað vefviðmót sem gerir kleift að leita í efnisyfirlitinu og skoða hvaða vefsíðu sem er. Forritin eru tilbúin og er verið að setja þau upp í Landsbókasafni og á hinum Norðurlöndunum og eru þau til frjálsra afnota fyrir alla. Þessi aðgangur gefur notanda kost á að leita í vefsafninu á sama hátt og hann er vanur á Vefnum en til viðbótar kemur að hann getur fylgt vefslóðum eða málefnum yfir ákveðið tímabil eða skoðað ákveðið þversnið af Vefnum. Eftirfarandi er dæmi um hvernig viðmótið lítur út. Á myndinni sést að leitað hefur verið eftir strengnum „nyheter nosp“ og hafa fundist 13 vefskjöl sem innihalda strenginn í 3 vefslóðum (URL). Notandi getur valið að skoða hvaða skjal sem er. Mynd 2 Þegar ákveðið vefskjal er valið (t.d. 1. frá 2002-11- 12) birtist það ásamt tímastiku sem gefur kost á að fylgja vefskjalinu fram og aftur í tíma. Einnig er hægt að fylgja hvaða vefslóð sem er í skjalinu. Mynd 3 Fyrir þá sem hafa áhuga á vefsafninu sem gagna- safni þarf að búa til ýmis greiningarforrit og - tól þar sem beitt er tölfræði og greiningaraðferðum til að ná fram gögnum og upplýsingum. Dæmi um afurð sem 20 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.