Læknaneminn - 01.06.1970, Page 69
LÆKNANEMINN
59
Hljóðmynd af kviðarholi, sem sýnir leg-
köku staðsetta á framveg;g\ Þverskurð-
urinn er 4 cm neðan nafla.
vökva; góðkynja og illkynja æxla
í kviðar- og grindarholi.
j. Echocardiografia.
Hljóðmyndir af hjarta.
Af þeim úthljóðsrannsóknum á
hjarta, sem nú hafa verið fram-
kvæmdar, hefur árangur orðið
beztur við athuganir á míturloku-
þröng og vökva í gollurshússholi.
Samt er talið, að enn megi bæta
þessar rannsóknaraðferðir. Af
öðrum mögulegum rannsóknum
má nefna, að Feigenbaum et al.
reiknuðu nýlega út stærð vinstri
og hægri slegils (ventriculus
sinister og dexter) út frá athug-
unum á sleglaskipt (septum inter-
ventriculare).
Míturlokuþröng.
Við þessar rannsóknir er út-
hljóðstíðni á bilinu 1—5 millj.
sveiflur/sek talin heppilegust.
Úthljóðsbylgjutækið er ýmist
tengt sveiflusjá (oscilloscop) eða
hjartarafrita (electrocardio-
graph), en hið síðarnefnda mun
frekar notað, þegar um er að ræða
daglega notkun tækisins.
Ef sveiflusjáin er notuð, fæst
svokölluð „A-presentation“ (sjá
mynd 6, efri hluti). Þá er hægt
að reikna út fjarlægð milli kanna
annars vegar og þeirra hluta
hjartans hins vegar, sem úthljóð-
bylgjurnar endurkastast frá (sjá
fyrri grein um A-scop). Með
ákveðnum útbúnaði, sem ekki
verður nánar greint frá hér,
er mögulegt að fá fram línu-
rit, sem sýnir hreyfingu fram-
blöðku (cuspis anterior) mítur-
lokunnar, en styrkleiki (ampli-
tude) endurkastsins sést sem mis-
munandi skær ritlína. Þetta er
,,B-presentation“ (mynd 6, neðri
hluti).
„Direct presentation“ er það
nefnt, þegar úthljóðstækið er
tengt hjartarafrita. Línuritið sýn-
ir hreyfingu framblöðku mítur-
lokunnar, en þetta byggist á „echo-
converter", sem breytir missterku
endurkasti frá framblöðkunni í
samsvarandi spennubreytingar.
Með sérstökum útbúnaði er mögu-
legt að stilla þetta þannig, að 1
cm þvert á strimlinum tákni hreyf-
ingu um 1 cm. Ef hraði strimilsins
er t. d. 50 mm/sek, þá má auðveld-
lega reikna út gildið fyrir hreyf-
ingu míturlokunnar á tímaeiningu
(sjá síðar).
Kannanum er komið fyrir í 3.
rifjabili, 1—5 cm vinstra megin
við bringubein. Fæst þá rit, sem
er ólíkt öðrum hljóðritum af
hjarta (mynd 7). Það er bylgju-
laga og líkist venjulegu venuriti.
Þessari aðferð verður hér nánar
lýst.
Toppar (maxima) 1. og 4.
bylgju á ritinu (echocardiogram)
sýna stöðu framblöðkunnar, þegar
hún er næst kannanum, en toppar
(minima) 2. og 5. bylgju, þegar
hún er f jarlægust.. Með öðrum orð-
um táknar ris 1. og 2. opnun mít-