Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Side 35
33
Heimilt er ríkisstjórninni að ákveða með reglugerð takmörkun á lífeyri
barna, sem hafa sjálfstæðar tekjur, barna ekkna og barna örorku- og ellilífeyris-
þega. Þó má ekki takmarka þessar greiðslur meira en svo, að lífeyrir og aðrar
tekjur nái hámarksupphæð þeirri, sem næsta málsgrein hér á undan ákveður,
að viðbættum fullum barnalífeyri.
Takmörlcun þessi skal miðast við síðasta skattaframtal bótaþega. Færi
hann gild rök fyrir því, að tekjur hans rýrni verulega á því ári, sem bæturnar
eiga að greiðast, skal taka tillit til þess við ákvörðun bótanna.
2 Meðan vísitala kauplagsnefndar er 110 eða hærri, skal greiða verðlagsuppbót
á allar bótaupphæðir samkvæmt II. kafla og á framlag Tryggingastofnunar-
innar til læknisvitjana- og sjúkraflutningasjóðs samkv. 94. og 95. gr. Enn
fremur skulu iðgjöld samkv. 107. og 112. gr. innheimt með álagi samkvæmt
meðalvísitölu næsta árs á undan, svo og framlag sveitarfélaga samkv. 114. gr.
og ríkissjóðs samkv. 116. gr. Með reglugerð má ákveða, að öll iðgjöld skuli
lögð á og innheimt í heilum krónum. — Sjá 1. 38/1953, 27. gr. og brbákv.
3. Meðan ekki eru sett lög um opinbera aðstoð til öryrkja, sem misst hafa 50—-75%
starfsorku sinnar, er Tryggingastofnuninni heimilt að vcrja úr tryggingasjóði
allt að 400 þús. kr. auk verðlagsuppbótar á ári til styrktar slíkum mönnum, eftir
reglum, er tryggingaráð setur og ráðherra staðfestir. — Sjá 1. 38/1953, 25. gr.
4. Ákvæði 19. gr. laga nr. 104 30. des. 1943 gilda framvegis að því er varðar
stríðsslysabætur.
5. Það er borgaraleg skylda að veita Tryggingastofnuninni alla nauðsynlega
aðstoð við skráningu þá, er fram skal fara samkvæmt 126. gr. eftir gildistöku
þessara laga.
6. Þar, sem saman falla tryggingaumdæmi og umdæmi sjúkrasamlaga, sbr. 28.
og 29. gr. laga nr. 104 30. des. 1943, um breytingar á I.—II. kafla laga um
alþýðutryggingar, skulu stjórnir sjúkrasamlaganna liver í sínu umdæmi annast
störf heilsugæzlunefnda samkv. 78. gr. og gegna þeim þar til kosning heilsu-
gæzlunefnda hefur farið fram að afstöðnum næstu sveitarstjórnarkosningum
eftir gildistöku laganna.
Þar, sem sjúkrasamlög liafa verið starfandi í öllum sveitarfélögum í
tryggingaumdæmi, getur ráðherra ákveðið, að stjórnir þeirra skuli sameigin-
lega kjósa heilsugæzlunefnd umdæmisins til sama tíma og í 1. málsgr. segir,
eftir reglum, sem ráðherra setur.
Eins fljótt og verða má skal ríkisstjórnin láta fram fara rannsókn á raunveru-
legum framfærslukostnaði á hæfilega mörgum stöðum á landinu. Að þeirri
rannsókn lokinni og eigi síðar en fyrir árslok 1950 skal endurskoða ákvæði
um bótaupphæðir og skiptingu í verðlagssvæði með liliðsjón af niðurstöðum
þessarar rannsóknar.
3. Á árinu 1946 skal ríkisstjórnin láta fram fara endurskoðun á framfærslu-
lögum, nr. 52 1940, lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna, nr. 46
1921, lögum um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumia, nr. 78 1936, svo og
lögum um tekju- og eignarskatt, nr. 6 1935, sbr. 1. nr. 20 1942, og öðrum þeim
lögum, sem þörf er á að samræma ákvæðum þessara laga, og leggja árangur
endurskoðunarinnar fyrir Alþingi.
9. Á meðan ákvæði III. kafla laga þessara koma ekki til framkvæmda, er ríkis-
stjórninni heimilt, að fengnum tillögum tryggingaráðs, að lækka iðgjöld skv.
107. gr. um allt að 30%, þó aldrei meira en sjúkrasamlagsiðgjaldi gjaldanda
nemur. Þar, sem ekki er sjúkrasamlag, skal slík iðgjaldalækkun nema sjúkra-
samlagsiðgjaldi eins og það er lægst á landinu. — Sjá 1. 38/1953, 26. gr.
5