Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 31

Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 31
og hauststörfum, sem gefa þeim fjársjóð þroska og skemmtunar, meiri en flest ann- að, sem hægt er að veita þeim. Skólastarf í 7 mán. árlega, held ég, að sé nægilega lang- ur tími, ef nemendum er kennt að nota hann vel, mætti þá vera 9 mán. í 8. og 9. bekk, ef þess þyrfti með til þess að fullnægja námsskránni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að land- inu verði skipt í skólahverfi eftir tillögum menntamálaráðuneytisins. Tillögur þess skulu lagðar fyrir fræðsluráð, sem síðan kynnir þær hlutaðeigandi sveitarstjómum og skólanefndum. Tæplega sýnist vera gert ráð fyrir, að íbúar hreppanna hafi neitt um þessa skiptingu að segja, hvað þá neinn ákvörðunarrétt. Verði fræðsluráð og menntam.rn. ekki sammála um skiptingu harnanna í skólahverfin, sker ráðuneytið úr. Þetta finnst mér fráleitt. Ef góð og víð- tæk samstaða hefur náðst mifli margra hreppa, er varhugavert að spilla henni, og víða held ég, að það mæti andstöðu í sveit- um, ef á t. d. að skipta börnum úr sama hreppnum milli tveggja skólahverfa. I grunnskólafrumvarpinu er talið óverj- andi, að nokkurt barn eða unglingur sé í heimavist, nema ógerlegt sé vegna fjarlægð- ar frá skóla að aka því daglega heiman og heim. Akstur í snjóþungum sveitum getur reynzt mjög erfiður, langt fyrir börnin á veginn frá bænum og vetrarveðrin stundum hörð, t. d. hér norðanlands. Auk þess eru heimilisástæður í einstaka tilfellum þannig, að betra er fyrir nemendur að vera í heima- vist heldur en að koma heim til gistingar. Það er heldur lítil reynsla af því, hvernig áhrif löng keyrsla hefur á börn og unglinga. Henni fylgir óhjákvæmilega órói og á- reynsla. Og dýr verður hún. Bygging heimavistarskóla er óhemju dýr, reyndar eru allar skólabyggingar dýrar, en að stálpuð börn og unglingar bíði tjón á sál sinni við að vera í heimavist og fara frá heimilum sínum um stundarsakir, held ég að sé mjög ólíklegt. Enda var annað hljóð í strokknum fyrir nokkrum árum, þegar öll börn, jafnt yngri sem eldri áttu helzt af öllu að vera í heimavist. Og hvað mætti þá segja um kaupstaðabörnin, sem send eru í sum- ardvöl í sveit, frá 6 ára aldri, oft til þriggja mánaða samfelldrar dvalar hjá öllum ó- kunnugum? Sáralítið eftirlit er með þess- um dvalarheimilum fyrir börn, en ég held, að það heyri til undantekninga, ef að börn og foreldrar em ekki ánægð eftir sumarið. Svo er það lenging skyldunámsins um 1 ár. Um það eru áreiðanlega skiptar skoð- anir manna á meðal, hvort sú breyting sé til bóta. Ég hef kennt í skóla, ,þar sem bæði var bóknám og verknám, og mér virtist það fara nokkurn veginn alveg saman, að þeir nemendur, sem stóðu sig vel í verknámi voru einnig góðir í bóklegum greinum. Þess vegna held ég að skipting í bóknáms- og verknámsdeildir sé engin allsherjar lausn. Nemendum, sem gengur illa í skóla, leiðist oftast nær og líður illa. Þó að einum vetri sé bætt við skyldunám, er óvíst, að þeir nái nægilega háum einkunnum til þess að geta komizt í aðra skóla. Það eru máske meiri líkur til, að þeim takist það fremur, ef þeir hafa náð meiri þroska með aldri, og hafa unnið fyrir sér 1—2 ár og sjái þá betur, hvers virði það er að ljúka einhverju námi, sem gefur þeim möguleika á að komast að við betur launuð störf. Fleira mætti til tína, en ég læt hér staðar numið. HEIMILI OG SKÓLI — 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.