Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 9

Heimili og skóli - 01.03.1973, Side 9
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL HEIMILI OG SKÓLI 1. HEFTI 1973 - 32. ÁRG. TÍMARIT U M UPPELDISMÁL CTGEFANDI: kennarafélag eyjafjarðar Ritið kemur út tvisvar S ári, minnst 60 síður hvort hefti, og kostar árg. kr. 250.00, er greiðist fyrir 1. jú!í Ctgáfustjórn: Valgarður Haraldsson, (ábyrgðarm.). Kristín Aðalsteinsdóttir. Jóhann Sigvaldason. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Guðvin Gunnlaugsson. kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÖNSSONAR EFNISYFIRLIT : Frá ritnefnd ......................... 1 Skólafrumvörpin nýju (B. h.) ......... 2 Hvað sögðu alþingismenn um skóla- frumvörpin?...................... 10 Norðlendingar segja úlit sitt á grunn- skólafrumvarpinu................. 21 Kveðja að norðan (minningargrein) (V. H.) 30 Foreldraþáttur (V. H. og Tr. Þ.) .... 31 Málið og skólinn (B. R.) .............. 34 Hrafnagilsskóli vígður (Sv. P.) .... 39 Byggingarsaga Hrafnagilsskóla (K. S.) 42 Endurskipulagning skólahverfa...... 52 Frá mengjanámskeiði ............... 54 Bréf til kennara (Þýð. V. H.) .... 55 Umsagnir um bækur (V. H.) ........ 59 * t X t i i t t t x X I 1 ❖ t ❖ ! I FRA RITIMEFMD Sú breyting hefur orðið á útgáfustjórn „Heimilis og skóla,“ að Indriði Ulfsson, skólastjóri, hefur látið af störfum, skv. eig- in ósk, en við sæti hans hefur tekið Valgarð- ur Haraldsson, námsstjóri. Utgáfustjórn vill við þetta tækifæri þakka Indriða mikið og gott starf í þágu tímaritsins og Kennarafélags Eyjafjarðar. En eins og lesendum blaðsins mun kunn- ugt, hefur útgáfa þess undanfarin ár hvílt mest á hans herðum. Hefur það ekki verið vandalítið verk, þar sem öflun efnis í blað- ið er að mestu leyti unnið í tómstunda- og sjálfboðaliðsvinnu, og oft hefur reyndin orðið sú, að ritstjórinn hefur orðið að skrifa það að mestu einn. Við viljum því enn einu sinni skírskota til lesenda blaðsins og velunnara með það, að allt aðsent efni til birtingar er afar vel þegið og eykur á fjölbreytni þess. Eins og heiti tímaritsins ber með sér, er því ætlað að vera tengiliður milli heimila og skóla, en oft hefur viljað við brenna, að sjónarmið annars aðilans hefur orðið um of ráðandi. Ritnefndin hefur orðið ásátt um það að gera þá breytingu á útgáfu ritsins, að í stað þess að gefa út 5 hefti á ári, verði heftin aðeins tvö, sem út komi síðla vetrar og á haustin, hvort um sig 60—70 bls. Með þessu móti hyggt ritnefndin koma í veg fyr- ir, að útkoma heftanna dragist óheyrilega á langinn. Jafnframt verður leitast við að vanda eftir föngum efnisval í blaðið. Þá hefur orðið að hækka áskriflargjald ritsins í 250 krónur vegna gífurlegrar aukn- ingar á tilkostnaði við útgáfu þess. Það er von ritnefndar, að áskrifendur og lesendur blaðsins taki þessum breytingum vel, og haldi áfram að styðja útgáfuna. HEIMILI OG SKÓLI — 1

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.