Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 19
Örnólfur Thorlacius:
Tíminn og
hafið
Upphaf nútíma siglingafræði
Nú finna menn nákvœma hnattstöðu skips úti á rúmsjó - eða vélsleða á Vatna-
jökli — með tcekni sem styðst við merki frá gervitunglum á braut um jörð
(GPS). Til skamms tíma voru skip og flugvélar staðsett með kerfi miðunar-
stöðva á jörðu niðri (t.d. loran eða decca). En fram á 20. öld tóku sjómenn
mið af gangi sólar eða stjarna og af tíma.
Lengd og breidd
Landfræðingar og kortagerðarmenn
draga ímyndaðar línur eða bauga eft-
ir endilöngum hnettinum, á milli
norður- og suðurskauts. Þessir
lengdarbaugar eða hádegisbaugar,
eru tölusettir í hálfhring til austurs
og vesturs út frá núllbaug. Allir
staðir á núllbaugnum hafa lengd-
ina núll, síðan koma staðir með
austlæga og vestlæga lengd, allt að
180°. Löng hefð er fyrir því að núll-
baugurinn er dreginn í gegnum forn-
fræga stjörnurannsóknastöð í út-
hverfi Lundúnaborgar, Greenwich.
Þvert á alla lengdarbaugana miðja
gengur svo miðbaugur, og sunnan og
norðan hans er kerfi samsíða breidd-
Lengdar- og breiddarbaugar.
arbauga, sem eru tölusettir í gráðum
norður- og suðurbreiddar. Þeir
þrengjast að sjálfsögðu eftir því sem
nær dregur heimskautunum og enda
sem punktar á pólunum, á 90° norður
og suður.
Sjómenn hafa lengi ákvarðað
breidd staðar út frá sólarhæð eða
hæð einhverrar stjörnu. Allur
stjörnuhiminninn á norðurhveli jarð-
ar virðist snúast um pólstjörnuna eða
norðurstjörnuna. Hún er ævinlega
beint yfir höfði manns sem stendur á
norðurpólnum, en nemur við sjón-
deildarhring við miðbaug. Þar sem
hún sést ekki, má finna breidd staðar
út frá gangi annarra stjarna eða sólar.
Lengdin, til austurs eða vesturs,
finnst með því að mæla hvenær sól
eða einhver stjarna er hæst á lofti.
Þegar sól er hæst á lofti er hádegi að
John Harrison.
staðartíma. Á skipum er þessi tími
svo borinn saman við afar nákvæma
klukku, sjóúr eða skipsklukku, sem
sýnir annan tíma, venjulega heims-
tíma eða meðaltíma í Greenwich,
þ.e. hvenær sól er þar í hádegisstað.
Þar sem jörðin snýst um 15 gráður
á klukkustund, má af mismuninum
ráða, hve mörgum gráðum skipið
er austan eða vestan við núllbaug-
inn.
Sá galli var lengi á gjöf Njarðar
að engin klukka gekk rétt um borð
í skipi. Flestar klukkur á landi voru
pendúlklukkur, sem ekki þola að
haggast. Þegar Magellan sigldi um
heimsins höf snemma á 16. öld, hafði
hann ekki nákvæmari tímamæli en
stundaglas með sandi. Léttadrengir
skiptust á um að fylgjast með glas-
inu, telja hve oft það tæmdist og
snúa því jafnharðan.
Eftir því sem úthafssiglingar fóru
vaxandi, brann þessi vandi meir á
sæförum. Árið 1707 strandaði til
dæmis floti breskra herskipa á heim-
leið frá Gíbraltar við Scillyeyjar úti
fyrir Cornwall og fórust þar nærri
2000 menn.
Þessi harmleikur varð til þess að
ríkisstjórn Önnu Bretadrottningar hét
árið 1714, verðlaunum hverjum
þeim, sem fundið gæti aðferð til að
Heima er bezt 115