Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 63

Heimili og skóli - 01.03.1973, Síða 63
BREF TIL KEIMNARA Eftirfarandi kaflar eru sýnishorn úr bók- inni „Bi'éf til kennara.“ Hún er skrifuð af 8 ítölskum skóladrengjum frá fjallahérað- inu Barbiana í nágrenni borgarinnar Flór- enz á Italíu. Þeir tóku sér það verkefni fyr- ir hendur að kanna og gagnrýna ítalska skólakerfið. Og árangurinn varð ofangreind bók, sem einkum er ætlað að skírskota til fátækra foreldra á Ítalíu. Bókin hlaut þeg- ar afar góðar viðtökur þar í landi og reynd- ar alls staðar, þar sem hún hefur verið þýdd. Hér er stuðzt við enska útgáfu bókarinn- ar, en þar skrifar eftirmála fyrrverandi menntamálaráðherra Breta, Edward Boyle, sem nú er vararektor háskólans í Leeds. Hann segir m. a. þetta: „Bréfið ykkar hafði mikil áhrif á mig og því langar mig til þess að senda ykkur kveðju mína. Bréfið ykkar lýsir miklum geðshræringum, stundum reiði, en jafn- framt þeirri skoðun, sem aldrei verður nægilega oft undirstrikuð, að allt of marg- ir drengir og stúlkur í landi ykkar og mínu hverfa frá námi án þess að hafa átt þess kost að sýna raunverulega getu sína í skól- anum.“ Kœri kennari Þú manst sjálfsagt ekki eftir mér eða hvað ég heiti? Við erum svo margir, sem höfum fallið hjá þér. Hins vegar verður mér oft hugsað til þín og hinna kennaranna og þessarar stofnunar, sem þú kallar skóla og um drengina, sem náðu ekki prófi. Við, sem féllum, fórum í vinnu úti í sveit, í verksmiðjur, þar sem við erum þér gleymdir. Feimni Þegar ég byrjaði í unglingaskóla fyrir tveimur árum, var ég feiminn við þig. Reyndar hefur feimnin háð mér allt mitt líf. Þegar ég var lítill drengur, var ég van- ur að Iíta til jarðar eða læðast meðfram veggjunum til þess að sjást ekki. I fyrstu hélt ég, að um einhvern sjúkdóm væri að ræða, sem herjaði á mig eða alla fjölskyldu mína. Mamma er þannig, að hún verður feimin og roðnar, ef hún sér símtól. Pabbi talar ekki mikið, en hann hlustar og tekur eftir. Sein-na hélt ég, að feimni væri sjúkdóm- ur, sem þjáði einungis fjallabúa. Bændurn- ir, sem bjuggu niður í dalnum, virtust ör- uggari með sig. Svo að ég tali ekki um verkafólkið í bæjunum. Nú hef ég horft upp á það, að því er í raun og veru svipað farið og okkur. Verka- fólkið í bæjunum lætur „pabbadrengina“ hrifsa til sín allar ábyrgðarstöður í stjórn- málaflokkunum og þar með öll þingsætin. HEIMILI OG SKÓLI — 55

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.