Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Side 70
68
Tafla 22. (frh.) Skipting lána almannatrygginga milli héraða í árslok 1953.
S 'œ W .-1 ^ !f§ 0 vé3 Í 1-) N ® AIU
önnur lán: þús. kr. þús. kr. þús. kr.
1. Sogsvirkjun 250 „ 250
2. S. í. B. S 1 643 100 1 743
3. Húsbyggingarsjóður T. R 3 700 »» 3 700
4. Veðdeildarbréf 725 725
5. Innanríkislán 1 550 1 550
6. Byggingasjóður verkamanna 1 866 »» 1 866
7. Fiskveiðasjóður 200 »» 200
8. Raforkumálasjóður 6 667 »» 6 667
9. Ríkissjóður 2 612 »» 2 612
10. Heilbrigðismálaráðuneytið 500 »» 500
11. Ýmis lán 569 »» 569
Alls 52 157 2 843 55 000
Að fjórum árum liðnum frá lokum gjaldárs eru iðgjöld og endurkröfur færð
til baka úr afskriftasjóði, séu þau ekki niður felld eða úrgengin. I árslok 1951—1953
hafa því verið færðar til balca upphæðir vegna áranna 1947—1949. í töflu 19 er
yfirlit um niðurfelld og úrgengin iðgjöld, er gjalda bar þessi þrjú ár. Af þessari
töflu sést, að endanlega hefur orðið að afskrifa nálægt 2% af iðgjöldum á ári.
Verðbréfaeign almannatrygginga nam 55 millj. kr. í árslok 1953. í töflu 20 er
útlánum og verðbréfaeign árið 1953 skipt eftir skuldunautum. Sést þar, að af lánum,
veittum á því ári, voru 10,6 millj. kr. eða 68,5% veittar ríkissjóði, bæjar- og sveitar-
sjóðum eða stofnunum þessara aðila. Af lánum í árslok 1953 námu lán til þessara
sömu aðila 39,5 millj. eða 53,7%. Þessar tölur gefa ekki til kynna, hvort hlutfalls-
lega meira fé en áður sé nú lánað þessum aðilum, þar eð lánstími ræður hér miklu.
f töflu 21 hefur verið leitazt við að skipta lánum eftir notkun fjárins. Nokkurn
hluta lána ríkissjóðs er hins vegar ekki hægt að rekja til einstakra framkvæmda,
og eru þessi lán talin sér. Lán til öryrkja vegna atvinnu þeirra eru ekki heldur
sundurliðuð. Sýnd er skipting í útdráttarbréf og önnur verðbréf í árslok 1953, þótt
slík skipting hafi ekki mikla þýðingu liér á landi. í liðnum ýmis verðbréf er í árs-
lok 1953 talið lán til húsbyggingarsjóðs Tryggingastofnunar ríkisins vegna húseign-
arinnar Laugavegur 114, kr. 3,7 millj. í þessum lið eru einnig talin (með útdráttar-
bréfum) hlutabréf í íslenzkri endurtryggingu að upphæð kr. 136 000,00.
í sambandi við undirbúning að heildaráætlun um jafnvægi í byggð landsins
á vegum ríkisstjórnarinnar hefur lánum í árslok 1953 verið skipt eftir landshlutum,
svo sem sjá má í töflu 22. Hefur 34,6 millj. kr. eða 62,9% heildarútlána verið skipt
niður á kaupstaði og sýslur, en öðrum lánum, að upphæð 20,4 millj. kr., hefur
ekki verið unnt að skipta á þennan hátt.