Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Síða 23
21
lega hjúkrun sjúklinga í heimahúsum, að svo miklu leyti sem Tryggingastofnunin
ákveður að láta hana í té, sbr. 92. gr.
80. gr. — Sjúkrahús, þar með talin einkasjúkrahús, heilsuverndarstöðvar og
lækningastöðvar, skulu háð eftirliti heilbrigðisstjórnarinnar, er setur með reglugerð
ákvæði um þá lágmarlcsþjónustu, er slíkar stofnanir skuli láta í té á hverjum stað,
og önnur skilyrði fyrir því, að þær hljóti viðurkenningu, en fylgist síðan með, að
öllum slíkum ákvæðum sé fylgt, og metur að öðru leyti gæði þjónustunnar á hverj-
um stað, sbr, 86. gr.
81. gr. — Heilbrigðisstjórnin getur ákveðið, að ein og sama stofnun ræki lilut-
verk sjúkrahúss, heilsuverndar- og lækningastöðvar, þar sem skilyrði eða stað-
kættir mæla með því,
82. gr. -—■ Ríkissjóður greiðir laun allra fastra lækna heilsuverndarstöðva, lækn-
ingastöðva og opinberra sjúlcrahúsa, svo og héraðslækna og sérfróðra lækna, sem
falin eru sérstök störf í þágu heilsugæzlustarfseminnar eða ylirumsjón með einstök-
um greinum hennar.
Nú telur tryggingaráð (heilsugæzludeild), að nauðsynlegt sé, að fleiri læknar
en héraðslæltnir einn starfi í læknishéraði, þar sem eigi er rekin heilsuverndarstöð
eða lækningastöð eða slíkar stöðvar geti eigi séð fyrir læknishjálp í héraðinu, svo
að fullnægjandi teljist að dómi heilbrigðisstjórnar, og skal þá greiða laun aukalæknis
eða aukalækna úr ríkissjóði.
Laun lækna, er veita læknishjálp utan sjúkrahúsa, skulu yfirleitt miðuð
við iþað, að þeim sé heimilt að taka gjald af sjúklingum samkv. gjaldskrá,
sbr.“85. gr.
Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar gilda eigi lengur en til ársloka 1951 hvað snertir
þau tryggingaumdæmi, þar sem skylt er að reka heilsuverndar- og lækningastöðvar
8amkv. 76. gr.
83. gr. — Ráðherra skipar þá lækna, er um ræðir í 82. gr., og ákveður fjölda
þeirra á hverjum stað með ráði tryggingaráðs (heilsugæzludeildar). Eigi má þó fjölga
föstum læknum meira en svo, að 1500 íbúar komi að meðaltali á hvern almennan
lækni, er starfar að lækningum utan sjúkrahúsa, nema sérstaklega standi á.
84. gr. — Tryggingastofnunin greiðir kostnað við dvöl hinna tryggðu eftir
læknisráði á viðurkenndum sjúlcrahúsum, heilsuhælum og fæðingarstofnunum, þar
ffleð talin læknishjálp, lyf og umbúðir. Greiðir hún slíkan kostnað að fullu og eins
lengi og þörf krefur, enda sé nauðsyn sjúkrahúsvistar viðurkennd af tryggingayfir-
lækni eða öðrum trúnaðarlæknum í umboði hans.
Heimilt er Tryggingastofnuninni, ef sérstaklega stendur á, að greiða kostn-
að við dvöl á viðurkenndum hjúkrunarheimilum eftir reglum, sem heilbrigðis-
stjórnin setur.
85. gr. — Þeir, sem tryggðir eru samkv. lögum þessum, eiga rétt á að fá
læknishjálp utan sjúkrahúsa hjá læknum, er starfa í þjónustu hinnar opinberu
keilsugæzlu, sbr. 82. gr., gegn greiðslu eftir gjaldskrá, sem heilbrigðisstjórnin set-
ur. Gjaldskrá þessi skal miðuð við það, að hún að meðaltali svari til % af hæfi-
kgri greiðslu.
Þegar svo stendur á, að fastir læknar, héraðslæknar og aukalæknar skv. 82.
gr. eru eigi nægilega margir til þess að sjá fyrir fullnægjandi læknishjálp í læknis-
héraði, getur Tryggingastofnunin til bráðabirgða samið við einstaka lækna eða fél-
lagsskap þeirra um að sjá liinum tryggðu fyrir læknishjálp.
Ef slíkir samningar takast eklti, getur Tryggingastofnunin ákveðið að greiða
hinum tryggðu upp í kostnað við læknishjálp %, hluta miðað við gjaldskrá, er heil-
brigðisstjórnin setur, eða sem samsvarar þrefaldri gjaldskrá fastra lækna.