Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 38

Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 38
Aðgerðir innfela þær sem teknar eru af ríkis-, svæðis- eða sveitastjórnum og yfirvöldum og af öðrum aðilum sem ekki tilheyra opinberum yfir- völdum, en hefur verið úthlutað valdi frá þeim.“ GATS-samningurinn nær því frá vöggu (ljós- mæður) til grafar (útfararstofur), frá hinu léttvæga (skóburstun) til hins lífsnauðsynlega (hjartaskurð- lækningar), frá hinu persónulega (hárklipping) til hins félagslega (grunnskólamenntun), frá óskum okkar (smásala á leikföngum) til grunnþarfa (dreifing á vatni). Og hann tekur til allra hugsanlegra aðgerða sem stjórnvöld, sama á hvaða stigi þau eru, geta gripið til ef þessar aðgerðir í einhverju snerta þjón- ustu og sölu á henni. Og hann tekur til faglegra sam- banda, staðlaráða, stjórna skóla, spítala og háskóla og annarra þeirra aðila sem að einhverju leyti fara með vald sem þeim er úthlutað frá stjórnvöldum. Eða eins og fyrrum framkvæmdastjóri WTO orðaði það: GATS „nær til málaflokka sem aldrei fyrr hafa verið kenndir við viðskiptastefnumál (trade policy)“. Að mati BSRB hefur GATS-samningurinn ýmsa eiginleika sem eru sérstakir og hann deilir ekki með öðrum samningum WTO. Þá er fyrst til að taka að þær skuldbindingar sem hvert ríki undirgengst við undir- ritun samningsins sem og þegar það fellir einstaka geira þjónustu undir hann, eru nánast óafturkræfar. Ekki má hnika skuldbindingu til fyrr en í fyrsta lagi að þremur árum liðnum og þá aðeins að allir aðilar WTO séu því samþykkir. Sé svo ekki, koma fram kröfur um bætur, annað hvort í formi frekari skuldbindinga á nýjum sviðum eða hreinlega í formi fjárhagslegra skaðabóta. Til að útkljá þessi mál hefur WTO sérstakan dóm- stól, skipaðan hverju sinni sérhæfðum viðskipta- lögfræðingum sem einungis líta þröngt á lagabókstaf samningsins sjálfs við úrskurð ágreiningsmála. Gagn- rýnt hefur verið að þá víki viðskiptasjónarmið öðrum sjónarmiðum sem varða hagsmuni almennings, svo sem tilhögun heilsugæslu eða umhverfismála úr vegi. Úrskurðum dómstólsins verður ekki áfrýjað. Þetta valdboð sem fylgir samningum WTO gera þá í raun eðlislega frábrugða öðrum alþjóðlegum samningum. Þetta þýðir að ákvarðanir einstakra ríkisstjórna sem eru áhugasamar um útvíkkun GATS-samnings- ins, festa í sessi um ókomna framtíð þau gildi sem í samningnum eru falin. Þeir fýrirvarar sem kunna að hafa verið settir í skuldbindingaskrám, liggja sífellt undir þrýstingi um að verða felldir brott, auk þess sem enginn aðili getur séð inn í framtíðina. Þetta skiptir máli þar sem einungis gefst eitt tækifæri, þ.e. við undirritun skuldbindinga að skrá inn skilyrðingar um að ákvæði samningsins gildi ekki með fullum þunga. Þar með eru lýðræðisleg réttindi komandi kynslóða skert með óviðunandi hætti, sérstaklega þegar horft er til þess að ákvarðanir um tilurð samn- ingsins og útfærslu hans hafa verið og eru teknar af lokuðum hópi og almenningur hefur ekki haft að- stöðu til að koma skoðunum sínum og athuga- semdum á framfæri. Þessi gagnrýni styrkist enn fremur þegar horft er til þess að ýmis lykilákvæði í GATS-samningnum voru skilin eftir ófrágengin og er vinnu við þau enn ekki lokið. Hér er átt við greinar sem snúa að reglum á heimamarkaði (domestic regulation), opinber innkaup (public procurement) og styrki (subsidies). Það er ljóst að þessar greinar eiga eftir að hafa úrslitaáhrif um hvernig GATS-samningurinn verður túlkaður í heild og þá ekki síst hvað varðar opinbera þjónustu. Því má segja að hingað til hafi menn skrifað upp á allar skuldbindingar varðandi viðskipti með þjónustu með bundið fyrir augu. Hvernig menn hafa talið sér fært að skrifa upp á nánast ævarandi skuldbindingar fýrir land og þjóð meðan að svo er háttað er erfitt að skilja. Annað sérkenni þessa samnings er að hann er sívirkur og ágengur. Síaukin markaðsvæðing eða progressive liberalization er sú lykilhugsun sem knýr samninginn áfram. Það sem ekki náðist að fella undir samninginn í þessari samningalotu á að ná fram í þeirri næstu. Þau skilyrði sem ríkisstjórnir settu upp við undirritun skuldbindingaskráa skulu hverfa þaðan burt við fyrsta tækifæri. Út á það ganga yfir- standandi samningaviðræður þar sem verið er að skiptast á kröfum og tilboðum. Endanlegt markmið GATS-samningins er því skýrt; að markaðsvæða þjóðfélagið út í hörgul, og er þá opinber þjónusta ekki undanskilin. Þeir sem líta GATS-samninginn jákvæðum augum hafa látið mikið með að hann sé sveigjanlegur og lýðræðislegur þar sem hann sé svokallaður „bottom- up“ samningur, sem þýðir að undir samninginn falli ekki aðrir þjónustugeirar en þau sjálf ákveði. Þetta er hins vegar ekki nema hálfsannleikur því GATS-samn- ingurinn er sannarlega einnig „top-down“ samn- ingur, ákveðin ákvæði hans ganga strax í gildi fyrir alla þjónustu allra þeirra landa sem undirrita hann. Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur skipt allri þjón- ustu upp í 12 meginflokka og styðst þar við svokallað CPC-flokkunarkerfi Sameinuðu þjóðanna. Hver þessara meginflokka skiptist síðan upp í fjölda undirflokka. Af þessum 12 aðalflokkum hefur ísland skrifað upp á skuldbindingar í einhverjum undir- flokkanna í níu flokkum og býðst í yfirstandi samningaviðræðum að bæta tveimur við. Undirflokk- arnir níu eru: Business S., Construction and Related Engineering, Financial S., Tourism and Travel related S., Transport S., Communication S., Distribution S., Environmental S. og Recreational, Cultural and Sporting S. Þeir þrír flokkar sem ísland hefur enn ekki fellt einhverja þjónustu með einhverjum hætti undir Markaðsaðgang og Þjóðlega meðferð eru: Educational S., Health Related and Social S. og „Other Services not included elsewhere". 36 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.