Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Page 45
43
Fjöldi gjaldskyldra manna til almannatrygginga ár hvert miðast við árs-
byrjun. Tafla 2 sýnir fjölda þeirra, sem gjaldskyldir hafa talizt eða undanþegnir
samkvæmt 109. og 110. grein almannatryggingalaga, árin 1947—1953. Erlendir
ríkishorgarar eru ekki taldir með, og er því ekki við því að buast, að samræmi sé
milli töflu 2 og töflu 1, en tölur hvers árs í töflu 2 svara að öðru leyti því sem næst
til talna næsta árs á undan í töflu 1. Mismunur er nokkuð svipaður frá ári til árs,
ef tvö fyrstu árin eru undanskilin, en þá munu hafa verið lögð iðgjöld á fleiri en
efni stóðu til.
Tafla 2. Fjöldi gjaldskyldra til almannatrygginga og undanþeginna skv. 109. og 110.
gr. almannatryggingalaga árin 1947—1953.
Ác I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði Alis
1947 .................................. 45 961 35 967 81 928
1948 .................................. 48 016 35 934 83 950
1949 .................................. 48 682 35 935 84 617
1950 .................................. 50 844 34 993 85 837
1951 .................................. 51 597 35 411 87 008
1952 .................................. 52 337 35 463 87 800
1953 .................................. 53 154 36 001 89 155
Svo sem sjá má á töflu 2, hefur fjölgunin öll orðið á I. verðlagssvæði. Þess ber
að gæta, að Keflavík telst til I. verðlagssvæðis síðan 1950, en taldist áður til II.
verðlagssvæðis.
2. Tekjur og gjöld.
Með lögunum 1946 var kveðið svo á, að deildir Tryggingastofnunar ríkisins
skyldu hafa sameiginlegan fjárhag og öll útgjöld almannatrygginga skyldi greiða
úr einum allsherjar tryggingasjóði. Lífeyrissjóður íslands og sjóður slysatrygginga-
deildar urðu sameiginlega varasjóðir Tryggingastofnunarinnar, og vextir skyldu
leggjast við ár hvert.
Tafla 3. Tekjur tryggingasjóðs 1947—1953.
Iðgjöld hinna tryggðu Iðgjöld atvinnurekenda Framlag sveitarféJaga Framlag ríkissjóðs Iðgjöld og framlög alls •Í 'O Tekjuhalli
Ár Þús. kr. % Þús. kr. % Þús. kr. % Þús. kr. % Þús. kr. % Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr.
1947 .. 17 916 30,0 ■12 759 21,4 10 800 18,1 18 200 30,5 59 675 100,0 99 99 59 675
1948 .. 16 827 28,6 14 240 24,2 11 160 19,0 216 602 28,2 58 829 100,0 9? „ 58 829
1949 .. 16 987 29,2 13 050 22,4 10 800 18,6 17 300 29,8 58 138 100,0 99 99 58 138
1950 .. 17 175 30,1 11 800 20,7 10 800 18,9 17 300 30,3 57 075 100,0 99 1 240 58 315
1951 .. 321 915 30,9 415 191 21,4 12 987 18,3 20 924 29,5 71 016 100,1 99 3 196 74 212
1952 .. 26 407 30,5 18 494 21,3 15 984 18,4 25 752 29,7 86 637 99,9 787 99 87 425
1953 .. 33 593 30,9 23 356 21,5 19 782 18,2 32 000 29,4 108 731 100,0 » 614 109 344
Alls 150 819 30,2 108 890 21,8 92 313 18,5 148 078 29,6 500 101 100,1 787 5 050 505 937
_ , 1) í reikningum ársins 1947 talin 13.359 þús. kr., en endurgreiðsla nemur 600 þús. kr. skv. heimild í lögum nr. 126/1947.
) I reikningum 1948 talið 18.202 þús. kr., en endurgreiðsla frá 1947 nemur 1.600 þús. kr. 3) Hér með talin iðgjöld úr afskrifta-
8j6ði fœrð í stofnkostnaðarsjóð, kr. 875.711.04. 4) Hér með talin iðgjöld úr afskriftasjóði færð í stofnkostnaðarsjóð, kr. 1.273.616.93.