Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Page 14

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 14
n LÆKNANEMINN ar á útgáfudegi, þar sem ekki þykir hæfa annað en að skýra aðeins frá þeim atriðum, sem reynslan og tíminn hafa þegar dæmt gild, en í mesta lagi að tæpa á því, sem er efst á baugi hverju sinni. Þannig bendir margt í þá átt, að læknar þurfi að leggja æ meira á sig tii að fylgjast með, eigi þeir ekki að dragast aftur úr og daga uppi. Á sum- um stöðum hefur verið komið á fót viðhaldskennslu fyrir lækna, og stungið hefur verið upp á að láta lækna gangast undir próf á fimm ára fresti. Spurningin er þá orðin sú, hvernig búa eigi læknaefnin sem bezt undir framtíðina, sem ber í skauti sínu sífellt örari framfarir. Mun meiri áherzlu verður að leggja á hinar svokölluðu grunngreinar læknisfrœðinnar, anatomíu, bíokemíu, míkrobíologíu, fysíologíu, pato- logíu, patofysíologíu, farmakólogíu o. fl., því að frá þessum sviðum koma flestar nýjungar innan læknisfræðinnar, enda er læknisfræðin fyrst og fremst samtengd hagnýting slíkra greina. Kennslunni verður að haga í ríkara mceli þannig, að lœknanemar fái innsýn í rannsókna- vandamál hvers tíma, hver þau séu og hvernig reynt sé að leysa þau. Hér mun prófessorinn í fysíologíu flestum öðrum til fyrirmyndar. Fátt örvar meir áhuga nemenda á námsefninu en frjálsar og óbundnar um- ræður, þar sem spurningar og uppástungur nálgast þekkingarmörk hvers tíma. Hér hefur stuttlega verið rætt um markmið læknakennslu, og nefnd tvö helztu atriðin, sem leiða hvað bezt að því, þ. e. aukin áherzla á grunngreinar og auknir möguleikar læknanema til að fylgjast með því, sem er efst á baugi hverju sinni. Báðum þessum atriðum er hér áfátt, einkum þó hinu síðarnefnda. Er þar að líkindum ein afleiðing þess, hve rannsóknarstarfsemi á hér erfitt uppdráttar, en fleira kemur þar til. Hver veit þó, nema Eyjólfur hressist. ÞDB Þaulsetumenn Á undanförnum misserum hefur brugðið svo kynlega við, að ís- lenzkir stúdentar hafa virzt með meira lífsmarki en áður hefur þekkzt. Hafa stúdentar m. a. haft í frammi kröfur um aukin áhrif á stjórnun Háskólans. Að vonum hafa slíkir tilburðir af hálfu stúdenta mætt and- spyrnu. Er því haldið fram með réttu, að það sé eðli stúdenta að koma og fara. IJt frá þessu er dregin sú ályktun, að erfitt sé að trúa stúd- entum fyrir áhrifum á stjórnun og starf Háskólans, þar sem skoðanir þeirra séu breytilegar eins og vindurinn. Jafnframt er því haldið fram, að þeir sem lengst sitja innan ákveðinnar stofnunar (t. d. prófessorar) eigi að ráða mestu um stjórnun hennar. Víst er, að þetta sjónarmið end- urspeglar alvarlega meinsemd í okkar þjóðfélagi. Sá háttur, að hið opinbera tryggi starfsmönnum sínum ævilangt atvinnuöryggi, en jafn- fram tlægri laun en einkareksturinn gerir, er hluti þessarar meinsemd- ar. Þetta fyrirkomulag fæðir af sér viðhorf það, sem þaulsetumenn 1 Háskólanum hafa til stúdenta. Þeim virðist ekki ljóst, að með nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir og að mannaskipti eru raunar eina tryggingin gegn stöðnun. Engum dylst lengur í hvílík óefni málefni Háskólans eru komin. Læknadeild er aðeins eitt dæmi um það. Kennslu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.