Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Side 117
115
Árið 1947 ....... kr. 225 028,28 Árið 1951 ............kr. 2 676 752,08
„ 1948 ....... „ 1 253 163,50 „ 1952 ........... 3 764 550,51
„ 1949 ....... „ 2 111 357,20 „ 1953 ....... „ 4 149 258,20
„ 1950 ....... „ 2 516 233,94
Þess ber að gæta, að ákvæðin um sjúkrabætur komu ekki til framkvæmda
fyrr en 1. júlí 1947.
Sjúkrabætur eru úrskurðaðar á aðalskrifstofunni í Reykjavík, og um skiptingu
þeirra milli tryggingaumdæma eru ekki til skýrslur.
Fjöldi sjúkrabótamála, sem borizt hefur árlega 1947—1953, að frátöldum þeim,
sem synjað befur verið, er þessi:
Árið 1947 215 Árið 1951 1 568
„ 1948 944 „ 1952 1 725
„ 1949 1 518 „ 1953 1 935
„ 1950 1 603
Það getur að sjálfsögðu verið erfiðleikum bundið að ákveða, hvort um nýtt mál
er að ræða eða framhald eldra máls.
Grunnupphæð sjúkrabóta hefur verið óbreytt á þessu tímabili. Á grundvelli
vísitölu þeirrar, er gilt hefur frá marzmánuði 1950 eru þær, sem hér segir:
Fyrir kvænta karla,
þegar konan vinnur
eigi utan heimilis Fyrir aðra
I. verðlagssvæði ...................... kr. 18,00 á dag kr. 15,00 á dag
II. verðlagssvæði...................... „ 15,00 „ „ „ 12,00 „ „
Auk þess eru greiddar fullar fjölskyldubætur með þremur fyrstu börnum í
fjölskyldu til viðbótar venjulegum fjölskyldubótum. Til ársloka 1952 þýddi þetta,
að sjúkrabótaþega voru greiddar jafnháar fjölskyldubætur fyrir öll börn í fjöl-
skyldunni, en frá ársbyrjun 1953 fær hann að auki fjölskyldubætur þær með öðru
og þriðja barni, sem þá voru lögleiddar.
Yerðlagsuppbót hefur verið greidd á grunnupphæðir þessar eins og aðrar bætur.
Ef hinn sjúki dvelst á sjúkrahúsi og á rétt á, að sjúkrasamlag eða ríkisfram-
færsla greiði dvalarkostnað, lækka dagpeningagreiðslur til hans um jafnmikið og
ellilífeyrir til einstaklings fyrir sama tímabil nemur, ef um kvæntan mann er að
ræða, ella um 4/5 hluta.