Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Qupperneq 38
36
Aðrar bætur og styrki, sem Tryggingastofminin á endurkröfurétt á, skal inn-
heimta með sama hætti.
9. gr. — Sama rétt og ekkjur og fráskildar konur eiga til lífeyrisgreiðslu með
börnum sínum samkv. 23. og 28. gr. laganna, skulu þær íslenzkar konur eiga, sem
gifzt hafa erlendum mönnum, ef þeir hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær,
enda dvelji þær á íslandi ásamt börnum þeim, er þær taka lífeyri fyrir. — Lífeyrinn
skal greiða frá þeim tíma, er barn hætti að njóta framfærslu föður síns eða meðlags-
greiðslu frá hans hendi, eigi lægri en lífeyrisgreiðslan, enda hafi barnið dvalið á
íslandi, þó eigi lengra aftur í tímann en til 1. janúar 1951. — Ríkissjóður endur-
greiðir Tryggingastofnuninni barnalífeyri þennan.
10. gr. — Heimilt slsal tryggingaráði að greiða fjölskyldubætur vegna barna,
þótt þau dveljist ekki á heimili föðurins og ákvæði 2. málsgr. 32. gr. laganna taki
til þeirra, ef sannað er, að hann kostar framfæri þeirra að fullu, enda greiðast
bæturnar þá til hans.
11. gr. — Frá og með 1. jan. 1953 skal auk fjölskyldubóta samkv. 30. gr.
laganna greiða árlegar fjölskyldubætur með öðru og þriðja barni sem hér segir:
Á 1. verðlagssvæði með 2. barni kr. 400.00, með 3. barni kr. 600.00.
Á 2. verðlagssvæði með 2. barni kr. 300.00, með 3. barni kr. 450.00.
Bætur þessar greiðast með sömu vísitöluuppbót og aðrar bætur og fer um
greiðslurnar að öðru leyti eftir ákvæðum 30.—33. gr. laganna.
Ekkjur, ógiftar mæður og fráskildar konur, sem hafa fleiri en eitt barn undir
16 ára aldri á framfæri, skulu eiga rétt til mæðralauna. Mæðralaunin greiðist án
tillits til þess, hvort konan nýtur jafnframt barnalífeyris eða eigi. Mæðralaunin
nema sömu upphæð og fjölskyldubætur samkvæmt 1. málsgr. þessarar greinar og
30. gr. laganna.
Bætur samkvæmt þessari grein greiðast ársfjórðungslega eftir á.
12. gr. — Fæðingarstyrkur samkv. 34. gr. laganna skal vera jafn til allra mæðra
og nema kr. 600.00 fyrir hverja fæðingu. Þó skal ógift móðir, sem verður fyrir
vinnutjóni og tekjumissi vegna barnsburðar og leggur fram úrskurð á liendur barns-
föður fyrir barnsfararkostnaði eða hefur gert ráðstafanir til þess að afla sér slíks
úrskurðar, eiga rétt á því, að Tryggingastofnunin greiði henni til viðbótar allt að
kr. 300.00 á mánuði í allt að 3 mánuði á þann hátt, sem í 2.—4. mgr. greinarinnar
segir, enda hefur þá Tryggingastofnunin endurkröfurétt á hendur barnsföður og
sveitarfélagi fyrir viðbótarupphæðinni, á sama hátt og segir í 27. gr. laganna um
endurkröfurétt á barnalífeyri.
13. gr. — Til ársloka 1954 er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiða gift-
um konum, þótt þær vinni eigi utan heimilis, sjúkrabætur vegna aðstoðar eða
hjúkrunar í veikindum þeirra, sbr. 92. gr. laganna, enda nemi sjúkrabætur til þeirra
eigi hærri upphæð en samsvarar lífeyri samkv. 15. gr. laganna og greiðist því aðeins,
að skilyrði 2. málsgr. 40. gr. laganna séu fyrir hendi.
Þá er og heimilt að greiða sjúkrabætur til manna, sem náð hafa 67 ára aldri,
ef þeir njóta ekki lífeyris eða annarra bóta frá Tryggingastofnuninni.
Hafi sjúkrasamlag eða sveitarstjórn í þjónustu sinni lijúkrunarkonu eða að-
stoðarstúlkur til þess að veita hjúkrun eða aðstoð á heimilum í veikindum, er Trygg-
ingastofnuninni heimilt að taka þátt í kostnaði við þau störf eftir samkomulagi við
viðkomandi aðila.
14. gr. — Tryggingaráði er heimilt, þegar ekki liggja fyrir fullar sannanir þess,
að tekjur umsækjanda um sjúkrabætur hafi rýrnað svo vegna sjúkleikans, að þær
fari niður fyrir það mark, sem 2. málsgr. 39. gr. laganna ákveður, að fresta úrskurði