Heimili og skóli - 01.03.1973, Qupperneq 62
hún góðs undirbúnings, einkum hvað varð-
ar málþroska og lestur. Geti þessir nem-
endur ekki sótt skóla að staðaldri, verður
að finna aðra þá lausn, sem við má una.
Hér verður bent á tvær mögulegar lausnir:
a) Ungbarnaskóla, sem starfi í nánum
tengslum við þann skóla, sem börnin
munu sækja síðar. Slíkir skólar yrðu
staðsettir þar sem svo háttar, að dagleg
skólasókn án heimavista sé möguleg
(sbr. útibú Kleppsjárnsreykjaskóla að
Hvanneyri).
b) Heimanám fyrir 7 og 8 ára börn, þar
sem staðhættir eru þannig, að ekki er
unnt að láta börn sækja skóla nema með
dvöl í heimavist. Heimanámið yrði
skipulagt af þeim skóla, sem börnin
fara í við 9 ára aldur. Kennari við þann
skóla mundi annast eftirlit og vera
nemendum og foreldrum þeirra til leið-
beiningar. Æskilegt er, að þessi börn
sæki skólann nokkurn tíma vor og haust.
5. Stefnt verði að því að skapa innan
hvers heildarsvæðis aðstöðu til eins mikils
framhaldsnáms að loknum þeim níu náms-
árum, sem um hefur verið rætt, og nem-
endafjöldi og aðstæður allar leyfa.
6. I samræmi við ofangreint verður skipt-
ing á skóla miðuð við þessi skólastig:
a) 1.—4. námsár. Aldur að jafnaði 7—10
ár. Viðfangsefni: Skólaþroskun og
kennsla undirstöðugreina (lestur, reikn-
ingur, skrift) og byrjað á lesgreinum.
b) 5.—7. námsár. Aldur að jafnaði 11—
13 ár. Viðfangsefni: Til viðbótar áður-
nefndu, erlend tungumál og raungrein-
ar.
c) 8.—9. námsár. Aldur að jafnaði 14 og
15 ár. Viðfangsefni: Fjölbreytt kennsla
54 — HEIMILI OG SKÓLI
með vali á milli tveggja námslína og
auk þess vali einstakra námsgreina.
d) Framhaldsstig. Nám að loknum ofan-
greindum 9 námsárum. Ekki hafa enn
verið teknar neinar ákvarðanir um
breytingar á fyrirkomulagi á þessu
skólastigi, en hins vegar ljóst, að mikl-
ar breytingar hljóta að verða. Sem
stendur, er því ekki hægt að gera fyrir
því nákvæma grein, en haft er í huga,
að á svæðinu sé fyrir hendi stofnun eða
stofnanir, sem gefi nemendum kost á:
1. undirbúningi undir ýmiss konar sér-
skólanám í nokkuð ríkari mæli en
núverandi framhaldsdeildir eru mið-
aðar við,
2. bóklegri kennslu fyrir iðnnám, en
hinn verklegi hluti þess fari fram í
verkskóla,
3. námi á menntaskólastigi, og
4. námi til undirbúnings undir ýmiss
störf.
Frá mengjanámskeiði
Ef hér dveldum lengur en lengi
og leikni sljórra gáfna þjálfum,
endum loks sem mengja mengi
margfeldanna af okkur sjálfum.
Í,.
Margt sé hverjum manni kennt,
sem munist og geymist lengi.
En við erum aðeins element
í eilífðanna mengi.