Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Blaðsíða 36
34
10. Kosning tryggingaráðs samkv. 6. gr. skal í fyrsta sinn fram fara á Alþingi
því, er setur þessi lög, og gildir sú kosning þar til að afstöðnum öðrum almenn-
um alþingiskosningum eftir staðfestingu laganna. Um leið og kosið er trygg-
ingaráð í fyrsta sinn, fellur niður umboð tryggingaráðs þess, er kosið var til
31. des. 1947, samkv. 7. gr. laga nr. 104 1943.
Þau ákvæði í lögum þessum, er varða undirbúning framkvæmda samkvæmt
þeim, svo sem ákvæði 2. mgr. 6. gr., 11. gr., 126. og 127. gr., skulu koma í
gildi á árinu 1946 eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
11. Til ársloka 1947 skulu stjórnir sjúkrasamlaga í kaupstöðum utan Reykjavíkur
annast störf trygginganefnda samkv. 11. gr. og jafnframt annast skrifstofu-
hald og umboðsstörf fyrir Tryggingastofnunina, samkv. samningum, er trygg-
ingaráð samþykkir. — Sjá 1. 38/1953, 35. gr.
2. Lög nr. 38 27. febr. 1953, um breyting á lögum nr. 50/1946, um
almannatryggingar, og viðauka við þau.
I. KAFLI
1. gr. — Auk þeirra starfsmanna, sem nefndir eru í 4. gr. laganna, er ráð-
herra heimilt að skipa sérstakan yfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins, er nefnist
heilsugæzlustj óri.
Heilsugæzlustjóri skal liafa yfirstjórn allra læknamálefna stofnunarinnar í sam-
ráði við forstjóra.
Hann hefur með höndum framkvæmd og forstöðu heilsugæzlumála Trygginga-
stofnunarinnar, er þriðji kafli laganna kemur til framkvæmda, en vinnur þangað
til að undirbúningi þeirra framkvæmda og hefur yfirumsjón með starfsemi sjúkra-
samlaganna meðan þau starfa.
Tryggingayfirlæknir annast í samráði við heilsugæzlustjóra störf þau, sem
honum eru sérstaklega falin í lögunum.
2. gr. — Ráðherra er heimilt að gera breytingar á skipun og verksviði sér-
fræðinganefndar þeirrar, er um getur í 2. málsgr. 6. gr. laganna, þannig að heil-
brigðismálaráðherra tilnefni einn mann í nefndina, er verði formaður hennar í stað
landlæknis, og að lilutverk nefndarinnar verði eingöngu að úrskurða örorkustig og
orkutap þeirra, er sækja um bætur og ekki vilja una úrskurði lækna Trygginga-
stofnunarinnar eða tryggingaráð telur ástæðu til að leita úrskurðar nefndarinn-
ar um.
3. gr. — Stéttarsamband bænda skal hafa rétt til þess að skipa einn fulltrúa
til þess, ásamt fulltrúum þeim, er um getur í 9. gr. laganna, að taka þátt í umræð-
um tryggingaráðs og gera tillögur um skiptingu í áhættuflokka og iðgjöld samkv.
113. gr.
4. gr. — Til ársloka 1954 skulu sýslunefndir í tryggingaumdæmum utan kaup-
staða fara með störf trygginganefndar, sbr. 11. gr. laganna. Þó er sýslunefnd heimilt
að fela þessi störf sérstakri nefnd, er hún kýs. í kaupstöðum utan Reykjavíkur
annast stjórnir sjúkrasamlaganna þessi störf. Verði öll sjúkrasamlög í trygginga-
umdæmi sameinuð í eitt samlag, skal stjórn þess fara með störf trygginganefndar í
umdæminu í stað sýslunefndar.