Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 10

Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 10
10 LÆKNANEMINN en það getur haft alvarleg áhrif á líkamlegt og sálarlegt ástand hans. Vökvamagn á sólarhring þarf oft að takmarka við 1 1. Ætíð er nauðsynlegt, að nýrna- starfsemi þessara sjúklinga sé rannsökuð sem allra fyrst, því að afleiðingarnar geta orðið alvar- legar, ef sjúklingur hefir nýrna- sjúkdóm og fær svo skyndilega saltsnautt fæði. Lyfjagjöf. Þegar reglusamt líferni, hvíld og hófsemi í mat og drykk hafa ekki tilætluð áhrif með því að losa sjúkling við bjúg, er gripið til tveggja tegunda lyfja: Þvag- leysandi lyfja og hinna eiginlegu hjartastyrkjandi lyfja. A. Þvagleysandi lyf. Mest ber á þeim undirflokki, sem hélt innreið sína í læknis- fræðina” fyrir 12—13 árum, en það er tíazíðflokkurinn. Klórtíazíð var þeirri fyrst og heldur enn velli. Það góða við þessi lyf er, að þau eru gefin per os, og einnig hitt, að ekki er eins nauðsynlegt að halda sjúklingi á mjög saltlitlu fæði. Þó skal það skýrt tekið fram að takmarka þarf salt í fæðu, sé um ákveðna hjartabilun að ræða, og tekst þá oft að halda sjúklingi bjúglausum lengri tíma eingöngu með þessum lyf jum. Tíazíð-lyfin verka bæði proxi- malt og distalt í nýrnapíplum og valda auknum útskilnaði í þvagi á natríum, kalíum, klóríði og vatni. Proximala verkunin getur haft í för með sér hypoklóremiska alka- losu, en distala verkunin hypo- kalemi. Reynslan sýnir, að tölu- vert ber á hypokalemi hjá þeim, sem þurfa að taka þessi lyf dag- lega og að staðaldri. Er því nauð- synlegt, að sjúklingur fái rífleg- an kalíumskammt aukalega, töflur eða upplausn. Aðaleinkenni kalí- umskorts eru: Þróttleysi, lystar- leysi, velgja, uppþemba, hypore- flexi, slappar lamanir og breyting- ar í hjartalínuriti (djúpir S- takkar, S—T lækkanir, lágir T—takkar og hár U—takki). Þá er einnig að minnast, að digitalisgjöf eykur kalíumþörf- ina og stuðlar því að kalíum- skorti. Þau helztu lyf, sem notuð eru af þessari tegund eru: Tabl. Centyl-kalium (hydroklórtíasíð), tabl. chlorthiazidi. Til þess að auka kalíum í blóði eru gjarnan notuð: Tabl. Kaleroid, tabl. Sando-K, mixt. kal. chloridi eða effervescens kal. chlor. Aldosterón-antagonistar: Hér er mn að ræða spíronolaktón, en tríamteren talið hér með, þar eð verkun þess er svipuð og af spíronolaktón. Báðum er það sam- eiginlegt, að verkun kemur venju- iega ekki fyrr en eftir nokkra daga. Þau eru einkum notuð með öðrum þvagleysandi lyfjum til varnar hypokalemi. Verkunarstað- ur er distalt í nýrnapíplum. Spír- onolaktón er bezt að gefa með tíazíð-lyf jum, en tríamteren getur stundum valdið alvarlegu hyper- kalemisku ástandi. Þar sem bæði þessi lyf eru dýr og verkun þeirra er tiltölulega lengi að hafa sín áhrif, koma þau að litlum notum í almennri meðferð þvagleysandi lyfja. Fúrósemíð (Lasix) og etakryn- sýra eru þau kröftugustu þvag- leysandi lyf, sem nú þekkjast. Báðum er það sameiginlegt, að þau skilja hlutfallslega meira út af natríum og klóríði en af kalíum í þvagi. Verkun þessara lyf ja er svo mikil, að mælzt hefir um átta lítra diuresis eftir eins sólar- hrings meðferð. Verkunarstaður í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.