Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 48

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 48
LÆKNANEMINN 48 úrlega eins og gerist og gengur, en menn rekast á svo ótrúleg fyr- irbæri, að væri frá þeim sagt, tryði enginn nema sá, sem einnig sæi með eigin augum og kynntist af eigin raun. Þannig fór fyrir mér, og tel ég mig sannarlega vera reynslunni ríkari eftir veru mína í Eyjum. Er það trúa mín, að ung- ir læknar muni af fáu læra meira en almennum praxís. Starf mitt var annars aðgengi- legt og oftast auðleyst. í ágúst var yfirleitt lítið að gera, enda fólk upptekið við vinnu, lítið um pestir og lítið af aðkomufólki. I september jókst hins vegar mjög mikið öll vinna hjá mér. Pestir voru byrjaðar að ganga, það var meira af slysum, og fólk virtist gefa sér meiri tíma til að leita læknis. Hafði ég því fullnóg að gera seinni hluta veru minnar. Mér varð hugsað til þess, að ekki væri mikill friður hjá læknum yfir vertíðina, þegar allt fyllist af aðkomufólki með öllu, sem því fylgir, og þeir ef til vill tveir eða jafnvel einn. Það verður varla skilið við eyjarnar án þess að lýsa aðeins staðháttum og þjóðlífi, enda þótt margir þekki þar betur til en ég og séu hæfari til slíks. Vestmannaeyjar eru yfirleitt mjög klettóttar og þverhníptar. Á Heimaey er þó töluvert flatlendi, a. m. k. nægilegt til þess að hún sé byggileg. Hún er mjög grösug og grózkuleg, en tré þrífast tæp- ast, og mun selta loftsins ráða miklu þar um. Kaupstaðurinn sjálfur stendur nyrzt á eyjunni og er varinn gegn norðan- og vestanátt af stórum klettum. Þeirra nafntogaðastur er Heimaklettur, þverhníptur og nokkuð hár. Vestmannaeyjabær er heldur í vexti, en fólk flytur mik- ið frá eyjunum, svo að vöxturinn er hægari en barnaframleiðsla eyjarskeggja segir til um. Geysileg útgerð er þaðan og mikil atvinna í sambandi við hana. Þó er eitt, sem hefur dálítið stað- ið fiskiðnaði fyrir þrifum, en það er vatnsskorturinn. Uppsprett- ur eru nánast engar og vatnið mengað jarðsöltum. Sápa freyðir ekki í þessu vatni og það er óhæft til drykkjar. Þetta hefur valdið því, að eyjabúar hafa orðið að safna rigningarvatni af þökum húsa sinna, en það hefur þá ókosti í för með sér, að vatnið getur mengast sóti og öðrum óþverra. Þar eð carcinogen efni kunna að vera í þakvatninu, og þar eð magakrabbamein er hlutfallslega algengt í Eyjum miðað við aðra staði á landinu, hefur mönnum dottið í hug að orsakasamband gæti verið þarna á milli. Hefur prófessor Níels Dungal verið að rannsaka þessa hluti en ekki feng- ið fullnaðarniðurstöðu ennþá. Samgöngur hafa til skamms tíma verið erfiðar við eyjarnar. Sjóleiðin hefur alltaf verið örugg- ust, en miður skemmtileg vegna krappra sjóa og lélegra farkosta. Nýlega hefur ástandið þó batnað. eftir að m. s. Herjólfur kom til sögunnar, traust og gott sjóskip. Flugi er alltaf reynt að halda uppi, ef veður leyfir, en það er hreint ekki sjaldan, að veðurguð- unum þóknast að stugga mann- anna fuglum frá. Versna þá strax samgöngur og sambandið við um- heiminn. Flugfélag Islands var lengi vel hið eina, sem hélt uppi loftferðum, en þetta sumar hóf nýtt félag, Eyjaflug, áætlunarflug, og brá þá svo við, að ferðir Flugfélags ís- lands urðu tíðari, á réttari tímum

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.