Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 58
PENBRITIN (ampícillín) er til komið og framleitt hjá
BEECHAM RESEARCH LABORATORIES, Brentford,
Englandi, sem eru brautryðjendur hálfsamtengdra peni-
cillinsambanda.
Umboðsmaður er G. Ólafsson h.f., Aðalstræti 4, Reykjavík,
sem veitir allar frekari upplýsingar.
SYKINGUM I ONDUNARVEGI
PEIMBRITIN
FJÖLVIRKT SYKLALYF
MEÐ BAKTERÍUDREPANDI VERKUN
PENBRITIN hefur framúrskarandi verkun gegn flestum bakteríum, sem valda
ígerð og bólgum í öndunarvegi. 1 þessu sambandi má benda á, að PENBRITIN
hefur sérstaklega áberandi verkun á H. Influenzae, sem oft er einna örðugast
að útrýma við ígerðir i öndunarvegi. PENBRITIN reyndist verka bezt á. H.
Influenzae af 8 sýklalyfjum, sem notuð voru í þessa tilraun1). Við tilraunina voru
notaðir 100 stofnar af H. Influenzae.
PENBRITIN hefur bakteríudrepandi verkun, en það er einkum mikilvægt hjá
gömlu fólki og börnum, sem öðrum fremur eru næm fyrir ígerðum í öndunarvegi.
PENBRITIN er pencillínafbrigði. Gjöf lyfsins má þess vegna haga eftir því, hve
alvarlegur sjúkdómurinn er án þess, að hætta á aukaverkunum aukist að sama
skapi. Oftast er hægt að lækna eða koma í veg fyrir ígerðir í öndunarvegi
meff venjulegum skömmtum af lyfinu, þ.e.a.s. 250-500 mg. x 4 á dag. Eftir slíka
skammta er magn lyfsins í blóði vel umfram það magn, sem heftir vöxt næmra
baktería.
*) Khan W., Ross, S. Zarembo, A. E.: Antimicrobial Agents and Chemotherapy, (1966), p. 393.