Læknaneminn - 01.06.1970, Page 92
78
LÆKNANEMINN
tveir læknanemar erindi um starf
kennara frá sjónarhóli stúdenta. Mjög
athyglisverð erindi voru því næst flutt
um efni, sem kalla mætti menntunar-
tæknifræði (utbildningsteknologi).
Athygli skal vakin á því, að annars
staðar í Læknanemanum er birtur hluti
erindis, sem annar læknanemanna
flutti. Ber sá hluti nafnið kennara-
syndrómið. HB
Aids to the Investigation of
Peripheral Nerve Injuries.
XJtg.: Her Majesty’s Stationery
Office, London 1965.
Ofrausn væri að kalla kvert þetta bók,
og auk þess er það eintak, sem undir-
ritaður fékk að láni, orðið svo lúið af
notkun, að líkja má við Andrés Önd á
rakarastofu.
Ritið er 50 bls. að stærð, og í formál-i
segir, að það sé einkum ætlað þeim,
sem lítt eru vanir að gera taugakerfis-
skoðun. Pleiri geta þó væntanlega haft
gagn af, samanber það, að yfirlæknar
báðir á VIII. deild hafa það alltaf inn-
an seilingar.
Samfellt lesmál er hálf önnur síða
í upphafi og ein síða aftast. Þar á milli
er meginefnið, ljósmyndir og teikni-
myndir af því, hvernig prófa má fyrir
skemmdum í úttaugum, þ.e.a.s. krafta-
og skynskoðun. Kverið er þannig mjög
aðgengilegt og ætti helzt að liggja
frammi alis staðar, þar sem sjúkir eru
skoðaðir. Verðið ætti ekki að verða
Þrándur í Götu, því að á kápu stendur:
Price 2s. 6d. net.
Loks sakar ekki að geta þess, að
dósent í taugasjúkdómafræði mælir
með ritinu við stúdenta, JHJ
Læknanemanum hefur borizt eftirfarandi sérprentun: Changes with Age in
the Metabolism of Sulfated Glycosaminöglycans in Guinea Pig Cardiac Valves,
eftir Jónas Hallgrímsson, Ulf Priberg og John F. Burke, úr Experimental and
Molecular Pathology, Vol. 12, No. 1, Febr. 1970. Færum við höfundum beztu
þakkir fyrir.
#
Læknar eru menn, sem ráðleggja lyf, sem þeir vita litið
hvernig verka, til að lækna sjúkdóma, sem þeir vita enn minna
um, i líkama mannsins, sem þeir vita ekkert um. (Voltaire)
★ ★ ★
Sérfræðingurinn var búinn að eyða löngum tíma við að reyna
að sannfæra kvíðafullan, en fullkomlega heilbrigðan forstjóra um,
að hann væri ekki með hjartasjúkdóm.
„Þér þurfið engar áhyggjur að hafa., góði rnaður" sagði hann
um leið og hann ýtti sjúklingi sínum til dyra. „Hjartað í yður
mun endast allt yðar líf.“
★ ★ ★
Heimilislæknirinn ráðlagði einum af sjúklingum sínum að
drekka heitt vatn klukkustundu fyrir hverja máltíð. 1 næsta skipti,
sem hann kom í vitjun sagði sjúklingurinn, að sér hefði ekkert
batnað.
„Drakkastu þá ekki heita vatnið“ spurði læknirinn þá.
„Jú, ég reyndi, en ég gat það bara ekki lengur en í 15 mínútur".
★ ★ ★
Svo var það feiti maðurinn, sem bað um ráð við hrotum.
„Þú verður að megra þig“, sagði læknirinn.
„Megra mig,“ sagði feiti maðurinn. „Hvernig lagast hroturn-
ar við þið?“
„Það er augljóst. Húðin á þér er nú orðin svo þi'öng, að í hvert
skipti sem þú lokar augunum þá opnast munnurinn".