Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Síða 24
22
Tryggingastofnunin getur ákveðið að greiða kostnað við tannlækningar ein-
göngu vegna þeirra, sem eru innan 18 ára aldurs.
Tryggingastofnunin greiðir ekki læknishjálp umfram beina heilsufarslega nauð-
syn, svo sem tannfyllingar með gulli, fegrunaraðgerðir og annað tilsvarandi, og skal
í reglugerð setja ákvæði til að girða fyrir það.
Þegar í hlut eiga þeir, er njóta elli- og örorkulífeyris samkvæmt 13.—19. gr.,
börn þeirra, munaðarleysingjar eða þeir, sem njóta slysabóta, sbr. 49.—58. gr., skal
Tryggingastofnunin greiða fyrir þá læknishjálp, er þeim bæri að greiða samkvæmt
gjaldskránni.
86. gr. — Tryggingastofnunin semur við sjúkrabús og aðrar slíkar stofnanir
og heilsuverndar- og lækningastöðvar, sbr. 75. gr., um að annast lækninga- og
bcilsuverndarstarfsemi samkv. þessum kafla.
Ef ekki takast samningar, úrskurðar heilbrigðisstjórnin greiðslurnar, og skal
þá miða við, að stofnanirnar fái greiddan eðlilegan kostnað vegna þeirrar þjónustu,
er þær láta í té, að undangengnu mati samkv. 80. gr.
Það skal tekið fram í samningi samkv. 1. mgr. eða ákveðið í úrskurði samkv.
2. mgr., að ágóða af rekstri þeirra stofnana, er þar getur, skuli varið til að bæta og
fulikomna þá þjónustu, er þær láta í té. Skal Tryggingastofnuninni heimill aðgangur
að bóklialdi þeirra til að tryggja framkvæmd þessa ákvæðis.
87. gr. ■—■ Tryggingastofnunin skal greiða að fullu þau lyf, sem sjúklingum er
lífsnauðsyn eða brýn nauðsyn að nota að staðaldri að dómi læknis, enda sé sannað
með læknisvottorði og rannsókn, er tryggingayfirlæknir metur gilda, að um slíka
nauðsyn sé að ræða. Önnur nauðsynleg lyf og umbúðir skulu greidd að bálfu. Trygg-
ingastofnunin grciðir þó aðeins lyf og umbúðir, sem ávísað er með lyfseðli af lækni,
sem blotið hefur ótakmarkað lækningaleyfi eða af staðgöngumanni hans.
Tryggingastofnunin lætur gcra skrá um þá lyfjaflokka, sem um getur í 1. mgr.,
og skal hún staðfest af heilbrigðisstjórninni. Skrá þessi skal endurskoðuð eftir þörf-
um, þó eigi sjaldnar en annað hvert ár.
88. gr. — Tryggingastofnunin greiðir að fullu kostnað við röntgenskyggningu
og töku röntgenmynda, enda séu siíkar rannsóknir framkvæmdar að fyrirlagi læknis
og af læknum eða stofnunum, sem heilbrigðisstjórnin samþykkir. Enn fremur skal
greiða að fullu lyf þau og efni, sem nauðsynleg eru til slíkra rannsókna.
Um greiðslur þessar fer eftir samningum. Ef samningar hafa ekki tekizt, skal
endurgreitt eftir gjaldskrá, sem heilbrigðisstjórnin setur.
89. gr. — Tryggingastofnunin greiðir að fullu kostnað við röntgen- og radium-
lækningar í viðeigandi tilfellum. Þó greiðist kostnaður við slíkar lækningar aðeins,
ef þær eru framkvæmdar á stofnunum, sem heilbrigðisstjórnin hefur viðurkennt
í þessu skyni.
90. gr. — Tryggingastofnunin greiðir að fullu kostnað við vefjarannsóknir og
líffræðilegar rannsóknir, sem nauðsynlegt er, að gerðar séu á sérstökum stofnunum,
enda séu þær rannsóknir gerðar að fyrirlagi læknisins.
Um greiðslur þessar fer eftir samningum, en takist samningar ekki, skal end-
urgreiða sjúklingum eftir gjaldskrá, er heilbrigðisstjórnin setur.
Tryggingaráð ákveður, hvaða rannsóknir hér komi til greina.
91. gr. — Tryggingastofnunin greiðir ljósmæðrahjálp í heimahúsum eftir gjald-
skrá, er heilbrigðisstjórnin setur.
92. gr. — Tryggingastofnuninni er heimilt að láta í té hjúkrun eða aðstoð í
heimaliúsum, er nauðsyn krefur að dómi læknis. Slík aðstoð skal þó aðeins látin
í té, er alveg sérstaklega stendur á, og þá eftir nánari reglum, er tryggingaráð setur.
— Sjá 1. 38/1953. 13. gr.
*