Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 23
LÆKNANE MINN
a.m.k. Þetta er ekki kennslusjúkra-
hús, enda er mjög erfitt að kom-
ast inn á þau.
Skömmu á eftir mér kom
kanadiskur læknastúdent, sem ætl-
aði einnig að dveljast þarna mán-
aðartíma. Okkur var vísað til her-
bergja í sömu álmu og læknarnir,
og voru þau hin vistlegustu á
enska vísu.
Á sjúkrahúsinu voru aðeins tvær
deildir, handlæknis- og lyflæknis-
deild, auk venjulegra rannsókna-
deilda og slysadeildar, en þangað
komu acut-tilfelli bæði medicinsk
og kirurgisk, og þaðan voru sjúkl-
ingarnir fluttir á deildirnar eftir
því sem við átti. Þar voru alltaf
tveir menn á vakt í einu, einn af
hvorri deild. Við Kanadamaðurinn
vorum báðir á lyflæknisdeild.
Þar voru þrír consultantar, sem
lögðu inn sjúklinga og stunduðu
þá. Þeir voru eins konar yfirlækn-
ar og allir enskir. Næstur þeim að
tign var registrar, skozkur strák-
ur, og var hann eins konar deild-
arlæknir, en svo voru housemen
eða aðstoðarlæknar, einn fyrir
hvern consultant.
Consultantarnir voru þeir einu,
sem ekki bjuggu á sjúkrahúsinu.
Húsmonnirnir voru frá ýmsum
samve’dislöndum, mest Pakistan
og Indlandi. Hjúkrunarkonurnar
voru af öllum þjóðernum. Þær
æðstu voru þó enskar, en hinar
flestar svartar, frá ýmsum sam-
veldislöndum. Hjúkrunarnemarnir
voru allar nema ein af gula eða
svarta kynstofninum. En eitt
hafði þetta fólk sameiginlegt: Það
var allt gott fólk og gaman að
kynnast því.
Strax annan daginn fórum við
á stofugang. Stofurnar voru mjög
svipaðar og á Kleppi, tvær á hverri
hæð, önnur fyrir karlmenn og hin
fyrir konur. Á hverri stofu voru
ca. 20 rúm, og var hægt að tjalda
utan um hvert fyrir sig, ef skoða
þurfti sjúkling.
Ýmis merkileg og sjaldgæf sjúk-
dómstilfelli voru þarna, en flestir
höfðu sjúklingarnir, auk annars,
kroniskan bronchitis, en það virð-
ist vera mjög algengur sjúkdómur
þarna.
Einn consultantinn var svo vin-
samlegur að útvega okkur leyfi til
að fylgjast með demonstrationum
við The London Hospital Medical
College (University of London), og
fórum við þangað og höfðurn mikið
gagn og gaman af. Þar er svipað
fyrirkomulag og hjá okkur. Einn
stúdentinn tekur journal og skoðar
sjúklinginn og les það svo fyrir
hópinn og setur sína diagnosu.
Aldrei er þó tekið með í söguna
nema það, sem máli skiptir í við-
komandi sjúkdómi, og sparast því
mikill tími. Hinu er öllu sleppt.
Þannig var oft hægt að fara yfir
tvo sjúklinga á 45 mínútum. Ann-
að var öðruvísi en hér: Nemend-
urnir helltu spurningum vfir kenn-
arann alls ófeimnir. Mættum við
gera meira af því.
Ég varð að athlægi, þegar ég
sagðist lesa Cecil í medicin. ,,Þú
átt ekki að lesa svona stóra bók
fyrir kandídatspróf, þú gleymir
því hvort sem er aftur, sem í henni
stendur. Þú átt að lesa litla bók,
t.d. Davidson, og læra hana vel. Ef
þú gerir það, þá kanntu nógu mik-
ið, og svo geturðu notað Cecil ti)
uppsláttar. Það er betra að kunna
Davidson vel en Cecil illa. Eftir
kandídatspróf geturðu svo lesið
Cecil“! Þetta sagði skozki registr-
arinn, og hinir voru sammála.
Vafalaust er mikið til í þessu, og
ég veit um menn, sem hafa gert
þetta hér og gengið vel, en ekki
mundi ég nú þora það!
Kanadíski stúdentinn sagði, að