Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 41
unlimited Iiability, needs a concession, by the Ministry of Commerce, ifthe persons involved are non-residents. Hvað jafnréttismeðferð áhrærir segir ráðuneytið: „Þá heitir ísland því að veita jafnréttiskjör (National Treatment) þeim erlendu aðilum sem hér veita bóka- safnsþjónustu nema hvað varðar þann möguleika að hljóta niðurgreiðslur eða annan fjárhagslegan stuðn- ing. Á því sviði áskilja íslensk stjórnvöld sér rétt til að beina slíkum ívilnunum til innlendra aðila." Jafn- réttismeðferð þýðir í raun að ekki má mismuna inn- lendum og erlendum aðilum á sömu sviðum í neinu. Hefði þessi skilyrðing ekki verið sett í skuldbind- ingaskrána ættu erlend fyrirtæki eða aðilar sem hér vildu stofna bókasafnsútibú sama rétt á „niður- greiðslum eða öðrum fjárhagslegum stuðningi" og innlendir. Það má skjóta því inn að væntanlega hefði þessi skilyrðing eða varnagli verið óþarfur ef að GATS næði ekki til opinberrar þjónustu eins og haldið er fram, bókasöfn eru jú að yfirgnæfandi leyti á vegum opinberra aðila. Að þessari skilyrðingu slepptri eiga erlendir aðilar allan saman rétt og innlendir á sviði bókasafns- þjónustu. Engin frekari vörn er sett upp fyrir innlend bókasöfn. Þá ber að hafa í huga að allar frekari samninga- viðræður vegna GATS-samningsins ganga út á það annars vegar að bæta við nýjum þjónustugeirum undir samninginn og hins vegar að taka í burtu þær skilyrðingar sem ríki hafa þegar sett í skuldbind- ingaskrár sínar. Þessir varnaglar varðandi bókasafns- þjónustu eiga því eðli málsins samkvæmt undir högg að sækja því að samningurinn gerir í raun ráð fyrir að þeir verði fjarlægðir en ekki efldir. Loks er vert að hafa í huga að takmarkanir þær sem settar eru í skuldbindingaskrána vegna bóka- safnsþjónustu, varða réttinn til þess, eins og ráðu- neytið segir, að bókasöfn hljóti „niðurgreiðslur/fram- lög eða annan fjárhagslegan stuðning." Er þá rétt að benda á orðalag í láréttu skuldbindingaskránni, en þar segir: Rétturinn til niðurgreiðslna kann að vera bundinn við lögaðila á íslandi. (Eligibility for sub- sidies may be limited to juridical persons established within the territory of Iceland). Hér er ekkert kveðið upp úr um að erlendir aðilar kunni ekki að fá að njóta sömu réttinda. í öðru lagi, sem ekki er síður mikils- vert að hafa í huga í þessu sambandi er það sem kemur fram í fyrstu neðanmálsgreininni í Láréttu skuldbindingnunum en þar kemur fram að enn hafi ekki verið skilgreint hvað sé átt við með „niður- greiðslur" - fjárstuðningi eða subsidies. (*1) The. definition of subsidies remains to be determined in the context o/ negotiations under Article XV o/ the GATS.) Þessari vinnu er enn ekki lokið og því er ekki vitað hvernig skuli farið með niðurgreiðslur-fjárstuðning almennt undir GATS-samningnum. Því er alveg óljóst hvort þessi skilyrðing íslenskra stjórnvalda varðandi bókasöfn fái staðist í framtíðinni. Niðurstaðan gæti því orðið sú að þessar niðurgreiðslur séu óheimilar og innlend bókasöfn verði að keppa á jafnréttisgrund- velli við útibú eða ný fyrirtæki erlendra aðila. Annað hvort njóta allir niðurgreiðsla eða enginn. Hættan sem í því er fólgin fyrir innlend bókasöfn í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag er augljós. Engar kröfur eru gerðar til þess að bókasafn erlendra aðila skuli uppfylla einhverjar sérstakar lágmarkskröfur um bókasöfn af því tagi sem við íslendingar höfum vanist að telja eðlilegar til slíkra stofnana. Erlend bókasöfn geta hæglega fleytt rjómann ofan af „vinsæla bókamarkaðnum" og þarf ekki að leggja sig sérstaklega eftir innlendum höfundum, fræðibókum, gömlum bókalagerum o.s.frv. Með vísan til að þess að innlend bókasöfn séu á snærum hins opinbera og megi því ekki standa í samkeppni við einkarekstur þá þrengir það að þjónustuframboði þeirra og möguleikum á að skapa sér sértekjur, sem er krafa sem verður æ háværari. Hægt væri að benda á ýmis fleiri sértæk atriði sem þyrftu nánari skoðunar við, en rétt er að benda á hin almennu viðhorf sem koma fram í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Bókasöfn gegna samfélagslegu hlut- verki á meðan GATS-samningurinn ýtir á lausnir hins frjálsa markaðar og er þar með í mótsögn við þau samfélagslegu markmið sem sett voru með opin- berum bókasöfnum. Hér er því um stóra pólitíska ákvörðun og í raun stefnubreytingu að ræða. Hvar má finna þeim aðgerðum stoð í skýringum stjórnvalda? Að lokum stuttlega um opinbera geirann. Þegar ég sagði að öll þjónusta félli undir GATS þá er þar ein undantekning að því sem virðist, þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum. En hér er ekki allt sem sýnist og hart er deilt um túlkun ákvæða sem þetta varðar. Forráðamenn WTO halda því stíft fram að öll þjón- usta á vegum stjórnvalda sé undanþegin ákvæðum GATS. Þannig var haft eftir Mike Moore aðalfram- kvæmdastjóra WTO í The Guardian 26. feb. 2001: „GATS explicitly excludes services supplied by govern- ments". í sjálfum GATS-samningnum segir hins vegar í Gr.I:3: „For the purposes of this Agree- ment....“services“ includes any service in any sector except services supplied in the exercise of governmental authority; ..”a service supplied in the exercise of governmental authority” means any service which is supplied neither on a commercial basis, nor in competition with one or more service supplier." Hvorki „on a commercial basis“ né „in competition with one or more service supplier" er frekar skilgreint í GATS-samningnum. Túlkun þessara ákvæða er mjög mikilvæg og hefur hugsanlega mjög mikil áhrif á mögulega stefnu stjórnvalda á hverjum stað. Það sem virðist ljóst er að öll þjónusta sem veitt er á viðskiptalegum grunni eða í samkeppni við einn eða fleiri aðila, sama hvort þeir BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.