Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Page 31

Læknaneminn - 01.06.1970, Page 31
LÆKNANEMINN um hinnar sjálfstæðu atburða- keðju, sem liggur hrifspennu til grundvallar, að hún hleypir af stað sams konar atburðarás í næsta ná- grenni sínu; hún fæðir af sér aðra slíka og svo koll af kolli. í þeim skilningi breiðist hrifspenna út. Á þann hátt kemst taugaboð til skila, áreiti flyzt frá endaplötu út í frumu þverrákaðs vöðva, og gangráður hjartans kemur skila- boðum sínum á framfæri við ein- stakar hjartafrumur. 1 öllum þessum tilfellum eru grundvallar- atriði útbreiðslunnar eins, og skal þeim stuttlega lýst. Á þeim hluta frinnuhimnu, þar sem eitthvert áreiti hefur hleypt hrifspennu af stokkunum, verður ytra borð frumuhimnunnar nei- kvætt miðað við næsta nágrenni sitt, en innra borðið hins vegar jákvætt miðað við innra borð frumuhimnunnar í kring. Lítið staðbundið rafsvið myndast því, sem veldur elektrótóniskum raf- straumi. Stefna hans er frá já- kvæðu svæði til neikvæðs og því gagnstæð á ytra og innra borði frumuhimnunnar. Slíkur straum- ur eða hleðsluflutningur veldur spennufalli, sem nægt getur til að vekja aðra hrifspennu. Að sjálf- sögðu verka kraftar rafsviðsins til allra átta, en ástæða þess, að hrifspenna hefur ákveðna út- breiðslustefnu, er einfaldlega sú, að sá hluti frumuhimnunnar, sem hrifspennan hefur síðast lagt að baki, er refrakter, þ. e. ófáanleg til að taka þátt í sköpun hrifspennu. Er frumuhimnan talin vera ref- rakter, þegar PK er hátt, en PNa mjög lágt (mynd 4). Mergslíðraðar taugafrumur njóta nokkurrar sérstöðu í flutn- ingi sínum á taugaboðum fyrir þá sök, að þær eru klæddar öflugu einangrunarefni alls staðar nema 27 á nodi Ranvier. Af því leiðir, að rafsvið það, sem myndast um- hverfis hverja hrifspennu, veldur ekki verulegu spennufalli nema á næsta mergslíðurslausa himnu- hluta. Taugaboðið stekkur þannig á milli nodi Ranvier og fær fyrir bragðið miklu hraðari útbreiðslu en þegar mergslíðurslausar frum- ur eiga í hlut og jafnframt sparast mikil orka. Önnur atriði, sem áhrif hafa á hraða útbreiðslu hrif- spennu, eru þvermál viðkomandi frumu, þéttnifallandi Na+ og hvíldarspennan, sem hún býr við. Með auknu þvermáli verður innra viðnám frumunnar minna og hleðsluflutningur í hverju rafsviði því þeim mun hraðari. Eftir því sem þéttnifallandi og hvíldar- spenna eru hærri þeim mun öflugri verða kraftar þeir, er knýja Na+ inn í frumuna, þegar hrifspenna ríður af. Afskautun gengur því hraðar og veldur fyrr falli himnu- spennu í nágrenninu. Endanleg út- koma verður hraðari útbreiðsla hrifspennu. Um hjartað. Grundvallarlögmál þau, sem að framan hafa verið rakin, gilda jafnt um starfsemi vöðva- og taugafrumna. Báðir flokkar hafa þó sín raflífeðlisfræðilegu sér- kenni, og innan þeirra ríkir einn- ig mikil f jölbreytni. 1 stuttri grein er ekki unnt að rekja sögu allra frumuhópa, sem hafa mismunandi raflífeðlisfræðilega hegðan, en þar eð frumur hjartans hafa um margt sérstöðu hyggjumst við takmarka fyllri frásögn við raf- lífeðlisfræði hjartans. Tvennt er það, sem einkum sér- kennir hrifspennu í frumum hjartans (mynd 5). 1. Mjög hæg endurskautun, sem hefur í för með sér langvarandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.