Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 42

Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 42
eru einkaaðilar eða opinberir aðilar, fellur undir hin bindandi heildarákvæði GATS-samningsins. Þar sem aðildarfélagar að WTO hafa undirritað sérstakar skuldbindingar gilda ákvæði um þjóðlega meðferð, einokun og markaðsaðgang um þá þjónustugeira sem skuldbindingar hafa verið undirritaðar gagnvart og þar með talda þjónustu veitta af opinberum aðilum ef í þeim geira ríkir samkeppni við aðra þjónustu- veitendur eða að hún er á viðskiptalegum grunni. Þar að auki mun þessi þjónusta lenda undir ákvæðum sem um kann að verða samið í framtíðinni, þ.m.t. reglugerðir á heimamarkaði, Domestic regulations. í skýrslu frá OECD frá 1994 er greining á þessu atriði GATS. Þar segir: „Undantekningin er varðar þjónustu veitta af ríkinu er skilyrt. Þar sem stjórnvöld starfa á viðskiptalegum grunni og/eða sem samkeppnisaðili við aðra þjónustuveitendur, þá er litið á þá opinberu starfsemi sem um einkaaðila væri að ræða.“ Hér má í lokin taka dæmi af bókasöfnum. Hvað kemur GATS-samningurinn bókasöfnum við, kann einhver að spyrja. Samtök bókasafnsfræðinga bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa um nokkurn tíma velt þéssu máli fyrir sér. Og komist að þeirri niður- stöðu að ef allt færi á versta veg að þá gætum við staðið frammi fyrir því að innan nokkurra ára verði þau ekki lengur til. Möguleikinn væri sá að þeim hefði verið lokað, þar sem starfsemi þeirra og styrkir hins opinbera til þeirra hefðu verið dæmdir sem viðskipta- hindrun fyrir einkaaðila sem hefðu haslað sér völl á svipuðu eða sama sviði. Fengu þau sérhæfðan lög- fræðing til að gera úttekt á málinu og hans niðurstaða var sú að kæmu ákvæði GATS með fullum þunga til framkvæmda, þá væri líklegt að þau myndu grafa undan þeim grunni sem opinber bókasöfn stæðu á, hvort sem um væri að ræða stofnanalegan grunn, fjár- mögnun, eða þær reglugerðir sem tilgreina starfsvið þeirra og tilgang. í framhaldinu skrifaði forseti banda- rísku bókasafnssamtakanna, American Library Associ- ation, Robert Zoellick viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna bréf og báðu um hans álit. Hann staðhæfði að bókasafnsfræðingar þyrftu engar áhyggjur að hafa. Skrifstofa hans hefði engar áætlanir um að draga úr hlutverki opinberra bókasafna í Bandaríkjunum. Spurningin er hins vegar hvort þessi orð hafa nokkuð vægi þegar til kastanna kemur og hvort þau séu ekki sett fram til að kasta ryki í augu gagnrýnenda. Hér hefur rétt verið tæpt á nokkrum atriðum varðandi þennan samning og þyrfti að halda lengi áfram til að gera honum þokkaleg skil. Það sem upp úr stendur er að svo virðist sem samningurinn sæki að rétti kjörinna stjórnvalda til að setja reglur og lög eins og hingað til. Hann ýtir undir markaðsvæðingu og skerðir umsvif og möguleika opinberrar þjónustu. Viðskiptahagsmunir eru ráðandi og aðrir hagsmunir, hvort sem þeir varða heilsu almennings eða um- hverfis, verða að víkja. GATS-samningurinn snertir mun fleiri fleti í mannlífmu en við höfum almennt gert okkur grein fyrir og ef við viljum reyna að beina honum í betri farveg, þá verðum við að kynna okkur hann og hefja um hann umræðu í þjóðfélaginu. Vefslóðir: Slóð EU fyrir skuldbindingar íslands http://tsdb.wto.org/wto/Public.nsf/FSetReportPredifinedAffi ch?OpenFrameSet&Frame=F_PredefinedReport&Src=_c5t rn8rpfalqm4r39ccn6ssr65ssmcp916kp3cdhhcgoj2p9g74o m6c9i6kr3gohg60o3co9n69j3abpm6go3gpho71h68dj46thj Celpccoj4d9m74r68clg69j3gpbl70vkap39eh26uorldlimst 00_ Slóð fyrir skuldbindingar eftir löndum: http://tsdb.wto.org/wto/Public.nsf/FSetPredefinedReportPO penFrameSet Slóð fyrir Gagnabanka WTO um GATS. http://tsdb.wto.org/wto/WTOHomepublic.htm Slóð að cpc(p) staðli WTO og Sameinuðu Þjóðanna sem GATS-samningurinn byggir m.a. á. http://unstats.un.org/unsd/cr/registry/regcs.asp?Cl=9&Lg=l &Co=96311 Slóð Eblida um GATS og WTO http://www.eblida.org/lobby/lobbying/gats/index.htm Slóð inn á upplýsingasíðu um GATS og bókasöfn http://www.libr.org/GATS/ Heimasíða WTO http:// www. wto. org/ Slóð á síðu WTO um GATS http://www.wto.org/english/tratop_e/serv_e/serv_e.htm Svör WTO við gagnrýni á stofnunina og GATS: Facts and fiction http://www.wto.org/english/tratop_e/serv_e/gats_factfictio n_e.htm Facing the Facts: A guide to the GATS debates", Scott Sinclair and Jim Grieshaber-Otto, Canadian Centre for Policy Alternatives, Mars 2002 http://www.policyalternatives.ca/publications/facing-the- facts.pdf An Assessment of the Impact of the General Agreement on Trade and Services on Policy, Programs and the Law Concerning Public Sector Libraries", by Steven Shrybman, 2001. http://www.cla.ca/resources/gats.pdf „The WTO and the Threat to Libraries“, Fiona Hunt., Progressive Librarian No. 18. http://libr.org/PL/18_Hunt.html The WTO/GATS Agenda for Libraries, Ruth Rikowski, (ATTAC) in 2002. http://attac.org.uk/attac/html/view- document.vm?documentID=120 Heimasíða WDM World Development Movement um GATS http://www.wdm.org.uk/campaign/GATS.htm Tenglasíða The Assembly of European regions um GATS. http://www.are-regions- europe.org/COMMUN/A214b8GATSDemoc.html The GATS agreement and libraries — Summary This articles gives an introduction into WTO's GATS agreement and how it can influence the library sector. Iceland is one of the few countries that has made a GATS commitment in that sector. 40 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.