Læknaneminn - 01.06.1970, Page 32
28
LÆKNANEMINN
>
E
O
o
Mynd 5.
Mæld hrifspenna í ýmsum frum-
um hjartans. 1 gangráðsfrumum
(SA, AV) fellur himnuspennan
sjálfkrafa, en endurskautun er
tiltölulega hröð. Hið gagnstæða
er uppi á teningnum í hinum eig-
inlegu vöðvafrumum. (Mynd 2 í
Newer c'oncepts in the genesis of
cardiac arrhythmias).
örvun til samfellds samdráttar
vöðvafrumna í systólu, og auk
þess langa refrakter perióðu, sem
aftur veldur því, að hjartað getur
ekki farið í tetaní. Hin hæga end-
urskautun skýrist af því, að aukn-
ing gegndræpis frumuhimnu gagn-
vart K+, sem verður í seinni hluta
hrifspennu, hefst miklu seinna en
í öðrum frumum, og auk þess var-
ir PNa aukningin lengur. Hvort
tveggja vegur í ’inn sama kné-
runn og veldur því, að tímalengd
hrifspennu í frumum hjartans er
margfalt meiri en í öðrum vöðva-
frumum eða taugafrumum.
2. Sjálfkrafa spennufall í dia-
stólu—sjálfvirkni.
Hinar svokölluðu gangráðs-
frumur hjartans, sem að flestra
áliti eru bundnar við hinn sér-
hæfða leiðsluvef, einkennast af
óstöðugri hvíldarspennu í dia-
stólu, og e. t. v. er álitamál, hvort
hugtakið hvíldarspenna á rétt á
sér, þegar þær eiga í hlut. Himnu-
spennan fellur sjálfkrafa án nokk-
urra utan að komandi afskipta,
sem eru skilyrði þess, að hrif-
spenna fari á stúfana í taugum,
þverrákuðum vöðvum og hluta
sléttra vöðva. Hið sjálfkrafa
spennufall leiðir til hækkaðs PNa,
og þegar þröskuldi er náð, ríður
hrifspenna af.
Hvernig er þá unnt að skýra
þennan óstöðugleika himnuspenn-
unnar? Samkvæmt jöfnu 3 eru
skýringarmöguleikarnir a. m. k.
þrír:
1) Hækkað [K]0
2) Hækkað PNa
3) Lækkað PK
Fyrsti möguleikinn virðist langt
sóttur; svo tíðar sveiflur í K+
þéttni utanfrumuvökvans eru
varla hugsanlegar. Hins vegar
koma báðar hinar skýringarnar til
greina, en sterkar líkur hafa ver-
ið að því leiddar, að lækkað PK sé
hér þyngst á metunum. Með ein-