Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Side 60

Læknaneminn - 01.11.1965, Side 60
60 LÆKNANEMINN sem stúdentar gera til hans í hinum ýmsu greinum, svo sem framast er unnt á hverjum tíma. Einkum er mikil- vægt, að tima stúdenta sé ekki sóað vegna ófuilkominnar og úreltrar kennslutækni og siæms skipuiags kennslu. Árið 1875 voru samþykkt lög um stofnun læknaskóla á Islandi, og er læknadeildin arftaki hans. Væri nú ekki ráð, að Háskóli Islands einbeitti kröft- um sínum að fullkomnun kennslu- og rannsóknaaðstöðu fyrir þær deildir, sem dýrastar eru við hvern háskóla og um leið mest hættan á að búi við skort af þeim sökum, þ.e. lækna- og tannlækna- deildirnar, svo að þær mættu flytjast í sameiginlegt húsnæði á hundrað ára afmæli læknaskóla á Islandi ? Á þann hátt verður fyrst unnt að framkvæma til fulls þær breytingar á kennsluhátt- um læknadeildar, sem æskilegar munu teljast til að færa kennsluna í viðun- andi horf. Flestir munu nú sammála um, að að- alaðsetur læknadeildar eigi að' vera í nánum tengslum við aðalkennslu- spítalann, þ.e. Landspítalann, að öllum líkindum í sérstöku húsi á Landspítala- lóðinni. Efnafræði og aðrar greinar, sem bætt kynni að verða við til undirbún- ings á fyrsta kennsluári, svo sem stærðfræði, eðlisfræði, félagsfræði o.þ.h., mætti kenna í Háskólabygging- unni, enda sú kennsla skyld kennslu i öðrum deildum og gæti e.t.v. verið sam- eiginleg þeim að einhverju leyti. Fiest önnur kennsla, nema hin kliniska, gæti farið fram í hinu nýja húsi. tmsum kann að þykja óþarfi að flytja t.d. líffæra- og lyfjafræðikennslu að spítalanum, en þó er margt, sem mælir með því, ekki sízt ef þessar greinar yrðu kenndar meira jafnhliða hinum klinisku í framtíðinni. Þarna yrðu ennfremur nauðsynleg macro- og microscopisk söfn, sem nú eru ófull- komin og óaðgengileg stúdentum, auk bóka- og tímaritasafns læknanema sjálfra. Ennfremur lesstofur fyrir læknanema í öllum hlutum, sem yrði þeim augljós félagslegur ávinningur. Ennfremur má benda á, að með því að flytja meginhluta læknakennslunnar að spítalanum verður miklu auðveldara að nýta þá menn til kennslu, er honum eru tengdir, enda þarf að stefna að því að sem flestir þeirra séu jafnframt kennarar. Þannig ætti kennslukvöðin að verða minni og jafnari og kennslan jafnframt fjölbreyttari og betri, sé um leið lögð áherzla á skipulagningu hennar. Loks má telja eðlilegt að tannlækna- deildin fái inni í sama húsi og lækna- deildin vegna svipaðra kennsíugreina og safnþarfa. Tannlæknanemar þurfa líka að sækja hluta af námi sínu til Landspítalans og ætlazt er til, að lækna- nemar læri eitthvað í tannlæknisfræð- um. Að lokum færir ritnefnd Læknanem- ans öllum höfundum beztu þakkir fyrir efniviðinn og óskar hinni næstu góðs gengis. Sjálfur þakka ég ritnefndar- mönnum öllum ánægjulegt samstarf og prentliðinu frábæra lipurð. B. F. S. Sýkillinn og sálin Tvennt er til — að þú takir sýkilinn eða ekki. Og takirðu sýkilinn, er tvennt til — að þú veikist eða ekki. Og ef þú veikist, er tvennt til —■ að þú deyir eða ekki. Og ef þú deyrð, ja, þá er enn tvennt til! (Óþekktur höf.). Um bílveiki tók Bjarni bóndi svo til orða: „Ég er bílveikur, konan mín er bíl- veik, krakkarnir eru allir bílveikir og hundurinn líka. Þetta er ættgengur and- skoti!“ Sjúklingur: •— Við vorum nú skóla- bræður á sínum tíma, svo að ég ætla ekki að bjóða þér borgun. Hins vegar hef ég minnzt þín í erfðaskránni.“ Læknirinn: — Þakka þér kærlega fyr- ir, — heyrðu annars, má ég rétt líta aftur á lyfseðilinn, ég þarf að laga svo- lítið“.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.