Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 36

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 36
36 LÆKNANEMINN I Bandaríkjunum og sums staðar á Norðurlöndunum er hún ein af stærstu kennslugreinunum, hefur flesta tíma á eftir lyflæknisfræði og handlæknisfræði ásamt barna- sjúkdómafræði og fæðingarhjálp. Þegar minnzt er á barnasjúkdóma, dettur mér í hug barna-geðlækn- isfræði, sem okkur vantar alveg. Mér vitanlega er aðeins einn læknir að læra þá grein, en þar verður áreiðanlega nóg að gera fyrir fleiri. Auðvitað ætti að leggja meiri áherzlu á barnasjúk- dómafræði og geðlæknisfræði vegna þess, hve þær eru mikill þáttur í starfi hins almenna lækn- is. Að vísu er misjafnt, hvað menn telja meðferð geðsjúkdóma mik- inn hluta þess, en flestir telja var- lega áætlað, að um þriðjungur vinnutíma þeirra fari í að sinna þeim, og reiknað er með, að yfir þriðjungur sjúklinga á lyflæknis- deildum séu neurotiskir. Tíðni þessara sjúkdóma í sjúkdóms- greiningum fer auðvitað talsvert eftir því, hvað læknar hafa vak- andi auga fyrir þeim. Auk þess eru ýmsar nýjar grein- ar, sem taka þyrfti upp hérna, t.d. „medicinsk psychologi“, sem væri þá kennd strax í fyrsta hluta. Sú grein snertir allmjög geðlæknis- fræði, enda unnin frá henni, og er miklu tengdari læknisstarfinu en almenna sálarfræðin, sem stúdent- ar læra nú; á eiginlega heima samhliða lífeðlisfræðinni. Þessi grein er víða kennd við lækna- skóla erlendis, t.d. munu Danir ætla að taka hana upp í 36 fyrir- lestrum á fjórða misseri fyrsta hluta. Er þá ætlazt til, að farið sé yfir þróunarsálfræðina almennt hjá dýrum og börnum, skynjun- ina, þekkingarfræðina, minnið, hvernig maður lærir og leysir vandamál, hugsunina, greindina, tilfinningalífið, persónuleikana og þróun þeirra, félagssálfræði og dá- lítið um „interpersonal relation- ship“. Þetta er það helsta, sem í greininni er fólgið, að viðbættu einhverju um „doctor-patient relationship“. sem ég ætla að minnast á í þessu miðhlutanám- skeiði. Þessa grein væri mjög æski- legt að taka upp. Sem dæmi mí nefna, að við almenna læknisskoð- un þarf alltaf að slá mati á greind sjúklingsins, hve frásögn hans sé tæmandi og áreiðanleg og til hvers sé hægt að ætlast af honum í sam- bandi við meðferð. Okkur vantar fleira en aukna kennslu í geðlæknis- og sálarfræði, t.d. „biostatistic" og erfðafræði, og mættu gjarnan vera 20—30 fyr- irlestrar í hvorri grein. Þá er ein grein, sem verður æ nauðsynlegri, eftir því sem meðalaldur hækkar, „geriatri". Hún er raunar fyrst og fremst blanda af lyflæknis- fræði, geðlæknisfræði og „social medicin“. Það er margt hægt að gera fyrir gamla fólkið, ef mað- ur lærir um viðbrögð þess og þekk- ir hinar félagslegu leiðir til hjálp- ar. Raunar er þar grein, sem okk- ur vantar miklu meira um, social medicin, sem sjá má af því, að ís- lenzkir læknar í Svíþjóð og Dan- mörku verða að taka sérstakt próf í henni. En þá komum við auðvitað að afskaplega miklu vandamáli. Ekki er hægt að auka við námsefnið endalaust, einhvers staðar verður að skera af líka eða hagnýta tím- ann betur á einhvern hátt. Sex og hálft ár er takmarkaður tími, og ekkert vit er í að lengja leiðina að kandidatsprófi frá því, sem nú er. Þetta yrði fyrst og fremst að leysa, áður en unnt er að bæta miklu við. — Já, ættum við kannski að

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.