Læknaneminn - 01.06.1970, Page 89
LÆKNANEMINN
75
læknum læknisfræðileg og félags-
leg vandamál þróunarlandanna.
Vekja áhuga. Verða hvatning til
frekari starfa í þessum löndum.
Það er áríðandi, að þessi hvatn-
ing og áhugi skapist áður en
læknaneminn er horfinn í lífsþæg-
indahringiðuna. Kapphlaupið um
hús, bíl, betri stöðu og bönd fjöl-
skyldu. Árangurinn hefur ekki
látið á sér standa í Danmörku.
Tala læknanema, er sækja um ár
hvert hefur margfaldazt frá 1966
Þá er áhugi danskra lækna einnig
að vakna. Sendu dönsku lækna-
samtökin tvo lækna til þróunar-
landa á síðasta ári.
VI.
Á síðasta þingi Alþjóðasam-
taka læknanema kom fram al-
mennur áhugi á MESTUDEC.
Vandamálið er nú sem fyrr fjár-
mögnun. Greinarhöfundur hefur
rætt nokkrum sinnum við danska
læknanema um möguleika á þátt-
töku íslenzkra læknanema í
MESTUDEC Dana. Hafa undir-
tektir þeirra verið mjög jákvæðar,
en fjármagn verðum við sjálfir að
útvega. Er rétt að athuga í sam-
vinnu við háskólayfirvöld, lækna-
deild, læknafélögin og íslenzkar
hjálparstofnanir um möguleika á
þátttöku okkar í MESTUDEC.
Það má ekki gleymast, að vel-
gengni Dana með MESTUDEC
byggist á velvilja háskólayfir-
valda, lækna og hjálparstofnanna.
#
Námskeið L.í.
fyrir lækna og læknastúdenta í síðasta hluta verður
haldið í Borgarspítalanum dagana 31. ágúst til 4. sept.
1970.
Aðalviðfangsefni verða þessi:
1. Akut læknisþjónusta.
2. Lyfjaval. Áhætta og kostnaður lyf jameðferðar.
Námskeiðsgjald er kr. 1000.00 fyrir lækna, en stúdentar
greiða ekki gjald.
Tilkynningar um þátttöku sendist skrifstofu L. I.,
Domus Medica, fyrir 1. ágúst.
N ámskeiðsnefnd