Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 47

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 47
LÆKNANEMINN sinna öllu, ef nokkur leið er. Marg- ir sjúklinganna eru gamalmenni, sem í raun og veru daga uppi á sjúkrahúsinu, en fara ekki á elli- heimili, eins og vera ætti. Er þetta aðallega vegna lélegrar að- stöðu og aðbúnaðar á elliheimili bæjarins. Það eð ég var ráðinn til spítal- ans, kom það að miklu leyti í minn hlut að fylgjast með þeim sjúklingum, sem lágu þar. Mest voru þetta gamalmenni, eins og áður er sagt, og var sjaldnast um nokkra dramatíska meðferð að ræða, frekar að sjá um, að fólk- inu liði sæmilega vel. Auk þessa tók ég þær sjúkraskýrslur, sem þurfti, tók Röntgenmyndir eftir því, sem ég gat, svæfði við að- gerðir, þegar þær voru, o. s. frv. Var hin daglega sjúkrahúsvinna ekki ýkja mikil. Hins vegar var alltaf annað slagið að rekast inn fólk, sem þurfti smáaðgerða við eða lyf- seðla, og fór oft töluverður tími í að sinna slíku. Mest var að gera, þegar ég tók bæjarvaktir. Gerði ég dálítið af því, enda vorum við aðeins þrír samstarfsmenn í 5000 manna bæ, þ. e. héraðslæknirinn, Þórhallur Ólafsson, Einar og ég. Ekki get ég neitað því, að mér var um og ó, a. m. k. fyrst, að taka vaktir, en þar eð ég mátti alltaf hafa læknana að bakhjarli, leið mér betur. Mörg skemmtileg tilfelli fékk ég í hendurnar, sum lærdómsrík. Dálítið erfitt var að sinna vöktun- um, þar eð ég var bíllaus og oft töluvert langar vegalengdir að fara. Lögregla staðarins híjóp mjög oft undir bagga með mér, og þegar hún var ekki viðlátin, ók bílstjóri sjúkrabílsins mér oft. Kom þetta sér mjög vel, þar eð ég þekkti lítið til götu- eða bæjar- heita og ósjaldan margar vitjanir. Oft mátti ekki miklu muna, að lög- reglan gæti aðstoðað mig, af því að hún hafði auðvitað skyldustörf- um að sinna, t. d. í sambandi við ölvun, slys, eldsvoða o. s. frv. Einu sinni sem oftar fór ég í vitjun í fylgd lögreglunnar, og dvaldist mér alllengi hjá sjúkl- ingnum. Allt í einu heyrði ég hvína hátt í brunalúðri bæjarins og hugsaði með mér, að nú hlyti lögreglan að fara að sinna elds- voðanum. Fólkið, sem ég var hjá, fullyrti, að lögreglan væri farin, en hún hlyti að koma seinna og ná í mig. Sættist ég á það og tyllti mér um stund og ræddi við fólkið hálftíma eða svo. Fór mér þá að leiðast biðin og ákvað að ganga heim, ef enginn væri mættur að sækja mig. Fór ég þar með, en hverjir voru þá fyrir utan húsið aðrir en lögregluþjónarnir ? Höfðu þeir setið þar tveir og masað um heima og geima allan tímann, en ekkert tekið eftir brunaútkallinu. Sagði ég þeim, hvað ég hefði orðið var við, og brá þeim heldur ónotalega og óku af stað sem óðir. Slapp ég naumlega út úr bílnum við spítalann, en þeir héldu áfram beint í eldinn, sem þá var löngu slökktur. Þetta sýndi vel, að lipurð lögreglunnar gat orkað tvímælis, því að lögreglustöðin var einmitt tóm á þessum tíma og báðir vakt- hafandi lögregluþjónar á ferð með mig um bæinn, þegar annað alvar- legra verkefni beið þeirra. Sem betur fór gleymdist þetta atvik skjótt, og naut ég áfram ágætra selflutninga varða réttvísinnar. Ekki er hægt að neita því, að húsvitjanir bjóða ýmis kynni af mannlegu lífi. Misjöfn kjör og misjafn hugsanagangur eru nátt-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.