Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 45

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 45
LÆKNANEMINN 39 OTTÓ BJÖRNSSON, fölfræðingur: Hugleiðing um kennslu í tölfrœði fyrir lœknanema Háskóla íslands lnngangur. Ritstjórn Læknanemans fór þess á leit, að ég ritaði í tímaritið um tölfræði fyrir læknanema. Ég hef hugleitt mál þetta talsvert, einkum hin síðari ár vegna kynna minna af læknum og sálfræðing- um, ekki sízt sem tölfræðilegur ráðunautur. Á fundi með kennslu- nefnd Læknadeildar síðastliðinn vetur var ég beðinn að láta í ljósi skoðun mína á tölfræðikennslu fyrir læknanema, og lagði ég þá fram gögn máli mínu til skýring- ar. I þessu greinarkorni er að finna fyllri framsetningu á því, er ég lét þá í ljósi. Þríþœtt vandamál. Þegar beint er að manni spurn- ingunni „Hvað á að kenna?“, koma strax í hug orðin „hvers vegna“ og „hvernig". Hér virðist því um þríþætt vandamál að ræða. Lausnin er fólgin í svörum við þremur spurningum, sem eru þess eðlis, að svar við sérhverri þeirra verður að skoða í ljósi svara við hinum tveimur. Menn geta að sjálfsögðu deilt um svar við hverri einstakri spurningu, sem hlýtur að vera háð m. a. menntun og þroska, en enginn getur búizt við, að lausn hans verði tekin al- varlega, nema hann svari þeim öllum. Þetta ætla ég að biðja les- andann að hafa hugfast, þegar hann les svör mín hér á eftir. Statistik og staðtölufrœði. Orðið statistik er dregið af ítalska orðinu stato, sem hefur ýmsar merkingar, svo sem ríki, ástand o. fl. Statista táknaði mann, sem fékkst við málefni ríkisins. Statistik táknaði því upp- haflega safn staðreynda er vörð- uðu ýmis málefni ríkja (valda- stöðu þeirra, tekjur, herafla o. fl.), sem valdhafar og aðrir stjórn- málamenn höfðu áhuga á (89). Einn sá fyrsti og þekktasti í þessum fræðum var Italinn Francesco Sansovino (1521—86). Höfuðrit hans „Del governo e administrazione di diversi regni e republiche" kom út árið 1562. Verkið fjallar um 22 ríki, þar á meðal gömlu Róm, Spörtu og Aþenu. í kaflanum um England fjallar Sansovino um réttindi konungs, krýninguna, riddara af Sokkabandsorðunni o. fl. Á næstu öldum var mikið ritað í þessum fræðum, og tóku þýzkir háskólakennarar fljótlega foryst- una. Varð háskólinn í Göttingen skjaldborg fræðigreinarinnar. Ach- enwall (1719—72), prófessor við háskólann í Göttingen, var sá fyrsti, sem kallaði fræðigreinina „statistik" og skilgreindi hana
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.