Læknaneminn - 01.06.1970, Page 21

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 21
LÆKNANEMINN 19 þétti. Þeir eiginleikar hennar koma glöggt fram í tilraunum, þar sem rafstraumi er hleypt gegnum himnuna með ertiraf- skauti og spennubreytingar yfir hana mældar samtímis. Nokkur tregða er á spennubreytingunum (sjá mynd 3), og líður nokkur tími, áður en ertistraumurinn hefur valdið hæstu eða lægstu spennu (ræðst af straumstefn- unni), sem styrkur hans leyfir (lag períóða). Eftir að straumur- inn hefur verið rofinn, líður einn- ig nokkur stund, unz himnuspenn- an hefur náð fyrra gildi. Þessa tregðu má meta með einföldum tímamælingum og fæst þannig mælikvarði á rýmd himnunnar og eðlisviðnám. Þessar stærðir eru mismunandi eftir því hvaða vefja- tegundir eiga í hlut. 1 taugafrum- um hefur rýmd himnunnar mælzt u.þ.b. 1 (if/cm2, en eðlisviðnám 1010 ohm cm, sem er 100 milljón sinn- um hærra en í utanfrumuvökva. Rýmd vöðvafrumna hefur mælzt allt að 6 ixf/cm2, og er skýringin á hinu háa gildi talin felast í tilvist mjög háþróaðs frymisnets (endo- plasmatísks retikúlums). Eitt helzta einkenni frumu- himna og það, sem mestu skiptir um starfshæfni þeirra, er misjafnt viðnám þeirra gagnvart flæði hinna ýmsu jóna. Himnur fjöl- margra frumutegunda (t. d. taugafrumna, vöðvafrumna, skyn- frumna, kirtla o. fl.) hafa auk þess hæfileika til að breyta þessu við- námi gagnvart einstökum tegund- um jóna. Himnuspennan byggist á þessum mun á afstæðri leiðni Na+, K+ og Cl- gegnum himnuna. Bernstein varð fyrstur manna til að setja fram líklega skýringu á þessu fyrirbrigði og notfærði sér eðlis- og efnafræðilegar hugmynd- ir Nernsts og Oswalds. Er því ekki úr vegi að gera þessu næst nokkra grein fyrir helztu atriðum í kenn- ingum þessara brautryðjenda. Nernst jafnan. Rafspenna myndast á mörkum tveggja elektrólýtaupplausna, ef hreyfanleiki jónanna*) er mismun- andi svo og þéttni (konsentration) upplausnanna. Nefnist slík spenna dreifispenna (diffusion potential). Sem dæmi má nefna tvær NaCl upplausnir, sem aðskildar eru með gegndræpri himnu. Önnur upp- lausnin er 0,1 M, en hin 0,01 M. Bæði Na+ og CF" jónir flytjast frá sterkari upplausniimi yfir í hina veikari, en C1+ jónirnar hraðar, þar eð þær eru hreyfanlegri. Veikari upplausnin verður því neikvæð miðað við hina sterkari; dreifispenna myndast á mörkum þeirra. Spennuna má reikna út samkvæmt jöfnunni: u j■ v u + v (1) U ýyV U + V • log Ci C2 E: spenna; eining mv R: gasstuðull (konstant) T: absólútt hitastig F: Faraday (rafhleðsla per gram- ekvivalent af eingildri jón) u: hreyfanleiki katjónar, í þessu tilviki Na+ v: hreyfanleiki anjónar, í þessu tilviki Cl"5- Cj: þéttni upplausnar 1, í þessu til- viki 0,1 M c2: þéttni upplausnar 2, í þessu til- viki 0,01 M *) Hreyfanleiki jónar er skilgreindur sem meðalhraði hennar í cm/sek í raf- sviðinu 1 volt/cm og ræðst ekki af þvermáli viðkomandi atóms, heldur af stærð þess komplex, sem jónin mjmdar með því að raða utan um sig vatns- mólikúlum (hydration).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.