Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 30

Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 30
viðfangsefnum sem er veittur lítill tími í náminu en hafa vakið áhuga nemenda. Á hverri braut eru margir leiðbeinendur og efnisval er fjölbreytt innan hvers árs. Eiginleg rannsóknarverkefni eru þó ekki mörg enda eru verkefni til B-gráðu metin til fárra eininga. Þegar litið er til lengri tíma er algengt að skrifað sé um svipuð efni, t.d. kennslu í ákveðnum greinum, samskipti, leik barna, Downs heilkenni o.s.frv. Það kemur ekki á óvart að nemendur reyni að nota sem mest íslenskt efni ásamt erlendum ritum sem þeir hafa greiðan aðgang að í Kennaraháskólanum. Aðgengi nemenda að heimildum er misgott. Úrtak heimildaskránna sem skoðað var til að kanna hvort ritakostur í KHÍ samsvaraði þörfum nemenda var of lítið til að það geti gefið annað en veikar vísbend- ingar. Samkvæmt því reyndist tæplega 90% íslenskra bóka og innan við 60% erlendra vera til í safninu. Ekki er þó hægt að álykta annað en nemendur eigi greiðan aðgang að bókum vegna þess hvað þær eru hátt hlut- fall heimilda. Aðgangur að tímaritum var ekki einungis skoð- aður með úrtaki heldur var gengið úr skugga um að hægt er að finna rúmlega 60% allra tilvitnaðra greina í prentuðum tímaritakosti Kennaraháskólans. Þar við bættist landsaðgangur sem hefur greinilega áhrif á hvað vísað er í mörg mismunandi erlend tímarit í staðinn fyrir að notaður sé ákveðinn kjarni eins og á við með íslensku tímaritin. Þetta gæti bent til þess að fyrstu heimildirnar sem fram koma við leit í gagna- söfnum séu valdar án tillits til hvort þar er endilega um að ræða virtustu tímaritin á því efnissviði. Hér þarf þó líka að hafa í huga ólíkt efnisval og einnig má geta þess að sumar ritgerðirnar eru skrifaðar erlendis og ýmiss konar aðrar heimildir tiltækar með öðrum ráðum en að snúa sér bókasafns Kennaraháskól- ans.Vissulega eru ýmis virt tímarit á mörgum fræða- sviðum í landsaðgangi en hann er óstöðugur og dæmin sýna að prentuðum áskriftum hefur verið sagt upp í söfnum og rafræna gerðin hefur horfið úr landsaðgangi skömmu síðar. Niðurstöðum okkar um aðgengi að vefheimildum ber saman við þær athuganir sem vísað er til hér að framan. Við því má búast að milli 10 og 20% af því finnist ekki eftir tiltölulega skamman tíma, bæði vegna ónákvæmrar heimildaskráningar og vegna þess að efni á vef reynist vera óstöðugt. í athugun okkar skoðuðum við fleiri atriði sem ekki er fjallað um í þessari grein, þ.á m. gerð heimilda- skránna, tilvísanakerfi o.fl. Slíkar upplýsingar nýtast fyrst og fremst í umræðu innan Kennaraháskólans um hvernig víkka má sjóndeildarhring nemenda við leit og öflun heimilda og hvernig haga á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum. Heimildaskrá Bodi, Sonia: How do we bridge the gap between what we teach and what they do? Some thoughts on the place of questions in the process of research. The Journal of Academic Librarianship, 2002 28,3:109-114. Burton, Vicki Tolar og Scott A. Chadwick: Investigating the practices of student researchers. Patterns of use and criteria for use of Internet and library sources. Computers and Composition, 2000 17:309-328. Casserly, Mary F. : Web citation availability. Analysis and implications for scholarship. College & Research Libraries 2003 64,4:300-317. Davis, Philip S.: The effect of the Web on undergraduate citation behavior. A 2000 update. Coilege & Research Libraries 2002-60. Grimes, Deborah J. og Carl H. Boening: Worries with the Web. A look at student use of web resources. Coliege & Research Libraries 2001-23. Guðrún Pálsdóttir: Innan seilingar. Upplýsingaleiðir vísinda- manna og öflun heimilda. Bókasafnið 2000 24:38-45. Herring, Susan Davis: Faculty acceptance of the World Wide Web for student research. Coliege & Research Libraries 2001 62,3:251-258. Herring, Susan Davis: Use of electronic resources in scholarly electronic journals. A citation analysis. College & Research Libraries 2002 63,4:334-340. Kennaraháskóli íslands. Náms- og kennsluskrá hásfeólaárið 2001- 2002. Rv., Kennaraháskóli íslands, 2001. Kennaraháskóli fslands. Náms- og kennsluskrá hásfeólaárið 2002- 2003. Rv., Kennaraháskóli íslands, 2002. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Ársskýrsla 2000. [Rv.], Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, 2002. Lönnqvist, Harriet: Humanister söker information eller „Mötet med den litauiske skoputsaren". Intervjuunder- sökning bland humanistiska forskare i Norden. Esbo, NORDINFO, 1988. Malone, Debbie og Carol Videon: Assessing undergraduate use of electronic resources. A quantitative analysis of works cited. Research Strategies 1997 15,3:151-158. Summary References in final papers (Bachelor degree and Master degree) at Iceland University of Education The article investigates the use of references in 308 final papers of undergraduates and 18 M.Ed.-dissertations at Iceland University of Education (IUE) in the years 2002 and 2003. The references were analyzed to determine the type of work cited and looked up to fmd if the resources were accessible for the students. The findings revealed differ- ences between undergraduates and postgraduates in the number of works cited, the language of the documents and the use of periodicals. The former preferred materials in Icelandic and used fewer periodicals. Within the under- graduate group there was a slight difference found between programmes but almost no difference between local and distant learners. All documents and web resources cited in a sample of papers were searched for in Gegnir, the library system, in databases provided by www.hvar.is and in Google to certify the access. The total number of references was 7644, books 60,5%, periodicals 13,8%, web resources 12,9 and other resources 12,8%. 14% of the Icelandic web resources and 18% of foreign web resources cited were not retrievable in February 2004. The library of IUE owned almost 90% of Icelandic books cited and 60% of foreign books. 74% of foreign periodicals cited were accessible either in Icelandic libraries or on the web (www.hvar.is and open websites). 28 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.