Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1953, Page 118
Sjúkrasamlög
1. Fjöldi sjúkrasamlaga.
Með alþýðutryggingalögunum frá 1. febrúar 1936 var ákveðið, að í hverjum
kaupstað skyldi starfa sjúkrasamlag. í hreppum utan sjúkrasamlagssvæða kaup-
staða var ekki skylt að stofna sjúkrasamlög, en atkvæði skyldu um það greidd
eftir ákvörðun hreppsnefndar eða ósk fimmta hluta kjósenda. Með lögum frá 30.
desember 1943 var svo ákveðið, að atkvæðagreiðsla sltyldi fara fram á árinu 1944
í öllum þeim sveitarfélögum, sem ekki höfðu starfandi sjúkrasamlag. Það ár og
árið næsta á eftir voru stofnuð sjúkrasamlög í 104 sveitarfélögum.
í lögum um almannatryggingar frá 1946 var gert ráð fyrir því, að Trygginga-
stofnun ríkisins tæki að sér sjúkratryggingar á öllu landinu í stað sjúkrasamlaga,
og skyldu sjúkrasamlög hætta störfum, þegar III. kafli laganna, um heilsugæzlu,
kæmi til framkvæmda hinn 1. janúar 1948. Framkvæmd þessa kafla almannatrygg-
ingalaganna hefur síðan verið frestað frá ári til árs, nú síðast til 1. janúar 1957
með lögum frá 29. des. 1955. í lögum frá 28. des. 1950 var hins vegar ákveðið,
að sjúkratryggingar skyldu ná til allra landsmanna 66 ára og yngri, og skyldu því
stofnuð sjúkrasamlög í hreppum, þar sem þau höfðu ekki þegar tekið til starfa.
Skyldi því lokið og samlagsmenn njóta réttinda eigi síðar en 1. október 1951. Þetta
ár f jölgaði samlögunum um 60, en af þeim voru 6 stofnuð, áður en lögin frá 28. des.
1950 komu til framkvæmda.
Fjöldi sjúkrasamlaga eftir gildistöku alþýðutryggingalaganna hefur verið sem
hér segir:
Árið 1937 9 Árið 1943 .... .... 35 Árið 1949 156
— 1938 10 — 1944 .... .... 73 — 1950 166
— 1939 12 — 1945 .... .... 139 — 1951 226
— 1940 19 — 1946 .... .... 151 — 1952 226
— 1941 26 — 1947 .... .... 147 — 1953 225
— 1942 34 — 1948 .... .... 148
Fækkun samlaga árið 1947 stafar af því, að það ár hættu sjúkrasamlög í fjórum
héraðsskólum störfum, þ. e. á Hvanneyri, að Laugarvatni, Laugum og í Reykholti.
Árið 1952 var Sjúkrasamlag Sléttuhrepps lagt niður.
2. Fjöldi samlagsmanna.
Tafla 52 sýnir fjölda samlagsmanna samkvæmt greiddum iðgjöldum 1946—-
1953. Ekki er við því að búast, að tölur þessar sýni fyrir hvert sjúkrasamlag um
sig raunverulega tölu þeirra, sem réttinda njóta á miðju ári, en í heild mun taflan
veita nokkuð nákvæma vitneskju. Breytingar á iðgjöldum geta þó valdið skekkju
þar, sem iðgjöld innheimtast ekki á gjaldárinu.