Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 17
15
sem búa við þær aðstæður, að atvinnurekstur þeirra hvílir aðallega á eigin vinnu,
eiga rétt til sjúkrabóta á sama hátt og launþegar samkv. a-lið, ef hlutaðeig-
andi fer í sjúkrahús að læknisráði, atvinnurekstur hans stöðvast eða sannað
er, að tekjur hans hafi vegna veikindanna rýrnað svo, að hann falli undir
ákvæði 2. mgr. 39. gr. — Sjá 1. 38/1953, 15. gr.
Sjúkrabætur falla niður þann dag, sem hinn tryggði verður vinnufær, enda
þótt hann taki ekki til starfa eða vanræki að segja frá bata sínum.
43. gr. — Utan þeirra staða, sem um ræðir í 42. gr., skulu sömu reglur gilda
og þar segir (stafl. a og b), en sjúkrabætur eru því aðeins greiddar, að liinn sjúki
liggi í sjúkraliúsi eða hafi verið rúmfastur. Hámarkstími sjúkrabóta samkvæmt
þessari grein er einnig 26 vikur á einu ári. — Sjá I. 38/1953, 16. gr.
Ef sannað er, að hinn veiki hafi orðið að taka mann í þjónustu sína vegna
sjúkleikans, getur Tryggingastofnunin greitt honum bætur, þótt hann hafi eigi legið
rúmfastur.
44. gr. — Skylt er þeim, sem sækja um sjúkrabætur, að tilkynna Trygginga-
stofnuninni veikindi með læknisvottorði, áður en 10 dagar eru liðnir, frá því er
sjúkdómurinn olli óvinnuhæfni, ella miðast biðtíminn við þann dag, sem tilkynn-
ing barst. Upphaf biðtímans miðast við þann dag, sem læknis er fyrst vitjað eða
sjúklingurinn fluttur í sjúkrahús, og fylgi vottorð tveggja valinkunnra manna um,
að sjúkralegan hafi verið óslitin. — Sjá I. 38/1953, 17. gr.
Þegar veikindi hafa verið tilkynnt, getur Tryggingastofnunin látið lækni rann-
saka heilsufar hins tryggða eða fylgzt með því á annan hátt. Ef maður vanrækir
að fara að ráðum læknis, missir hann rétt til bótanna, meðan svo stendur.
Sama verður, ef hann neitar að hlíta fyrirmælum um þátttöku í þjálfun eða
starfsnámi, sem flýtt gæti bata hans eða búið hann undir nýtt starf.
5. Slysabœtur.
45. gr. — Launþegar, sem taldir eru í 46. gr. og slasast við vinnu, eiga rétt
til slysabóta samkvæmt því, er segir í 49.—58. gr., svo og vandamenn þeirra.
46. gr. — Launþegi telst samkvæmt lögum þessum hver sá, sem tekur að sér
vinnu (þar með talin ákvæðisvinna) gegn endurgjaldi, án þess að vera sjálfur at-
vinnurekandi. Skiptir eigi máli, hvort um er að ræða vinnu hjá einstaklingum,
einkafyrirtækjum, opinberum fyrirtækjum eða stofnunum, samvinnufyrirtækjum,
sem verkamenn eða aðrir starfsmenn stjórna sjálfir eða með öðrum. Skipverjar
teljast launþegar, þótt þeir taki aflahlut í stað kaups. Launþegi telst og hver sá,
sem tekur að sér vinnu samkvæmt framansögðu eða án endurgjalds í þeim tilgangi
að afla sér sérstakrar iðnmenntunar (lærlingar). í skólum og öðrum stofnunum,
þar sem verklegt nám er, teljast nemendur launþegar við það nám samkvæmt
lögum þessum.
Undir ákvæði þessarar greinar falla ekki þeir launþegar, sem eingöngu taka
vinnu heim til sín eða á vinnustað, sem þeir sjálfir ákveða, eigi heldur þeir, sem
taka að sér lausavinnu, en nánari ákvæði um það, hvað telja beri starf á heimili
og lausavinnu í þessu sambandi, skulu sett með reglugerð. Þó skal ekki undanskilja
þá launþega, er stunda lausavinnu, sem samfara er sérstök áhætta.
Börn atvinnurekanda, yngri en 16 ára, kona hans og foreldrar eða fósturfor-
eldrar eiga ekki rétt til slysabóta, þótt þau vinni í þjónustu hans.
47. gr. — Utgerðarmaður, sem sjálfur er á skipi sínu, á sama rétt á slysabót-
um og aðrir skipverjar, enda ber honum að greiða iðgjöld fyrir sjálfan sig, sbr.
112. og 113. gr.