Læknaneminn - 01.06.1970, Page 14
n
LÆKNANEMINN
ar á útgáfudegi, þar sem ekki þykir hæfa annað en að skýra aðeins
frá þeim atriðum, sem reynslan og tíminn hafa þegar dæmt gild, en í
mesta lagi að tæpa á því, sem er efst á baugi hverju sinni. Þannig
bendir margt í þá átt, að læknar þurfi að leggja æ meira á sig tii að
fylgjast með, eigi þeir ekki að dragast aftur úr og daga uppi. Á sum-
um stöðum hefur verið komið á fót viðhaldskennslu fyrir lækna, og
stungið hefur verið upp á að láta lækna gangast undir próf á fimm
ára fresti. Spurningin er þá orðin sú, hvernig búa eigi læknaefnin sem
bezt undir framtíðina, sem ber í skauti sínu sífellt örari framfarir.
Mun meiri áherzlu verður að leggja á hinar svokölluðu grunngreinar
læknisfrœðinnar, anatomíu, bíokemíu, míkrobíologíu, fysíologíu, pato-
logíu, patofysíologíu, farmakólogíu o. fl., því að frá þessum sviðum
koma flestar nýjungar innan læknisfræðinnar, enda er læknisfræðin
fyrst og fremst samtengd hagnýting slíkra greina. Kennslunni verður
að haga í ríkara mceli þannig, að lœknanemar fái innsýn í rannsókna-
vandamál hvers tíma, hver þau séu og hvernig reynt sé að leysa þau.
Hér mun prófessorinn í fysíologíu flestum öðrum til fyrirmyndar. Fátt
örvar meir áhuga nemenda á námsefninu en frjálsar og óbundnar um-
ræður, þar sem spurningar og uppástungur nálgast þekkingarmörk
hvers tíma.
Hér hefur stuttlega verið rætt um markmið læknakennslu, og nefnd
tvö helztu atriðin, sem leiða hvað bezt að því, þ. e. aukin áherzla á
grunngreinar og auknir möguleikar læknanema til að fylgjast með því,
sem er efst á baugi hverju sinni. Báðum þessum atriðum er hér áfátt,
einkum þó hinu síðarnefnda. Er þar að líkindum ein afleiðing þess, hve
rannsóknarstarfsemi á hér erfitt uppdráttar, en fleira kemur þar til.
Hver veit þó, nema Eyjólfur hressist. ÞDB
Þaulsetumenn
Á undanförnum misserum hefur brugðið svo kynlega við, að ís-
lenzkir stúdentar hafa virzt með meira lífsmarki en áður hefur þekkzt.
Hafa stúdentar m. a. haft í frammi kröfur um aukin áhrif á stjórnun
Háskólans. Að vonum hafa slíkir tilburðir af hálfu stúdenta mætt and-
spyrnu. Er því haldið fram með réttu, að það sé eðli stúdenta að koma
og fara. IJt frá þessu er dregin sú ályktun, að erfitt sé að trúa stúd-
entum fyrir áhrifum á stjórnun og starf Háskólans, þar sem skoðanir
þeirra séu breytilegar eins og vindurinn. Jafnframt er því haldið fram,
að þeir sem lengst sitja innan ákveðinnar stofnunar (t. d. prófessorar)
eigi að ráða mestu um stjórnun hennar. Víst er, að þetta sjónarmið end-
urspeglar alvarlega meinsemd í okkar þjóðfélagi. Sá háttur, að hið
opinbera tryggi starfsmönnum sínum ævilangt atvinnuöryggi, en jafn-
fram tlægri laun en einkareksturinn gerir, er hluti þessarar meinsemd-
ar. Þetta fyrirkomulag fæðir af sér viðhorf það, sem þaulsetumenn 1
Háskólanum hafa til stúdenta. Þeim virðist ekki ljóst, að með nýjum
mönnum koma nýjar hugmyndir og að mannaskipti eru raunar eina
tryggingin gegn stöðnun. Engum dylst lengur í hvílík óefni málefni
Háskólans eru komin. Læknadeild er aðeins eitt dæmi um það. Kennslu-