Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 17

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 17
LÆKNANEMINN n GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON og INGIMUNDUR GÍSLASON, læknanemar: Um raflífedlisfrœði Fátt var vitað um eðli raf- magns, þegar mönnum urðu ljós mikilvæg tengsl rafmagnsfræði og lífeðlisfræði. Einn fyrsti kafl- inn í sögu athugana mannsins á rafmagni fjallar um rannsóknir á líffræðilegum fyrirbærum, einkum starfsemi vöðva og tauga. Löngu áður en Ohms lögmál og lögmál Joules voru sett fram, hafði Stephen Gray (d. 1736) veitt því athygli, að mannslíkaminn leiddi rafmagn, og í kringum 1780 gerði Luigi Galvani hinar frægu tilraun- ir sínar á frosksfæti. Afdrifarík- ast varð það uppátæki hans að láta frosksfótinn komast samtímis í snertingu við kopar og járn. Kipptist þá fóturinn við, og dró Galvani af því þá ályktun, að í taugum og vöðvum væru rafkraft- ar að verki, sem ættu þar upptök sín. Samtíðarmaður hans og ann- að stórmenni í ríki andans, Ales- sandro Volta, reis upp til and- mæla og lýsti þeirri skoðun sinni, að skýring á tilraun Galvanis fælist í því, að rafstraumur hlypi milli tveggja ólíkra málma, sem tengdir væru saman í straumrás. Vöðvann áleit hann aðeins gegna hlutverki rafsjár í tilrauninni. Ágreiningur Galvanis og Volta varð kveikja aragrúa tilrauna og hugmynda, ekki eingöngu í líf- eðlisfræði, heldur einnig í eðlis- og efnafræði. Raflífeðlisfræðin hefur á vissan hátt notið þessa skvldleika, og tiltölulega góðar eðlis- og efnafræðilegar skýring- ar hafa fengizt á ýmsu í hátterni vöðva og tauga. Markmið okkar með þessari grein er að rekja stuttlega, hvernig eðlis- og efna- fræðilögmálum er beitt til skýr- ingar á hinum ýmsu raflífeðlis- fræðilegu viðfangsefnum. Hvíldarspenna. Líkt og í ýmsum öðrum grein- um náttúruvísinda má rekja stærstu framfaraskref í raflífeðl- isfræði til tækniframfara af ein- hverju tagi. Þannig markaði gerð rafskauta, sem gerðu kleift að mæla spennu milli frymis og utan- frumuvökva, ótvíræð tímamót. Slíkt rafskaut er búið til úr ör- mjórri glerpípu, sem gengur fram í odd, 0,5 [x að þvermáli eða minni. Hinn mjói oddur gerir það mögu- legt að stinga rafskautinu inn í frumur án þess að valda stór- spjöllum á frumuhimnum. Gler- pípan er fyllt KCl upplausn, en K+ og CH* jónirnar hafa áþekk- an hreyfanleika, og því myndast ekki veruleg spenna (dreifi- spenna) á mörkum KCl upplausn- arinnar og frymisins. Rafskautið innan frumunnar er tengt við annað rafskaut utan hennar, spennumagnara og rafsjá skotið inn í straumrásina, og er þá unnt að lesa af spennuna milli frymis og utanfrumuvökva. Niðurstöður slíkra mælinga hafa leitt í ljós, að frymi dýrafrumna er neikvætt miðað við umhverfið. Er himnu- spennunni því venjulega valið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.