Læknaneminn - 01.06.1970, Page 66
56
LÆKNANEMINN
Mynd 2.
Hér er sýnt, hvernig- sýna má fram
á gullsteina með hljóðmynd.
2. Echoencefálografia.
Hljóðmyndir af heila.
Eins og áður er getið, er Leksell
upphafsmaður hljóðmynda af
heila. Hann kom úthljóðsbylgju-
kanna (sendara og móttaka) fyrir
á gagnaugasvæði sjúklings, rétt
ofan og aftan við eyrað, og færði
hann til skiptis frá annarri hlið
höfuðsins til hinnar. Leksell fékk
þá endurkast frá miðlægum vefj-
um heilans. Með hjálp sveiflusjár
gat hann síðan ákvarðað legu
þessara vefja.
Upphaflega var línusjáin ein-
göngu notuð (með tíðni úthljóða
á bilinu 1,5—2,5 milij. sveiflur/
sek), en nú í seinni tíð hafa menn
reynt að beita sneiðsjánni við þess-
ar rannsóknir. Hér á eftir verða
aðeins skýrð aðalatriði línusjár-
rannsókna, enda þótt menn geri
sér meiri vonir um árangur með
notkun sneiðsjárinnar í framtíð-
inni.
Á línusjá fæst mynd þar sem
úthljóðsendurköstin frá hinum
ýmsu vefjum koma fram sem mis-
munandi útslög frá grunnlínunni
(mynd 3). Þegar úthljóðbylgjur
eru sendar frá hægri, fæst efra
ritið, en frá vinstri neðra ritið.
Lengst til vinstri á línusjánni eru
Mynd 3.
Eðlileg hljóðmynd af höfði.