Heimili og skóli - 01.03.1973, Page 66
einn yfir bókunum og las. Ég var drengur
eins og þínir drengir eru, en í Barbiana var
slíkt ekki liðið. Ég varð að vera hjálpfús,
jafnvel þótt ég væri ekki í skapi til þess.
Drengirnir úr borginni
Þegar efri bekkir barnaskólans í Vicchio
voru byrjaðir, komu nokkrir drengir þaðan
til Barbiana. Auðvitað þeir, sem höfðu fall-
ið.
Feimnin virtist ekkert vandamál hjá
þeim. En þeir voru fávísir á öðrum svið-
um. T. d. fannst þeim sjálfsagt að farið
væri í leiki, frí höfð öðru hverju og að
skólinn væri fórn fyrir þá. Þeir höfðu
aldrei heyrt um það getið, að maður færi í
skóla til þess að læra og það væni forrétt-
indi. Þeir litu svo á, að kennarinn ætti að
vera hinum megin við púltið, svo að hægt
væri að gera at í honum. Jafnvel reyndu
þeir að skrifa upp verkefni eftir öðrum.
Langur tími leið, þar til þeir trúðu því, að
engar einkunnir voru gefnar.
Hænsni
Svipuð undanbrögð voru viðhöfð, þegar
kom að kynferðismálunum, sem þeir héldu
að hafa ætti í hvíslingum. Sæju þeir hana
elta hænu, urðu þeir kindarlegir á svipinn,
rétt eins og hórdómur hefði verið drýgður
fyrir augunum á þeim.
Samt var það svo, að kynferðisfræðslan
var það námsefni, sem fyrst vakti áhuga
þeirra. I skólanum áttum við bók um líf-
færafræði, og sátu þeir úti í horni með
hana. Tvær blaðsíður í bókinni voru bein-
línis lesnar upp til agna.
Seinna fundu þeir ýmislegt fleira fróð-
legt í bókinni. Og þar kom, að jafnvel
mannkynssaga gat verið skemmtileg.
58 — HEIMILI OG SKÓLI
Sumir þeirra hafa haldið áfram að leita
eftir nýjum fróðleik og hafa áhuga á öllu.
Þeir kenna yngri nemendum og hafa orðið
einn af okkur.
Þó standa sumir enn utan dyra.
Stúlkur
Til Barbiana komu aldrei stúlkur frá
borginni. Kannski vegna þess að vegurinn
var hættulegur? Kannski vegna þess að for-
eldrar töldu ekki nauðsynlegt, að stúlkur
gengu í skóla? Þeir trúðu því, að konunni
nægði að hafa sinn hænuhaus. Karlmenn
ætlast ekki til þess, að konur séu gáfaðar.
En er þetta ekki eins konar kynþáttamis-
rétti? Við getum ekki skellt skuldinni á
ykkur, kennarar. I þessum efnum metið þið
stúlkur meir en foreldrarnir.
Sandro og Gianni
Sandro var 15 ára, stór eftir aldri og því
sem næst fullvaxinn maður. Kennarar hans
sögðu, að hann væri vangefinn, og nú átti
hann að vera í þriðja skiptið í 4. bekk
barnaskólans.
Gianni var 14 ára. Hann var áhugalítill,
enda næstum því ólæs. Hann var talinn af-
brotadrengur og átti það við rök að styðj-
ast, en engin afsökun fyrir því, að honum
skyldi vera vísað úr skóla.
Hvorugur þeirra hafði í hyggju að halda
áfram í skóla. Þeir höfðu náð því marki að
hætta námi og fara að vinna. Þeir komu til
okkar vegna þess, að við lögðum lítið upp
úr einkunnum, og voru settir í bekk með
jafnöldrum sínum. Þetta var í fyrsta skipti,
sem skólinn hafði sýnt þeim velvild. Sandro
mun alltaf muna það. Gianni man það
stundum.
V. H. þýddi.