Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 33

Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 33
dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. í upphafi þessarar vinnu var notuð sama tækni og nýtt hefur verið með góðum móti á íbúaþingum þar sem menn mæta og skrifa nafnlaust á gula miða bæði kosti og galla á starfseminni. Voru allir starfs- menn boðaðir til þessara funda snemma í maí og kom fram á þessum fundum mjög mikil óánægja og gagnrýni á margt í safninu sem túlka mátti sem ákall á róttækar breytingar. Þessum ábendingum var safnað saman og samantektin skilgreind á fundi með öllum starfsmönnum tveimur vikum seinna. Næsta þrep í þessari vinnu var síðan að ræða við starfsmenn, bæði þá sem höfðu einhverju leiðandi hlutverki að gegna innan safnsins og jafnframt var öllum boðið til viðtals við ráðgjafana. Hver sá starfs- maður sem óskaði að leggja orð í belg gat rætt við ráðgjafana og voru öll þessi viðtöl trúnaðarmál. í þessum ferli mótaðist smátt og smátt hugmynd að nýju skipuriti eða öllu heldur skipulagi því skipan mála í safninu er ekki nema í grófum dráttum túlkað í gegnum teikninguna sjálfa. Var augljóst eftir því sem fleiri lögðu orð í belg að nauðsyn var á breyttri skipan mála. Fyrsta október 2003 var innleitt nýtt skipurit eftir að reglugerðarbreyting hafði verið samþykkt í menntamálaráðuneytinu. Ekki var hægt að innleiða nýtt skipurit fyrr en búið var að breyta reglugerðinni sem skilgreindi í smáatriðum hverjar deildir skyldu starfa. Ekki mátti heldur reglugerðin ganga í berhögg við gildandi lög og því varð að vinna þessa breytingu í fullu samræmi við heimildir í lagatextanum. í nýja skipuritinu eru nú þrjú svið: rekstarsvið, varðveislusvið og þjónustusvið og er hverju þeirra stýrt af sviðsstjóra. Tvær deildir hafa verið lagðar niður, þ.e. aðfangadeild og skráningardeild. Verkefn- um þessara deilda hefur verið skipt á sviðin enda verklag við þá starfsemi við íslenskt efni annars vegar og erlent efni hins vegar mjög mismunandi. Kjarnastarfsemi varðveislusviðs, sem stýrt er af Kristínu Bragadóttur, snertir þjóðbókasafnið og menningararfinn sem geymdur er í skráðum heimildum landsmanna, prentuðum og óprentuðum. Á varðveislusviði eru tvær deildir, þjóödeild, þar sem dr. Þorleifur Jónsson er í forsvari og handritadeild sem stýrt er af nýjum forstöðumanni, Erni Hrafnkelssyni. Mikilvægasta samhengið þar er ísland og það sem íslenskt er. Kjarninn í starfsemi þjónustusviðs, sem stýrt er af Áslaugu Agnarsdóttur, er hin almenna þekk- ingarveita í þágu landsmanna, atvinnulífs og háskóla- samfélagsins. Á þjónustusviði eru tvær deildir, upp- lýsingadeild sem Halldóra Þorsteinsdóttir stýrir og útlónadeild þar sem forstöðumaður er Bryndís Ingvarsdóttir. Samhengi þjónustusviðs er alþjóða- samfélagið. Á þessu sviði er hraði og góð þjónusta við notendur einn mikilvægasti árangursþátturinn með áherslu á rafrænan aðgang að heimildum. Rekstrarsvið sem er í höndum Eddu G. Björg- vinsdóttur, fjármálastjóra, er ramminn utan um alla innri þjónustu sem fagsviðin þurfa á að halda til að sinna notendum safnsins sem best. Þetta er þjónusta eins og fjármál, starfsmannamál, rekstur húsa, svo og tölvuþjónusta og upplýsingatækni. Rekstrarsvið er þjónustusvið inn á við í safninu. Ein gagnger breyting sem snertir almenna stjórn- un er sú að nú starfar innan safnsins framkvæmda- ráð. í því sitja landsbókavörður, aðstoðarlandsbóka- vörður og sviðstjórarnir þrír. Ráðið er vettvangur æðstu stjórnenda safnsins til að fara yfir málefni þess og ræða þær ákvarðanir sem þarf að taka. Ráðið hittist yfirleitt í hverri viku. Þar eru tekin öll mál sem snerta sameiginlegar ákvarðanir um starfsemina. Þar með er samræming og samhæfing verkefna auð- veldari og forgangsröðun verkefna er unnin af þeim sem bera mesta ábyrgð innan safnsins. Safnráð heldur áfram að vera til og í því eiga sæti, auk fram- kvæmdaráðsins, allir fjórir forstöðumenn deilda og starfsmannastjóri. Safnráð hefur meira stefnumót- andi hlutverk og mun hittast ársfjórðungslega. Önnur nýung í þessu nýja skipulagi er að starf- semi innan hverrar deildar hefur verið skipt upp í faghópa og þjónustuhópa þar sem fengnir hafa verið til liðs starfsmenn með sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum. Munurinn á faghóp og þjónustuhóp er í meginatriðum sá, að þjónustustjórar stýra verkefn- um sem eru hugsuð sem þjónusta út á við, en fag- stjórar stýra innri verkferlum. Fagstjórum og þjón- ustustjórum er falið samræmingarhlutverk og verk- stýring innan síns hóps. Þetta táknar að í raun eru komnir verkstjórar út um allt safn sem sinna dag- legum verkum. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir voru tilbúnir til að axla aukna ábyrgð og stjórn á starfsemi sem næst þeim liggur. Alls eru fagstjórar og þjónustustjórar nálægt 20 talsins og starfa undir forstöðumönnum hverrar deildar, en auk þess er Hildur Gunnlaugsdóttir gæða- stjóri skráningar og annast gæðamál allrar skrán- ingar í safninu, þvert á deildir. Eftirfarandi hópar hafa tekið til starfa: Á þjónustusviði í útlánadeild Þjónustu og umönnun efnis: Laufey Jóhannesdóttir Námsbókasafns: Hildur Heimisdóttir Aðföng á erlendu efni: Bryndís ísaksdóttir Flokkun og skráning erlend efnis: Auður Gestsdóttir Á þjónustusviði í upplýsingadeild Upplýsingaþjónusta og notendafræðsla: Ingibjörg Árnadóttir Landsaðgangur að rafrænum gögnum: Sveinn Ólafs- son Tímaritahald: Sigríður Lára Guðmundsdóttir BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 31

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.