Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 26
upplýsingaöflunarferlinu. Fræðimenn þekkja innviði greinarinnar, aðferðir og kenningar, helstu höfunda, þekkta háskóla og rannsóknastofnanir. Þeir hafa ómældan áhuga á viðfangsefnum sínum og reynist einfalt af fikra sig eftir heimildaskrám, neðanmáls- greinum og ábendingum frá kollegum sínum. Stúdentar hafa nauman tíma og offneta hæfni sína til að leita heimilda. Þeim reynist oft óyfirstíganlegt að þrengja viðfangsefnið, spyrja réttu spuminganna og komast af við hugtaka- og orðanotkun í tölvuskrám. Fyrir þeim er aðalatriðið að finna eitthvað fljótt sem nægir þeim til að ljúka verkefninu og standast matið. Vorið 2002 vaknaði áhugi höfunda á því að fylgjast með í hve miklum mæli nemendur í Kennarahá- skólanum notuðu heimildir af Netinu. „Samningur um landsaðgang að erlendum gagnasöfnum" hafði þá verið í gildi frá því haustið 2000 og árið 2001 var samið við sex útgefendur um aðgang að tímaritum á rafrænu formi (Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 2002:47). Það var því freistandi að skoða hvort hægt væri að sjá hvort betra aðgengi að tímaritum kæmi fram í aukinni notkun þeirra. Auk þess langaði höfunda til að fá staðfest hvort hinn prentaði safnkostur Kennaraháskólans svaraði þörfum nemenda skólans. í þessari grein er reynt að svara tveimur spumingum: 1. Hvers konar heimildir nota nemendur í Kennara- háskóla íslands í lokaverkefnum til Bachelor-gráðu (hér eftir kölluð B-gráða) og í meistara- prófsritgerðum (M-gráða)? 3. Hvemig er aðgengi nemenda að þeim heimildum? Aðferð Til að svara fyrri spumingunni em greindar heimildaskrár allra lokaverkefna til Bachelor-gráðu (B.A., B.Ed. og B.S.) og meistaraprófsritgerða (M.Ed.) sem var skilað á ámnum 2002 og 2003. Þessi athugun er því byggð á alls 326 heimildaskrám. Taflal Fjöldi heimildaskráa Algengast er að einn höfundur sé að hverju verki Tafla 3 Ritaeign í KHÍ Bækur Til i KHÍ [ Gegni Finnast ekki isl. bækur N: 266 88% 95,5% 4,5% Erl. bækur N: 267 58,8% 72,3% 27,7% (203), tveir unnu saman í 116 tilvikum og þrír höfundar em að sjö verkefnum. Allar meistaraprófsritgerðir em eins manns verk. Lokaverkefni til B-gráðu vom á þessu tímabili öll þriggja eininga en meistaraprófsritgerðirnar vom frá tíu einingum upp í 30 einingar. Allar heimildir em greindar eftir formi og flokkaðar í fjóra flokka, bœkur, tímarit, vefheimildir og aðrar heimildir. Þegar vísað er í bók á vef er hún fyrst og fremst talin með bókum. í flokknum aðrar heimildir em talin viðtöl, myndbönd, sjónvarps- og útvarpsþættir, dagblöð, handrit, fyrirlestrar, bréf og lög og reglugerðir. Skoðað er hvort heimildafjöldi sé ólíkur eftir því hvort nemendur stunda gmnnnám eða framhaldsnám, hvort þeir em í staðnámi eða fjamámi og hvort munur er á milli ára. í gmnndeild skólans er stundað nám til B.A-., B.Ed,- og B.S.-gráðu og á þessum ámm luku nemendur prófi á fjórum brautum, gmnnskólabraut, íþróttabraut, leikskólabraut og þroskaþjálfabraut. Á gmnnskólabraut og leikskólabraut vom brautskráðir bæði staðnemar og fjarnemar en á þroskaþjálfabraut hófst Qamám ekki fyrr en haustið 2002 svo þar em aðeins skoðuð verkefni úr staðnámi. Á íþróttabraut hefur ekki verið boðið upp á fjarnám að öðm leyti en því að árið 2002/03 bauðst íþróttakennurum að bæta við sig eins vetrar námi í heilsuþjálfun. Þeir unnu B.S.-verkefni og vom brautskráðir með B.S.-próf. Allir nemendur sem stunda meistaranám em í fjarnámi. Til þess að kanna hvort hlutaðeigandi rit séu til í Kennaraháskólanum eða í öðmm Gegnissöfnum er öllum heimildum í 34 verkefnum (30 lokaverkefnum og fjómm meistaraprófsritgerðum) flett sérstaklega upp í Gegni. Athugað er hvort öll erlend tímarit sem vom notuð séu til í íslenskum söfnum og/eða í landsaðgangi. Einnig er gengið úr skugga um hvort vefheimildimar sé enn að fmna á sömu vefslóðum. Heimildaskrár Þótt meðalheimildaskráin sé yfirleitt í kringum 20 heimildir í lokaverkefnum til B-gráðu er fljótiegt að sýna fram á að í rauninni er engin meðalheimildaskrá til. Vísað er í frá tveimur upp í 75 heimildir í verkefni þannig að spönnin er víð. í meistaraprófsritgerðum er hún enn víðari, þar er vísað í frá 30 heimildum upp í 127 heimildir. Eins og við mátti búast munar miklu á Qölda c Meistaranám N=18 Þroskaþjálfabraut N=23 Leikskólabraut N=59 íþróttabraut N=39 Grunnskólabraut N=185 0 10 20 30 40 50 60 70 80 N: Fjöldi ritgeröa Mynd 1 Meðalfjöldi heimilda heimilda í meistaraprófsritgerðum og lokaverkefnum þeirra sem eru að ljúka Bachelor-gráðu. Mynd 2 er kassarit sem sýnir 50% allra heimilda innan kassanna. Hinn helmingurinn dreifist á mun breiðara bil í meistaraprófsritgerðunum en í B-verkefnunum. í tæplega 6% þeirra síðamefndu eru heimildaskrár með fleiri en 40 heimildir (strikið nær ekki til þeirra vegna þess að þær em einfarar utan ákveðinna marka). 24 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.