Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Síða 32
30
Ef maður vanrækir að koma til skrásetningar eða veita fullnægjandi upplýs-
ingar samkv. 1. og 2. mgr., má beita dagsektum allt að 10 kr., unz skyldunni er
fullnægt. Dagsektirnar má Tryggingastofnunin ákveða með ábyrgðarbréfi til hlutað-
eiganda.
127. gr. — Gera skal tryggingarskírteini fyrir alla þá, sem skráðir eru sam-
kvæmt 126. gr. Á skírteini þessi skal skrá öll helztu réttindi, er menn njóta sam-
kvæmt lögum þessum, takmarkanir á réttindum vegna vanskila á iðgjöldum, sbr.
132. gr., og undanþágur frá iðgjaldagreiðslum, sbr. 109.—110. gr.
Tryggingarskírteini skulu afhent í janúarmánuði ár livert, eftir nánari ákvörðun
Tryggingastofnunarinnar. í fyrsta sinn skulu skírteinin þó afhent í desembcrmánuði
1946 og gilda þá frá áramótum þar til ný afliending hefur farið fram, sbr. 128. gr.
— Sjá I. 38/1953, 34. gr.
í fyrsta sinn sem tryggingarskírteini eru afhent, sbr. 2. mgr., skulu allir iðgjalds-
greiðendur, sbr. 105. gr., greiða sérstakt skírteinagjald, er nemi kr. 40.00 fyrir karla
21 árs og eldri og kr. 25.00 fyrir konur og fyrir karla innan 21 árs. Gjald þetta
greiðist beint til Tryggingastofnunarinnar eða umboðsmanna hennar.
128. gr. — Tryggingarskírteini gilda frá og með 1. janúar það ár, sem afhend-
ing fer fram, og til loka þess árs. Skal ætíð sýna skírteinið, þegar leitað er eftir
bótagreiðslum eða sjúkrahjálp. Óheimilt er að veita hlunnindi samkv. lögum þessum,
nema skírteini sýni, að hlutaðeigandi eigi rétt til þeirra, sbr. og 132. gr. — Sjá 1.
38/1953, 34. gr.
2. Vanrœksla á iðgjaldagreiðslu.
129. gr. — Nú hefur atvinnurekanda verið gert að skyldu að halda eftir iðgjöld-
um af kaupi launþega, sbr. 120. og 125. gr., og skulu þá launþegar einskis í missa
af réttindum sínum, þótt atvinnurekandi vanræki þessa skyldu. Sama máli gegnir,
ef atvinnurekandi vanrækir iðgjaldagreiðslu samkvæmt 112. og 113. gr.
130. gr. — Ef atvinnurekandi hefur látið undir höfuð leggjast að halda eftir
eða skila iðgjöldum, sbr. 120. og 125. gr., öðlast Tryggingastofnunin sama rétt á
hendur honum sem sveitarstjórn á hendur kaupgreiðanda samkv. 1-lið 29. gr. laga
nr. 66 12. apríl 1945. Hafi hann vanrækt að greiða iðgjöld samkvæmt 112. og 113.
gr., getur Tryggingastofnunin valið á milli þess að láta hann greiða þreföld hin
vangoldnu iðgjöld eða fjárhæð, sem svarar til þeirra bóta, sem greiða hefur þurft
vegna hins tryggða eða fjölskyldu hans. Um innheimtu þess fjár fer samkvæmt
H7. gr.
131. gr. — Atvinnurekandi, sem vanrækt hefur að draga iðgjöld launþega frá
launum hans, getur aldrei krafið hann eftir á um hærri fjárhæð en liann hefði átt
að greiða í iðgjöld, og aldrei eftir lengri tíma en tólf mánuði frá gjalddaga.
132. gr. — Um þá, sem sjálfir eiga að greiða iðgjöld sín, en hafa vanrækt það,
gilda eftirfarandi reglur:
a. Réttur til sjúkrabóta, sbr. 39.—43. gr., og sjúkrahjálpar, sbr. III. kafla, skerðist
um sama hundraðshluta og vangreidd iðgjöld á næsta tryggingarári á undan
nema af heildariðgjöldum ársins. Gildir þetta einnig fyrir konu hins tryggða og
börn hans innan 16 ára aldurs. Réttindaskerðingar þessarar skal getið á trygg-
ingarskírteinum þeim, sem um getur í 127. gr. Nú ber að greiða iðgjöld mánaðar-
lega, og getur þá Tryggingastofnunin ákveðið, að réttur til sjúkrabóta og
sjúkrahjálpar falli niður, ef vanskil verða á iðgjöldum lengur en einn mánuð.
Þar, sem ekki er mánaðarleg innheimta, skal og vera heimilt að fella niður
réttindi þessi einum mánuði eftir gjalddaga iðgjalda, ef vanskil verða.