Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Page 27
25
heilsugæzlunefndum lieimilt með samþykki Tryggingastofnunarinnar að veita úr
þeim lán til hlutaðeigandi sveitarfélaga til þess að koma stofnununum á fót.
Nú hafa verið fleiri en eitt sjúkrasamlag á svæði, sem verður tryggingaumdæmi,
eða ekki verið nein samlög í nokkrum hluta umdæmisins, og skal þá leita samkomu-
lags við hlutaðeigandi sveitarfélög um, að þau leggi fram hlutfallslegt fé til stofnan-
anna miðað við íbúatölu. Ef ekki næst samkomulag um slík framlög, gctur ráðherra
sett, að fengnum tillögum tryggingaráðs, reglur, sem tryggi, að íbúar þeirra svæða,
er komið hafa upp sjóðunum, njóti betri kjara hjá stofnununum, eftir því sem hæíi-
legt þyk ir með hliðsjón af þeim mismun, sem er á stofnframlagi þessara aðila.
Tryggingastofnunin ávaxtar fé sjóðanna, unz þeim hefur verið ráðstafað á
þann hátt, er hér greinir, og skulu vextir lagðir við höfuðstól.
Félagsmálaráðherra setur að öðru leyti reglur um greiðslur úr tryggingasjóðn-
um skv. þessari grein til stofnana þeirra, er að framan greinir, að fengnum tillögum
tryggingaráðs.
102. gr. — Þessar eru tekjur tryggingasjóðs:
1. Iðgjöld hinna tryggðu, sbr. 105.—111. gr.
2. Iðgjöld atvinnurekenda, sbr. 112. gr.
3. Sérstölc áhættuiðgjöld atvinnurckenda vegna slysabóta, sbr. 113. gr.
4- Framlög sveitarfélaga til trygginganna, sbr. 114.—115. gr.
5. Framlag ríkissjóðs til trygginganna, sbr. 116. gr.
6. Sektir, sem greiddar eru fyrir brot á ákvæðum laga þessara, sbr. 139. gr.
7. Aðrar tekjur, svo sem endurgreiðslur og annað, sem sjóðnum kann að áskotnast.
103. gr. — Fé tryggingasjóðs skal jafnan vera handbært, svo að hægt sé að
mna af hendi á réttum tíma lögboðnar greiðslur úr honum.
Forstjóra ber að láta tryggingaráði í té yíirlit um hag sjóðsins að liðnum hverjum
arsfjórðungi og áætlun um skuldbindingar þær, er á honum hvíla á næsta árs-
fjórðungi.
104. gr. — Heimilt er að veita sveitarfélögum byggingarlán úr varasjóði sem
tér segir:
a) Til að koma upp elliheimilum og öryrkjastofnunum, sbr. 101. gr., þó ekki yíir
40% af þeim liluta varasjóðsins, sem myndaður er úr Lífeyrissjóði íslands.
b) Til að koma upp á sama hátt lækningastöðvum, heilsuverndarstöðvum og
öðrum hliðstæðum stofnunum, er starfa í sambandi við tryggingarnar.
Lán samkvæmt a- og b-lið slsulu veitt gegn ríkisábyrgð, öruggu fasteignaveði
eða annarri fullnægjandi tryggingu eftir ákvörðun tryggingaráðs, og má heildar-
upphæð þeirra aldrei fara fram úr helmingi varasjóðsins.
Enn fremur er heimilt að verja fé úr varasjóði til að reisa skrifstofubyggingar
fyrir Tryggingastofnunina og til að koma á fót stofnunum, sem annast sérstaka
þætti heilsugæzlunnar eða forsjá gamalmenna, að svo miklu leyti sem ekki er nauð-
synlegt að hafa fé varasjóðs handbært vegna útgjalda Tryggingastofnunarinnar.
2. Iðgjöld hinna tryggðu.
105. gr. — Allir íslenzkir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, 16 til 67 ára, skulu
greiða iðgjöld til almannatrygginganna, nema þeir séu sérstaklega undanþegnir
1 lögum þessum. Iðgjöld giftrar konu telst með iðgjaldi eiginmanns hennar, enda
se hann gjaldskyldur, ella greiði hún sem ógift væri.
106. gr. — Ákveða skal með reglugerð, er ráðherra setur að fengnum tillögum
trYggingaráðs, á hvern hátt íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast erlendis, geti haldið
reitindum sínum og hve há iðgjöld þeir skuli greiða, sbr. og 137. gr.
4