Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 37

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 37
LÆKNANEMINN 37 minnast eitthvað á kennsluskipu- lagið í heild? — Ég veit ekki, þetta er nú orð- ið allnokkuð hjá okkur. Auðvitað er fjöldamargt, sem drepa mætti á, ef litið er í heild á alla kennslu í deildinni og hlutverk kennara sem slíkra, en það yrði of langt mál og hefur talsvert verið rætt áður. Þó er eitt, sem ég sakna sér- staklega, þ.e. að við kennararnir skulum ekki samræma kennsluna taetur fyrir ykkur stúdentana. Þið fáið einn bita hér og annan þar um skyld efni á mjög mismunandi tímum. Svo að við tökum til dæm- is það, sem næst mér er, þá væri mjög æskilegt, að um leið og þið færuð í meltingarfæra- og hjarta- sjúkdóma væri einnig rætt um neurosur og ,,psychosomatiska medicin", sem nú er raunar brennt fyrir, að við getum nokkru sinni farið yfir. Með þessu mætti líka taka viðeigandi lífeðlis- og lyf jafræði. Annað dæmi eru skjald- kirtilsjúkdómar. Um þá ættuð þið að fá nær samtímis kennslu hjá lyflækni, handlækni og geðlækni, enda mjög áríðandi stundum að greina á milli neurosu og t.d. hyperthyreosu. Það kemur oft fyrir, að bæði hypo- og hvper- thyreosur eru fyrst greindar inni á geðspítala, og það kemur líka fyrir, að við dettum í vatnið og meðhöndlum hyperthyreosu sem neurosu. Svo má heldur ekki gleyma því, að þetta tvennt fer oft saman, og neurosan stendur í full- um blóma áfram, þótt struma sé tekið. Nú, og að hve miklu leyti orsakast hyperthyreosa af and- legu áfalli? Þessa kennslu mætti e.t.v. hafa í því formi, sem kallað er ,,panel- discussion“. Þá eru t.d. 4—5 kenn- arar í einu, og hver þeirra fjallar um sinn hluta af efninu. Svo er hægt að beina til þeirra spuming- um, en annars fara umræður frem- ur fram á milli þeirra innbvrðis, eins og t.d. á laugardagsfundun- um í Landspítalanum, heldur en að allir í salnum taki mikinn þátt í þeim, eins og gert er í „sym- posium“. Þetta er auðvitað mannfrekt, en þó þyrfti ekki að hugsa sér, að allir kennararnir sætu inni samtímis, heldur gæti hver haft sinn tíma, og svo kæmu þeir saman á eftir í stuttan um- ræðutíma, ef þeir hefðu mjög mis- munandi skoðanir, t.d. á orsökum, meðferð eða hverju, sem vera skyldi, svo að stúdentum yrði Ijóst, hvernig kennarar leiða sam- an hesta sína; já, og hvað þetta eru ennþá dæmalaust ,,relativ“ vísindi! Þá er spurning, hvort ekki ætti líka að taka upp e.k. symposium- form í kennslunni, þar sem því verður við komið, ekki ósvipað og þið hafið oft haft í Félagi lækna- nema og er mjög gott. Þetta er tiltölulega handhægt, þar sem þið eruð samferða í námi nokkrir stúdentar í fremur afmöv,kuðum hóni. Þá yrði verkefninu deilt milli allra í hópnum, og hver um sig ræddi sitt efni í 10—20 mín- útur. Síðan ræddi hópurinn út frá því, og kennarinn væri eiginlega ekki til annars en að leiða umræð- urnar og svara spurningum. — Prófessor Snorri Hallgríms- son tók ulcus pepticum á þennan hátt með okkur s.l. vetur, og fannst víst flestum góð tilbreyt- ing. Annars var það í nokkrum sundurslitnum tímum og nýttist því varla eins vel og ella. auk þess sem mönnum hætti til að leggja óþarflega mikla vinnu og tíma í þetta, en það eru væntanlega byrj- unarörðugleikar,

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.