Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 11
Við rústir œskuheimilis míns að Hátúni.
Hjá veggjarbroti afbænum mínum heima,
ég bið mér skjóls við þráðan endurfund.
Kuldinn nístir, kólgubakkar sveima
um kæra fjallasýn og dimmblá sund.
Við fótskörþína, flóans nægtabrunnar,
þú fagra perla í ríki náttúrunnar.
Eg átti hjá þér æskuglöðu vorin,
hver endurminning helguð þakkargjörð.
Iþínum faðmi þreytti eg fyrstu sporin,
og þú ert mínum fótum heilög jörð.
Nú grónar rústir geyma ofar orðum,
hið góða mannlíf sem hér ríkti forðum.
Hún segir honum deili á mér og hann segir sem svo að
jú, hann hafi þekkt Sigurð Óla, foður minn vel. „Það voru
nú margar vísur til eftir hann heima í Vigur,“ sagði hann.
Svo dregur Rannveig upp handritið mitt, hafði þá verið
með það í töskunni sinni, og sýnir Sigurði. Hann lítur á
það og segir: „Ja, ég fer bara með þetta til hans Péturs
Ólafssonar.“ Og þannig æxlaðist það að útgáfa á mínum
sögum hófst. Þessi bók, Haukur læknir, er því fyrsta bókin
sem kemur út eftir mig og þetta er líklega árið 1958.
Rannveig var líka kunnug Sigurði O. Björnssyni, sem
var forstjóri Bókaforlags Odds Bjömssonar á Akureyri.
Svo hún spyr hvort hún rnegi ekki skrifa Sigurði og inna
hann eftir möguleikum á frekari útgáfu á sögum mínum.
„Þú ræður nú líklega hverjum þú skrifar,“ sagði ég og lét
hana alveg sjálfráða um þetta.
Þá skrifar hún Sigurði og býður honum sögu til birtingar
í Heima er bezt, en hann var þá útgefandi þess. Hann tók
þessu mjög vel og birti fyrsta sögukaflann eftir mig í maí-
blaði þess árs, úr sögu sem heitir Sýslumannssonurinn.
Þeir höfðu reyndar þann háttinn á að þeir birtu sögurnar
íyrst í blaðinu og gáfu þær síðan út á bók. Og síðan má
segja að ekkert lát hafi orðið á, sögur mínar hafa birst í
Heima er bezt, sem framhaldssögur allt frarn á þennan dag.
Síðasta sagan
Ég er reyndar hætt að skrifa að mestu núna og ég hygg að
ein mín síðasta ef ekki alsíðasta saga hafi nú birst í Heima
er bezt. En þetta er mér engu að síður svo mikil ástríða að ég
er oft með pennann á lofti og að skrifa ýmislegt smærra,
mér til dægradvalar. Höndin er orðin stirð, sem á pennanum
heldur, en það er ntikil vinna sem liggur að baki hverri sögu.
Ég hef jafhan haft þann háttinn á að skrifa fyrst uppkast, síð-
an hreinskrifa ég einu sinni, og skrifa það svo upp aftur í
þriðja sinn. Og nú finnst mér þetta orðið of mikið í fang að
færast og hef lagt þennan þátt í lífi mínu að mestu á hilluna.
Og þegar ég horfi tilbaka og hugsa um alla þá vinnu sem
að baki liggur þessum sögum mínum, þá verður mér á að
velta fyrir mér, hvenær ég hafi eiginlega haft tíma til þess að
gera þetta. Hvemig gat ég komið þessu öllu í verk? Ég var
að athuga það fyrir nokkm síðan hvað þetta væri orðið mik-
ið og líklega eru sögumar mínar orðnar eitthvað um eða yfir
þrjátíu talsins, fyrir utan einstöku smásögur, sem ég hef
skrifað.
Vísur og ljóð hef ég líka gert nokkuð af að yrkja, þó ekki
hafi ýkja mikið af því efni birst opinberlega.
Sögurnar em nánast alltaf mitt eigið hugarfóstur, ég geri
ekki mikið af því að taka fyrirmyndir úr umhverfi mínu eða
persónur sem ég hef þekkt.
Ég var sem bam alltaf að biðja fólk að segja mér sögur, og
gömul kona, Halldóra Guðmundsdóttir, sem átti heima á
næsta bæ, sagði mér oft sögur og sagnir af atburðum sem
hún kunni. Hún var afskaplega ffóð og hafði farið víða. Ég
var sí og æ að koma til hennar og biðja hana að segja mér
sögu. Ég var orðin hálfgerð
plága á henni. „Kemur hún
að biðja um sögu,“ sagði
hún stundum, „ég er búin
að segja þér allt sem ég
kann.“ „Segðu mér þá bara
afiur það sem þú sagðir
mér fyrst,“ var ég þá vön
að svara.
Lesið hef ég mikið um
ævina og fóstru minni
þótti ég nú stundum með
heldur margar bækur á
náttborðinu. Þá voru bara
olíulampar að lesa við,
þeir brenndu olíu og hún
var svo sem ekki gefin þá
frekar en nú, og þurfti að
sækja hana í kaupstaðinn.
Hún var jafnan keypt á
brúsa á haustin og þurfti að endast yfir veturinn. En áfyll-
ingin á lampanum var nú stundum langt komin eða búin
þegar lestri bókarinnar lauk hjá mér. En hún fyrirgaf mér
nú það, blessunin hún fóstra mín.
Og þó sagan mín um Jensen skipstjóra gerist að mestu í
Noregi, þá hef ég nú reyndar aldrei komið þangað. Ég hef
þó haft tækifæri til þess að skoða heiminn ofurlítið, því
Fóstra mín, Margrét
Ferdinantsdóttir. Myndin er
tekin við heimili okkar í
Sandgerði.
Heima er bezt 107