Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN
15
1—2 ára tímabili, en jafnar sig
meira eða minna á milli. Eftir
nokkur slík köst fær sjúklingur
svo gjarnan stóra thrombosis, sem
drepur hann eða lamar stórkost-
lega og varanlega. Neurologisku
einkennin eru háð því, hvaða æð
lokast, og verður ekki farið hér
út í nánari lýsingu á þeim.
III. Embolia cerebri.
Orsakir. Helztar eru:
1. Stenosis mitralis er algeng-
asta orsökin. Myndast við þetta
ástand gjarnan coagula í vinstra
framhólfi hjartans, sem borizt
geta til heila.
2. Infarctus myocardii. Vegg-
stæðir thrombi geta myndazt í
hjartanu og hlutar þeirra svo bor-
izt til heila.
3. Endocarditis bacterialis.
lf. Igerðir í lungum geta valdið
septiskum embolium.
5. Lungnaæxli ýmis geta sent
frumu-emboli til heila.
6. Beinbrot valda stundum fitu-
emboli. Fitukúlur berast þá inn í
bláæðakerfið, fara gegnum lung-
un og upp til heila.
7. Loft getur borizt með blóð-
rás til heila og valdið loft-emboli.
Einkeimi og gangur. Einkenni
koma mjög skyndilega. Venjulega
missir sjúklingur ekki meðvitund,
en verður venjulega nokkuð rugl-
aður, fær höfuðverk og stundum
krampa. Neurologisk einkenni,
sem eru háð því, hvaða æð lokast,
eru oft ekki mikil strax eftir áfall-
ið, en fara svo smám saman vax-
andi vegna krampa í æðinni, heila-
bjúgs og thrombosis í æðinni. Við
þetta geta svo bætzt einkenni um
meningitis eða abscessus cerebri,
ef embolus hefur verið septiskur.
IV. Hæmorrhagia cerebri.
Orsakir. Greina má milli tveggja
forma af blæðingum í heila, annars
vegar stórrar slagæðablæðingar,
apoplexia cerebri, og hins vegar
háræðablæðingar, purpura cerebri.
A. Apoplexia cerebri getur or-
sakazt af:
1. Atherosclerotiskum breyting-
um í heilaæðum með eða án há-
þrýstings, og er það langalgeng-
asta orsökin. Ef háþrýstingur er
líka til staðar, verka hækkaður
þrýstingur í slagæðakerfinu og
minnkuð mótstöðugeta æðaveggj-
anna saman. Tíðust er heilablæð-
ing af þessum orsökum hjá mið-
aldra fólki með háþrýsting og al-
gengari meðal karla en kvenna.
Hjá ungum einstaklingum með há-
þrýsting er heilablæðing af þess-
um orsökum tiltölulega fátíð, og
hjá gömlu fólki er thrombosis
cerebri algengari afleiðing.
2. Aneurysma congenitum og
angioma. Tíðast er, að þessir van-
skapnaðir æðanna valdi heilablæð-
ingu á fyrri hluta fullorðinsára.
3. Aneurysma mycoticum
lf. Trauma. Heilablæðing af
báðum þessum orsökum getur
komið fyrir á öllum aldri.
B. Purpura cerebri getur stafað
af:
1. Toxiskum áhrifum á háræðar
heilans. Kemur þetta fyrir við
sumar bráðar infectionir (botul-
ismus, scarlatina o.fl.) og kemisk-
ar eitranir (salvarsan, sulfonamið
o.fl.).
2. Ýmsum system-sjúkdómum,
t.d. leucæmia, scorbutus, peri-
arteritis nodosa, polycytæmia.
A. Apoplexia cerebri.
Einkenni. Blæðingin kemur
alltaf skyndilega og getur
komið hvort heldur sjúkling-