Heimili og skóli - 01.03.1973, Blaðsíða 47
SVERRIR PÁLSSON,
skólastjóri, Akureyri:
Hrafnagils-
skóli vígður
STÖRMYNDARLEGT SKÓLASETUR
SAMEIGN FJÖGURRA HREPPA
Húsnæði miðskólans á Hrafnagili var vígt
3. des. sl. að viðstöddu miklu fjölmenni úr
Eyjafirði og mörgum gestum öðrum, þ. á m.
Magnúsi Torfa Ólafssyni, menntamálaráð-
herra, Helga Elíassyni, fræðslumálastjóra,
og nokkrum af alþingismönnum kjördæm-
isins. Talið er, að hátt á fjórða hundrað
manns hafi sótt hátíðina, sem fór vel fram
og virðulega, var héraðsbúum til sóma og
speglaði v«l þann almenna fögnuð, sem rík-
ir meðal þeirra vegna stofnunar hins nýja
héraðsskóla, en fram til þessa hafa Eyfirð-
ingar orðið að senda börn sín að heiman,
oft í fjarlæga landshluta, til að koma þeim
til framhaldsnáms að loknu skyldunámi.
Jón Hjálmarsson í Villingadal setti há-
tíðina fyrir hönd byggingarnefndar skól-
ans og stjórnaði henni af röggsemi og
smekkvísi. I upphafi annaðist sr. Bjartmar
Kristjánsson á Laugalandi helgistund, en
Telpnakór Hrafnagilsskóla söng undir
stjórn frú Sigríðar Schiöth, Hólshúsum.
Því næst flutti Kristinn Sigmundsson, Arn-
arhóli, formaður byggingarnefndar, ræðu
og rakti sögu framkvæmdanna. Þar kom
fram m. a., að fyrsti fundurinn um skóla-
málið var haldinn að frumkvæði Valgarðs
Haraldssonar, námsstjóra, 4. maí 1965, og
sátu hann fulltrúar þeirra hreppa, sem sam-
einuðust um byggingu skólans og rekstur
hans, þ. e. Hrafnagils-, Saurbæjar- og Ong-
ulsstaðahreppar í Eyjafjarðarsýslu og
Svalbarðsstrandarhreppur í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Byggingarnefnd var kosin 1966,
fjárveiting tryggð og skólanum valinn stað-
ur. Byggingarframkvæmdir hófust 1969,
kennsla hófst (í heimavistarhúsnæðinu) í 2
deildum 1971 og í hinu eiginlega kennslu-
húsnæði nú í haust. Nú er 1. áfanga að
heita má lokið, og er hann fyrsta skólahús-
ið, sem byggt er samkvæmt hinum nýju
skólakostnaðarlögum. Þó vantar mikið á,
að uppbyggingu skólasetursins sé lokið.
Þá flutti Magnús Torfi Ólafsson, mennta-
málaráðherra, ræðu. Hann samfagnaði Ey-
HEIMILI OG SKÓLI — 39