Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 46

Læknaneminn - 01.11.1965, Síða 46
J,6 LÆKNANEMINN útsýni, en þó grillti í flestar eyj- arnar. Segja mér fróðir menn, að sé ekki þoka á Helgafelli né mjög hvasst megi lenda í Eyjum, enda var lent í þessari ferð. Þá var ég nú kominn. Einar læknir var mættur með bíl á flug- vellinum til að sækja mig, og var ég harla feginn, þar eð ég þekkti varla sálu, hvað þá heldur áttirnar. Geystumst við í bæinn, beint heim til Einars, og var mér tekið þar sem einum af fjölskyldunni. Ekki gat ég farið mikið fyrsta daginn til að litast um vegna rigningar, sem var yfirþyrmandi mikil. Dvaldist ég því mest inni við og aflaði upplýsinga, hvernig starfi mínu yrði háttað og hvern- ig staðhættir voru. Næsta mál á dagskrá var að hola mér niður einhvers staðar. Átti ég tveggja kosta völ, að búa heima hjá Einari eða í sjúkrahús- inu. Okkur Einari kom saman um að búa ekki í sama húsi, þar eð of mikið ónæði gæti orðið af því, ef við skiptumst á bæjarvöktum. Valdi ég því síðari kostinn. Hins vegar mátti ég skoða heimili þeirra læknishjóna sem mitt eig- ið, og var ég þar alltaf velkominn. Þá var að skoða sjúkrahúsið og koma dótinu mínu fyrir. Ekki get ég neitað því, að ég varð hissa, þegar ég sá það, þar eð að útliti til virtist það vera allt annað en sjúkrahús. Líktist það talsvert stjórnarráðshúsinu, en er tvílyft með kjallara. Það var byggt um 1930, en er samt áreiðanlega með óhentugustu sjúkrahúsum á land- inu. I kjallaranum er eldhús, mötu- neyti, Röntgentæki, ljósastofa, miðstöð, þvottahús og herbergi, sem ég fékk til afnota. Auk þess er þar baðherbergi með eina bað- keri hússins. Á neðri hæð eru karlastofur. Ein er með um það bil tíu rúmum og tvær aðrar með tveimur og f jórum rúmum. Svo eru salerni, skol, vaktstofa hjúkrunar- kvenna, býtibúr og skurðstofa ásamt skiptistofu. Á efri hæð eru kvennastofur, þrjár meðalstórar og ein tveggja manna, fæðingar- herbergi og sængurkvennastofa. Auk þess er þar líka salerni, skol og svefnherbergi hjúkrunarkonu. Öll vinnuaðstaða er erfið í sjúkrahúsinu. Hvergi er unnt að renna rúmum gegnum dyr. I minnstu stofunum þarf að lyfta sjúklingum yfir fremri sjúklinga til að koma þeim í innra rúm. Engin fólkslyfta er í húsinu, held- ur aðeins matarlyftubora. Þarf því að bera alla ógangfæra sjúkl- inga, en þeir eru æði margir, bæði í bað einu sinni í viku og í þær myndatökur, sem til falla. Þar eð býtibúr og vaktstofa hjúkrunar- kvenna eru á neðri hæð, þurfa þær að hlaupa milli hæða til að sinna köllum. Hjúkrunarliðið er of fátt, og þarf því oft að halda vel á spöð- unum. Byrjað var að reisa nýtt sjúkra- hús fyrir 3—4 árum. Á það og mun leysa mörg af áður nefndum vandkvæðum. Sjúkrahúsið átti upphaflega að verða tilbúið eftir u. þ. b. 4—6 ár, en allar horfur eru á, að fjórfalda megi þá tölu, ef að líkum lætur. Rétt hjá sjúkrahúsinu er starfs- stúlkna- og hjúkrunarnemabústað- ur. Kallast þetta hús alltaf „Vill- an“. Hvílir mikill ævintýraljómi yfir nafninu, enda frægt frá fornu fari og að endemum. Á spítalann leggjast flestir sjúklingar frá Vestmannaeyjum og skipum í námunda við þær, svo og fólk, sem veikist á ferðalögum þarna. Margir sjúklingar eru send- ir til Reykjavíkur, en reynt er að

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.